Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201832 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Reykjavík og síðar reyndi hann fyr- ir sér sem stýrimaður sem passaði honum betur og hann var skipstjóri mestan hluta starfsævi sinnar. Fjármagnserfiðleikar Áttmenningarnir sem keyptu Þórs- nes í byrjun réru allir frá Rifi en bjuggu í Stykkishólmi. Stykkishólm- ur kallaði á mennina heim. Kiddó hafði frétt af því að Kaupfélagið í Stykkishólmi væri að selja skip, um 70 tonna bát sem hafði verið stærsta skipið í flota kaupfélagsins og uppi- staðan í útgerð þess. Sjómennirnir sem bjuggu í Stykkishólmi og réru frá Rifi ræddu saman og ákváðu að reyna að kaupa skipið og gera út frá Stykkishólmi. „Við vorum ákveðnir í að gera þetta þótt við ættum enga peninga,“ segir Kiddó og brosir. Þegar áttmenningarnir reyndu að afla fjármagns til kaupanna á skipinu gekk það brösulega. „Skipið kostaði sjö milljónir og við áttum að leggja út fimmhund- undruð þúsund krónur og fá lán hjá Sparisjóðnum í Stykkishólmi.“ Þeg- ar kom að samningadegi og lánið átti að vera greitt út komu þó eng- ir peningar úr þeirri átti. Sparisjóð- urinn dró sig út úr samningnum. Kiddó og félagar höfðu þó vilja til að reyna áfram að fjármagna kaupin og stofna eigin útgerð í Stykkishólmi. Til að fá fjármagn enduðu áttmenn- ingarnir á að fá lán hjá Samvinnu- bankanum í Grundafirði, eftir að þingmaðurinn Friðleifur Þórðarson skarst í leikinn. Þungur róður í byrjun Byrjun útgerðar þeirra félaga var þó ekki auðveld. Skipið sem þeir keyptu, Þórsnes SH 108, var um tveggja ára gamalt og átti að hafa veiðarfæri um borð. Mennirnir sem stóðu að kaup- unum höfðu þá þegar veðsett húsin sín og höfðu lítið á milli handanna. „Veiðarfærin sem áttu að fylgja voru meira og minna ónýt, en við höfð- um þetta á þráanum,“ segir Kiddó með áherslu. Þeir unnu sjálfir um borð í bátnum og stunduðu veiðar hart. „Það hjálpaði að það fiskaðist alltaf vel.“ Fiskinn lögðu þeir í byrj- un upp hjá kaupfélaginu, enda hafði það verið hluti af kaupsamningnum á sínum tíma. Kiddó var tuttugu og þriggja ára gamall árið 1963 þegar hann var kominn með eigin útgerð og þótt byrjunin hafi verið erfið og fjárlít- il þá átti eftir að rætast úr fyrirtæk- inu. Í byrjun var lítið um pening og á tímabili var ekki einu sinni næg- ur peningur til að greiða út laun til starfsfólks. Áttmenningarnir höfðu tínst einn af öðrum úr hópnum en lítið verð fékkst fyrir hlutinn áður og var fyrirtækið í raun verðlaust fyrstu árin. „Mér fannst allt í lagi að menn færu bara úr þessu eins og þeir vildu.“ Blómlegt útgerðarfyrirtæki Upp úr 1970 snerist þó gæfan Þórs- nesi í hag. Árið 1972 tók Þórsnes ehf. á leigu sláturhús til saltfiskverk- unar. „Það má auðvitað ekki núna,“ segir Kiddó kíminn. Eftir fylgdu góð aflaár og útgerðin fór að skila smá hagnaði. Fljótlega var byggt verkun- arhús fyrir saltfiskinn. „Við byggð- um húsið en vorum með svo mikinn fisk að við gátum vart pakkað. Það fékkst gott verð fyrir saltfisk á þess- um tíma og hann seldist mjög vel.“ Í dag er Þórsnes ehf. enn til, þótt upprunalegir eigendur þess séu ekki lengur við stjórnvölinn. Kiddó finnst gaman að sjá að útgerðin sem hann stofnaði lifir enn góðu lífi. „Já, það er gaman að sjá þetta. Ég er mjög ánægður að þetta gengur svona vel.“ klj Í síðustu viku hófst niðurrif á fjór- um olíutönkum sem staðið hafa í áratugi á Breiðinni á Akranesi. Tankar þessir tengdust útgerð á Akranesi sem má muna sinn fífil fegurri. Það er endurvinnslufyrir- tækið Fura sem annast rifin. Tank- arnir hafa lítið verið notaðir um hríð og ekkert eftir að leki kom að lögnum sem tengjast þeim á síð- asta ári. Tankarnir eru fimm alls en til stendur að láta þann stærsta og elsta standa áfram, en það er eini tankurinn hér á landi sem er hnoð- aður á samskeytum og var reistur um 1930. Hugmyndir hafa verið um að nýta þann tank til tónlistar- flutnings. mm/ Ljósm. ki Kristinn Ólafur Jónsson er einn af helstu hvatamönnum þess að út- gerðin Þórsnes var keypt af Kaup- félaginu í Stykkishólmi á sínum tíma. Hann hefur stundað sjóinn frá fjórtán ára aldri en er nú lagst- ur í helgan stein, enda komin langt á áttræðisaldur. Hann man þó vel eftir því þegar hann og nokkrir fé- lagar úr Hólminum keyptu fyrsta skipið sem varð hornsteinninn að útgerðinni Þórsnesi ehf. sem enn er til. Útgerðin er fyrir nokkru kom- in úr höndum Kristins Ólafs, eða Kiddó eins og hann er alltaf kallað- ur. Skipið, sem hét Þórsnes SH 108 þegar Kiddó stýrði för, er komið úr notkun en Þórsnes ehf. fékk nýtt Þórsnes í júní í fyrra. Upphaf Þórs- ness ehf. var nokkuð strembin og erfitt var fyrir Kiddó og félaga að fá fjármagn til að kaupa skipið sem var hornsteinninn að útgerðinni. Í dag er útgerðin í höndum Egg- erts Halldórssonar, sem er sonur Halldórs Jónassonar sem kom inn í rekstur Þórsness ehf. í kringum 1970. Það er skrýtið maíveður þeg- ar blaðamaður kemur að heimili Kiddó og Þórhildar konu hans. Þau búa í nýlegu húsi í Stykkishólmi. Veður skiptir á milli sólar og rign- ingar mjög ört og þar sem blaða- maður og Kiddó sitja og ræða um gamla tíma má heyra rigninguna falla á þakið á sólstofunni. Útsýnið úr sólstofunni er yfir Nónvík, sem er einmitt nafnið á fyrirtækinu sem Kiddó stofnaði á seinni árum. Nón- vík ehf. er lítil útgerð sem byggir á bátnum Kristborgu SH 108. Ekki ókunnur erfiðisvinnu „Ég byrjaði á síldveiðum árið 1955, þá á fimmtánda aldursári,“ segir Kiddó þegar hann hugsar til baka. Hann hafði þá þegar unnið tvö sumur í vegavinnu í Grundar- firði og erfiðisvinna var honum alls ekki ókunnug. Hann hugsar með hlýju til áranna sem hann var við síldveiðar, þessara fyrstu ára á sjón- um. „Við fórum út í byrjun júní og komum heim í þetta skipti snemma í ágúst.“ Þá var landað á Siglu- firði. „Þetta var rosalega gaman, skemmtilegur veiðiskapur,“ seg- ir hann. „Það var aldrei hægt að veiða nema í góðu veðri. Þá vor- um við ekki með kraftblökkina, bara með nótabát. Stemningin um borð var skemmtileg. Ef veður var vont þurftum við að fara í land eða fara í var, við Grímsey til dæmis. Við spiluðum eða sváfum á meðan veðrið gekk yfir.“ Réri frá Rifi Kiddó var á síldveiðum á bátnum Arnfinni SH 3 í tvö ár undir stjórn skipstjórans Ágústs Péturssonar. Hann fór til síldveiða að sumri til og var á vertíð að vetri til. Eftir þau ár elti Kiddó Kristján Guðmundsson út í Rif. „Hann lét smíða fyrir sig bát í Danmörku. Hann var áður hérna í Hólminum en flutti út í Rif.“ Kiddó og nokkrir aðrir Hólmarar fóru með Kristjáni og réru frá Rifi í um sex ár. Á þeim tíma reyndi Kiddó fyrir sér sem vélamaður, eins og hann kall- ar það. Hann sótti vélanámskeið í Olíutankarnir á Breið teknir niður Kristinn Ólafur Jónsson, eða Kiddó, er einn af stofnendum Þórsness ehf. Hann er Hólmari í húð og hár og leyst illa á það á sínum tíma að róa alltaf frá Rifi. Hér stendur Kiddó og horfir yfir Nónvík. „Við tókum þetta á þráanum“ Kristinn Ólafur Jónsson var einn af stofnendum Þórsness ehf. í Stykkishólmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.