Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201836 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn „Ég er búinn að róa einn síðan árið 2010, ef ég man rétt,“ segir Stein- ólfur Jónasson sem rær á bátn- um Skarphéðni SU 3 frá Akranesi. Saga hans á sjónum er þó lengri en en átta ára gömul. Hann hefur róið reglulega frá Austfjörðum síð- an árið 2000 en náði að fara í sína fyrstu sjóferð árið 1985. „Þá til að draga net í Seyðisfirði. Ég varð svo sjóveikur þá að ég gleymi því aldrei. Ég gat ekki ímyndað mér að þetta væri umhverfi fyrir mig.“ Hann og Brynja Vattar Baldurs- dóttir, konan hans, fluttu á Akranes fyrir um það bil þremur árum eft- ir mikið flakk milli landshorna. Þau bjuggu meðal annars á Laugarvatni um tíma. „Það var mjög góður tími en of langt frá sjó.“ Steinólfur er al- inn upp í Fagradal á Skarðsströnd, að mestu leyti hjá ömmu sinni og afa, gekk í grunnskólann á Laug- um í Sælingsdal og svo virðist sem hann eigi nána ættingja um allt Ís- land. „Ég er tveir fjórðu Austfirð- ingur og svo er Dalamaður í mér og einhver Strandamaður.“ Það er létt yfir honum þegar blaðamaður kíkir við á heimili þeirra hjóna að kvöldi til. Hann fór ekki á sjó þann daginn þar sem veður var fremur ótryggt. Fjögurra ára gömul dóttir hans læðist um í leit að bók fyrir kvöld- lesturinn og mamma hennar bíður í dyrunum. Þær fara svo saman að lesa fyrir svefninn á meðan Stein- ólfur og blaðamaður ræða saman. Körfuboltinn á hug og hjarta Steinólfur var búinn að prófa ansi margt, áður en hann endaði alveg á sjónum. Hann keppti í körfu- bolta í mörg ár og byrjaði að æfa með ÍA árið 1997. Síðar spilaði hann með Hetti á Egilsstöðum, Ár- manni í Reykjavík, Drangi á Vík í Mýrdal, með Laugdælum og Álfta- nesi. Körfuboltinn átti hug hans og hjarta í mörg ár með námi, vinnu og veiðum. „Heima í Ytri-Fagra- dal voru tvær körfur í hlöðunni og ég skaut á þær daginn út og inn.“ Hann meira að segja tók viljugur næturvaktirnar í sauðburðinum til að geta horft á NBA-deildina að nóttu til. „Maður var ekkert smá villtur þegar maður kom á fyrstu æfingu á Akranesi. Þeir hristu bara hausinn og sendu mig á körfu út í horni,“ segir hann og hlær. Það er því ekki að undra að Steinólfur hafi lagt fyrir sig íþróttabraut og skemmtanabraut í Menntaskólan- um á Egilsstöðum, en þangað hélt hann eftir stutt stopp í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. Síð- ar kláraði hann íþróttafræði við Háskóla Íslands á Laugarvatni og starfaði sem íþróttakennari við Austurbæjarskóla og Hvassaleitis- skóla í nokkra stund. Íþróttakennsla og handfæraveiðar Árið 2000 byrjar Steinólfur að róa með pabba sínum frá Austfjörð- um, þá bara á sumrin. Hann réri líka með tengdapabba sínum, Baldri Rafnssyni, Skrúðsbónda og vita- verði í Vattarnesi. „Við pabbi vorum á handfæraveiðum og netum. Pabbi er Fáskrúðsfirðingur.“ Hann réri með pabba sínum á hverju sumri og fram á haust allt til ársins 2003 en þá fluttu hann og Brynja til Reykja- víkur. „Þá byrjar Brynja í kennara- námi en ég held áfram á sjó á sumr- in fyrir austan.“ Þau búa í Reykja- vík í nokkur ár á meðan þau bæði klára nám. Steinólfur útskrifast sem íþróttafræðingur frá Laugarvatni árið 2008 og tekur svo stutta skorpu við íþróttakennslu í grunnskólum borgarinnar. „Það er svo 2010 sem ég byrja að róa einn hérna í flóanum og er á sjónum fyrir austan líka,“ segir Steinólfur og bætir við að það hafi verið mjög erfitt að róa á Faxaflóa til að byrja með. „Maður þekkti mið- in ekki neitt og ég þurfti að læra inn á þetta allt saman.“ Bátinn keypti hann í félagi við pabba sinn fyrir tveimur árum. Fyrirrennari Skarp- héðins SU 3 er Njáll SU 8. Njáll SU 8 hefur verið í eigu fjölskyldunnar síðan hann var smíðaður árið 1985 „Pabbi er mikill Njálu grúskari,“ segir hann um tilurð nafnsins. „Njál eigum við ennþá fyrir austan.“ Samstaða meðal sjómanna „Ég veiði á handfæri, báturinn er bara útbúinn fyrir það.“ Hann seg- ir það ódýrari veiðiaðferð en kosti það að hann þurfi að flakka á milli veiðisvæða. Helst hefur hann fisk- að þorsk og ufsa. „Þá þarf ég að elta aflann, ef það er góð þorskveiði ein- hvers staðar þá fer ég þangað,“ seg- ir Steinólfur sem hefur gert tilraun- ir til að veiða frá Rifi og Ólafsvík líka. Honum finnst kollegar hans við höfnina alltaf tilbúnir að hjálpa, Körfuboltamaður á handfæraveiðum Steinólfur Jónasson hefur stundað sjóinn frá aldamótum Komið með tvö tonn að landi á Akranesi í byrjun þessa mánaðar. Njáll SU 8 hefur verið í fjölskyldunni síðan hann var smíðaður árið 1985 og er róið að austan. Skarphéðinn SU 3 bættist við fyrir tveimur árum og Steinólfur rær honum út frá Akranesi. Feðgarnir Steinólfur Jónasson (t.h.) og Jónas Benediktsson saman á veiðum á 62ja ára afmælisdegi Jónasar. Steinólfur rær með föður sínum frá Austfjörðum á sumrin. Aflinn úr Skarphéðni á leið á markaðinn á Akranesi. Þeir Bjarni og Alexander sjá um innvigtun og utanumhald á markaðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.