Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201842 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Magnús Rafn Sigurbjörnsson er ungur maður, fæddur árið 1993 og alinn upp í Ólafsvík hjá foreldr- um sínum, þeim Sigurbirni Sæv- ari Magnússyni og Guðnýju Gísla- dóttur. Þrátt fyrir ungan aldur hef- ur Magnús undanfarin tvö og hálft ár verið annar stýrimaður á flutn- ingaskipinu Arnarfelli, sem siglir milli Íslands og Evrópu. Hann er einn af þeim sem ungur var færður í appelsínugulan sjóstakk og hef- ur verið í kringum sjómennsku alla tíð. „Ég ólst upp við þetta. Pabbi hefur lengi gert út á hinum ýmsu bátum og ég hef róið með honum á trillu síðan ég var strákur, aðal- lega á grásleppu og skötusel. Síð- an hef ég verið sjálfur á handfæra- veiðum undanfarin ár, þá tekið að mér að veiða á hinum og þess- um bátum bæði í Stykkishólmi og Ólafsvík. Ég hef alltaf verið í þessu og var ekki gamall þegar ég ákvað að leggja þetta fyrir mig. Það var einhvern veginn aldrei nein spurning,“ segir Magnús í sam- tali við Skessuhorn. „En ég hugs- aði samt með mér að ég yrði að mennta mig ef ég ætlaði að fást við þetta og ákvað þess vegna að skrá mig í Stýrimannaskólann. Með- fram náminu vann ég á dekkinu á Arnarfellinu, fór með þeim upp á Grundartanga sem aukamað- ur og ýmislegt fleira. Síðan gerist það eftir útskriftina að það vantar stýrimann á bátinn. Ég sótti um og var ráðinn. Þetta var eiginlega bara heppni, það er alls ekkert sjálfgefið að komast að sem stýrimaður beint úr skólanum,“ segir Magnús. Tveggja vikna sigling Arnarfell þykir stórt flutninga- skip á íslenskan mælikvarða. Það er 138 metrar að lengd frá stefni aftur í skut og áhöfnin telur ell- efu manns. „Ég kann mjög vel við skipið. Það er góður mannskap- ur um borð, mórallinn góður og mjög fínt að vinna þarna,“ segir Magnús. Siglt er frá Reykjavík til Evrópu með alls konar frakt á um það bil tveggja vikna fresti. „Hefð- bundinn túr byrjar á því að farið er frá Reykjavík til Vestamannaeyja og þaðan til Immingham í Bret- landi og næst Rotterdam í Hol- landi. Síðan er komið við í Cuxha- fen í Þýskalandi og siglt þaðan í gegnum Kílarskurðinn og áleiðis til Árósa í Danmörku og svo yfir til Varberg í Svíþjóð. Þaðan sigl- um við heim til Íslands aftur með viðkomu í Færeyjum. Þessi hring- ur tekur að jafnaði 12 til 14 daga,“ segir hann. Og þau eru ýmiss konar verkin sem þarf að inna af hendi á sigl- ingunni. „Verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg, sérstaklega á dekk- inu. Ef veðrið er gott þá er unnið í viðhaldi á skipinu og við ýmsar minniháttar lagfæringar. Við reyn- um að sinna því jafnóðum eins og hægt er. Svo er þetta mest reglu- bundið eftirlit með öllum sjóbún- aði og festingum gámanna. Ef allt er eins og það á að vera og gengur vel þá er vinnan bara frekar þægi- leg,“ segir Magnús. „Við erum tveir stýrimennirnir og skiptumst á að stýra á sex tíma vöktum. Það gildir það sama og á dekkinu, ef veðrið er gott og allt gengur vel er þægilegt að vera á siglingunni. Síð- an er bara gaman að fá að ferðast í vinnunni og geta aðeins skoðað sig um í hinum og þessum borg- um,“ segir hann og bætir því við að sérstaklega þyki honum gam- an að fara í gegnum Kílarskurð- inn. „Þá er siglt inn í slúss, sem er skipalyftan inn í skurðinn. Þá koma tveir rórmenn um borð, en það eru sem sagt menn sem gera ekkert annað en að sigla skipum í gegnum skurðinn. Hann er þröng- ur, skip að mætast og þess vegna sjá þeir um þetta. Þeir taka bara við stjórninni og á meðan sinn- ir maður verkefnum sem ekki er hægt að sinna meðan maður er við stýrið.“ Líður vel í Hólminum Unnusta Magnúsar er Eydís Ösp Þorsteinsdóttir. Saman eiga þau tvö börn, tæplega þriggja ára dótt- ur og fjögurra mánaða dreng. Fjöl- skyldan er búsett í Stykkishólmi. Magnús segir fyrsta kost fjölskyld- unnar hafa verið að setjast að á Snæfellsnesinu. „Við bjuggum í Reykjavík meðan ég var í skól- anum. Um leið og ég útskrifað- ist vorum við farin,“ segir Magn- ús og hlær við. „Fyrsti kostur var alltaf að setjast að á Nesinu, annað hvort í Stykkishólmi eða Ólafsvík. Við keyptum okkur hús í Hólmin- um 2016 og líður vel þar, það er rólegur og góður bær. Eydís er úr Stykkishólmi og þar býr fjölskyld- an hennar. Síðan er stutt að skjót- ast til Ólafsvíkur í kaffi til mömmu og pabba,“ segir hann. Magnús segir ekkert mál að aka suður til Reykjavíkur frá Stykkis- hólmi áður en Arnarfelli er siglt frá bryggju. „Hver túr er um það bil tvær vikur. Við vinnum tvo túra í röð og fáum síðan frí í mánuð. Það getur verið erfitt stundum að vera svona lengi í burtu, sérstak- lega með svona ung börn. En á móti kemur gott frí og þá fær mað- ur heilan mánuð heima með fjöl- skyldunni,“ segir hann. Fer á sjóinn í fríinu Með tíð og tíma kveðst Magnús ætla að verða sér úti um full skip- stjórnarréttindi. Til þess þarf að skila inn ákveðið mörgum siglinga- tímum. „Draumurinn er að starfa í þjónustusiglingum við olíubor- pallana í Noregi, þar sem siglt er með búnað, varahluti, mannskap og vistir frá landi og milli borpall- anna,“ segir Magnús. Aðspurður hvers vegna markið sé sett á þær siglingar stendur ekki á svörum: „Það eru nú aðallega launin sem heilla,“ segir hann og hlær við. „En það getur reyndar verið skemmti- legt að sigla á Norðursjónum, ég neita því ekki. Á nóttunni lýsist hann upp eins og jólasería, það er svo mikið af borpöllum þar og töluvert af bátum á ferðinni alltaf. Þetta yrði að minnsta kosti alltaf þess virði að prófa,“ segir Magnús. Þangað til heldur Magnús áfram að stýra Arnarfellinu. Hann var einmitt á leið suður til Reykjavíkur um borð í skipið þegar blaðamað- ur hitti hann á Akranesi á miðviku- dag. Siglt var upp á Grundartanga um kvöldið og síðan frá Reykjavík- urhöfn áleiðis til Evrópu að kvöldi fimmtudags. Einn túr til viðbótar fer Magnús áður en hann fær mán- aðar frí frá júnílokum. Hvað ætl- ar hann að gera í fríinu? Jú, fara á sjóinn. „Ég verð á strandveið- um á trillu í sumar og hlakka mik- ið til. Ég hef mjög gaman af tril- lusjómennskunni. Að vera einn að dunda á litlum báti á Breiðafirðin- um í góðu veðri er alveg frábært. Mér finnst reyndar alltaf gott að vera úti á sjó, hvort sem það er á lítilli trillu eða flutningaskipi,“ segir Magnús Rafn Sigurbjörnsson að endingu. kgk „Alltaf gott að vera úti á sjó“ - segir Magnús Rafn Sigurbjörnsson stýrimaður Magnús Rafn Sigurbjörnsson. Arnarfell, eitt flutningaskipa Samskipa. Magnús Rafn hefur verið annar stýrimaður á skipinu undanfarin tvö og hálft ár. Ljósm. samskip.is. Á siglingu um Kílarskurðinn í Þýska- landi. Ljósm. úr einkasafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.