Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 46

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201846 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Í Grundarfirði er nýtt fyrirtæki í ferðaþjónustu að skjóta rót- um. Það er kajakleigan Vestur Adventures sem hefur aðsetur í Torfabótinni sem stendur við götuna Sæból. Það eru þau Garð- ar Hafsteinsson og Una Rut Jónsdóttir sem eiga og reka fyrir- tækið en þau eru nýbúin að fjárfesta í einbýlishúsi og eru flutt til Grundarfjarðar. Garðar er uppalinn í Grundarfirði og er því að flytja aftur á æskuslóðirnar en Una kemur úr höfuðborg- inni. Garðar var til sjós á Brimnesinu en þurfti að gefa sjómennsk- una upp á bátinn vegna þrálátra bakmeiðsla. Una Rut starfar sem flugfreyja og er komin í fæðingarorlof en þau eiga von á barni í júlí. “Læknirinn sagði mér að ég þyrfti að koma mér í land ef ég ætlaði að notast við bakið á mér í framtíðinni,” segir Garðar í stuttu spjalli við blaðamann. “Maður verður bara að hlýða því þannig að ég þurfti að finna mér eitthvað annað að gera,” bætir hann við. Parið var búið að velta ýmsum möguleikum fyrir sér og hug- urinn reikaði oft til Grundarfjarðar. “Mér fannst vanta eitthvað fyrir alla þessa ferðamenn sem eru hérna í Grundarfirði að dást að Kirkjufellinu þannig að við vorum að skoða eitthvað í kring- um það. Opna búð, sæþotuleigu eða eitthvað álíka og þá dutt- um við inn á þessa kajaka hugmynd,” segir Una Rut. “Við fór- um í GG Sport til að skoða kajaka og þegar við gengum út úr versluninni þá vorum við búin að panta tíu kajaka og tólf þurr- galla,” segir Garðar hlæjandi en þar með var ekki aftur snúið. “Við höfðum samband við Grundarfjarðarbæ og fengum mjög góð viðbrögð hjá þeim. Okkur var úthlutað svæði hér í Torfa- bótinni og erum búin að setja upp aðstöðu þar,” segir Una Rut. “Þau Halldór Halldórsson og Sigríður Hjálmarsdóttir markaðs- og menningarfulltrúi Grundarfjarðarbæjar voru mjög hjálpsöm en fjölskylda Halldórs rekur svona kajakleigu á Ögri við Ísafjarð- ardjúp,” bætir Garðar við. Garðar er leiðsögumaður og rær út með ferðamennina en Una Rut sér um bókanir og vefsíðuna vesturadventures.is en stefnt er á að fara þrjár ferðir á dag og svo er hægt að panta fyrir hópa. “Þetta hefur farið frekar rólega af stað í maí enda veðr- ið ekki verið okkur hliðhollt,” segir Garðar en hann sér fram á bjartari tíma. “Við erum byrjuð að taka við bókunum og það eru þónokkrar bókanir komnar í júní og júlí,” bætir Una við. “Þetta leggst mjög vel í okkur og við erum bjartsýn á framhaldið,” segja þau skötuhjú og hvetja alla til að prufa svona kajakferð enda sé þetta mjög gefandi fyrir líkama og sál. tfk Ólsarinn Valdimar Gunnar Sigurðs- son starfar nú sem alþjóðlegur sölu- stjóri Marel á Íslandi í Vestur-Evrópu og sjávarútvegsfræðingur, en fyrirtæk- ið er eins og kunnugt er eitt stærsta á sínu sviði í heiminum. Marel hef- ur átt gott samstarf við fiskvinnslur á Snæfellsnesi í áratugi og hafa allar fiskvinnslur þar einhvern búnað frá Marel. Meðal annars vogir, flokkara, flæðilínur og skurðarvélar. Valdimar stundaði sjóinn í níu ár frá Ólafsvík svo hann þekkir vel til í greininni og nýtist sú reynsla vel þegar kemur að samstarfi Marels við snæfellsk fisk- vinnslufyrirtæki. „Ég réri með föður mínum Sigurði Valdimarssyni á línu og handfæraveiðum en stærsta stund okkar feðga á sjó var þegar við björg- uðum tveimur skipverjum af línu- bátnum Pétri Jóhannssyni SH 177, sem var sex tonna frambyggð trilla sem sökk skammt frá Rifi 23. febrú- ar 1995. Við vorum á landleið þeg- ar neyðarkall barst frá bátnum, svo við héldum beint til þeirra og var þá komin sjór langleiðina upp að stýris- húsinu. Sem betur fer þá gátu skips- verjarnir, þeir Gunnar Guðmunds- son skipstjóri og Hafsteinn Björns- son, stokkið þurrrum fótum yfir í bátinn til okkar Sigurvík SH 117. Án efa var þetta besti róður sem við fegð- ar áttum saman,“ segir Valdimar. Hugbúnaðurinn mikilvægur Auk sölu á fyrrgreindum búnaði til fiskvinnslu hefur Marel einnig selt Innova hugbúnaðinn. Búnaður sá kemur ávallt með upplýsingar á raun- tíma í gegnum tækjabúnaðinn. Inn- ova gefur stjórnendum góða yfirsýn yfir það sem er að gerast í vinnslunni hverju sinni, ásamt því að geta stýrt vinnsluflæðinu með tilliti til hráefnis og pantana. Hugbúnaðurinn heldur einnig utanum gæðamál og rekjan- leika afurða í gegnum vinnsluna. Þá er hægt að fylgjast með flokkun af- urða, nýtingu og afköstum í gegnum Innova hugbúnaðinn. Stærsta verkefnið í Grundarfirði Allar fiskvinnslurnar á Snæfellsnesi hafa hluta af slíku hugbúnaðarkerfi og flest allar heildarkerfi sem gefur stjórnendum heildarsýn yfir fram- leiðsluna. Valdimar segir nú mjög stórt verkefni í gangi á Snæfellsnesi. „Það er eitt stórt verkefni í gangi og er það hjá fiskvinnslu Guðmund- ar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Þetta er eitt stærsta einstaka verkefni sem Marel hefur ráðist í hér á landi. Hefur það átt langan aðdraganda með miklum undirbúningi beggja aðila. Fyrirtækið mun setja af stað vinnslu í nýjum húsakynnum GRun næsta haust þar sem mikið af búnaði verður frá Marel. Þar má nefna heil- fiskflokkara, pökkunarflokkara fyr- ir ferskar afurðir og flokkara fyrir frosnar afurðir. Þá verður einnig tek- in í notkun ný FleXitrim snyrtilína sem er sérstaklega útbúin til að með- höndla heil flök og raða þeim inn á FleXicut vatnsskurðarvélina. Bylting í fiskvinnslu FleXicut vélin er talin ein mesta tæknibylting sem hefur átt sér stað í hvítfisksvinnslu síðan flökunarvél- arnar komu á sínum tíma. „Þessar vélar hafa gjörbylt hefðbundinni fisk- vinnslu og eru klárlega hluti af fjórðu iðnbyltingunni sem er að eiga sér stað núna. Þá er hugbúnaðurinn sem stýrir FleXicut vinnslukerfinu einn mikilvægasti þátturinn í framþró- uninni. FleXicut vatnsskurðarvél- in notast við röntgenmyndgreiningu til að finna beingarðinn í flakinu og bein fyrir utan beingarð. Þá sker vél- in beingarðinn úr flökum og hlut- ar það niður útfrá fyrirfram gefnum forsendum og út frá verðmætum af- urða. Þannig næst að hámarka verð- mæti hvers flaks með bestunarfor- riti sem er í vélinni. Ef laus bein eru í flakinu fyrir utan beingarðsbein, þá sker vélin flakið niður en hafnar síðan bitanum með beini fyrir aftan vélina, þar sem starfsmaður tekur við bitan- um og fjarlægir beinið. Þá sendir vél- in einnig skilaboð inn á skjástöð hjá starfsmanninum sem snyrtir flakið og lætur hann vita af beininu sem hon- um yfirsást. Með þessu móti er kom- in sjálfvirk gæðaskoðun á hvert flak er varðar bein sem eru ekki æskileg í lokaafurð,“ segir Valdimar. Guð- mundur Runólfsson hf. mun vera með tvær FleXicut vatnsskurðarvél- ar í nýju vinnslunni og verður önnur vélin útbúin sérstaklega fyrir karfa- flök, en hin fyrir þorsk, ýsu og ufsa. Þá verða pökkunarflokkarar útbún- ir með sjálfvirkri kassafrátöku sem sér um að merkja kassa með viðeig- andi upplýsingum útfrá þeim afurð- um sem er pakkað á flokkara. Samstarf við greinina forsenda framfara Valdimar segir það mikilvægt að vinna með íslenskum fiskframleið- endum og samstarf milli Marel og íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eins og GRun skipti gríðarlegu máli fyr- ir framþróun á tækni og búnaði. „Slíkt samstarf nýtist báðum aðilum til virðisauka og fiskframleiðend- um aukinni hagræðingu með meiri tækni. Marel nær að þróa lausnir sem hægt er að nýta áfram hjá fleiri aðilum. Það er lykilatriði við fram- leiðslu á vél- og hugbúnaði að það nýtist á fleiri stöðum til að kostn- aður við vöruþróunina skili sér til langs tíma. Tækninni hefur fleytt hratt fram undanfarin ár og hafa íslenskir fiskframleiðendur notið góðs af nálægðinni við tækjafram- leiðendur sem eru margir hverjir hér á landi. Fjórða iðnbyltingin mun kalla á margar nýjar áskoranir fyrir fisk- vinnslurnar sem byggist á auk- inni tækni, gervigreind og aukn- um gagnaupplýsingum á mun meiri hraða en áður hefur sést. Því er mikilvægt að eiga trausta samstarfs- aðila til að leysa þær áskoranir sem eru á næsta leiti. Það er von okkar í Marel að geta unnið með og þjónu- stað fiskvinnslur á Snæfellsnesi um ókomna tíð og viljum við óska sjó- mönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn,“ segir Valdi- mar Gunnar að endingu. af Fyrrum sjómaður sem starfar nú sem alþjóðlegur sölustjóri í fiski hjá Marel Valdimar Gunnar Sigurðsson. Með væna lúðu um borði í Sigurvík SH árið 1996. Af frystitogara yfir á kajak Garðar og Una með hóp af glöðum ræðurum á fallegu vorkvöldi í apríl. Garðar Hafstseinsson og Una Rut Jónsdóttir. Þegar aðstæður eru góðar þá er fátt betra en að róa á spegilsléttum sjónum undir stæðilegu Kirkjufellinu. Una Rut eftir einn róðurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.