Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 62

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 62
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201862 Akranes - Allir með! Takk fyrir allan stuðninginn, heillaóskirnar og atkvæðin Skagamenn! Frambjóðendur Samfylkingarinnar á Akranesi ÞÖKKUM GÓÐAN STUÐNING Í BÆJARSTJÓRNARKOSNINGUNUM Á LAUGARDAGINN Sumaropnun Pakkhússins í Snæ- fellsbæ hófst um hvítasunnuhelg- ina. Í Pakkhúsinu er handverks- hópur Snæfellsbæjar með aðstöðu og selur þar handverk sitt ásamt því að sjá um að selja inn á safnið sem staðsett er á efri hæð hússins og annað sem til fellur. Er þetta ní- unda árið sem sumaropnun hússins er með þessum hætti og hefur þetta fyrirkomulag sett skemmtilegan svip á bæinn. Þegar ljósmyndari leit við um síðustu helgi til að skoða fallegt handverkið í Pakkhúsinu voru ekki margir gestir á ferli. Stelpurnar úr handverkshópnum sem voru á vakt létu það þó ekki á sig fá og nýttu tímann vel og sátu og prjónuðu af krafti. Það er vel hægt að mæla með að heimsækja Pakkhúsið í sumar enda er þar mikið af fallegu hand- verki til að skoða eða kaupa, einn- ig er mjög gaman að skoða safnið á efri hæðinni. þa Sumaropnun í Pakkhúsinu í Ólafsvík Heilsupistill Steinunnar Evu Eitt af því sem ég fæ oft að heyra þegar jákvæð sálfræði berst í tal, er að það sé nú óttaleg vitleysa að allt þurfi að vera jákvætt allan tímann. Þegar ég tek undir það dettur sam- talið reyndar fljótt upp fyrir, kannski af því fólkið átti von á að ég færi að þrasa um þetta. En það er alveg hár- rétt að það er ekki æskilegt að vera of jákvæður, enda er það ekki það sem jákvæð sálfræði gengur út á. Hún er vísindin um hvað gengur vel og virkar vel hjá okkur mannfólki. Niðurstaðan er skiljanlega oft í takti við almenna skynsemi eða leiðbein- ingar sem hafa fylgt okkur í árþús- undir frá spekingum og spámönn- um, og jafnvel glænýjum sjálfshjálp- argúrúum, munurinn er bara sá að það sem sálfræðin hefur fram að færa er byggt á rannsóknum en ekki brjóstviti eða reynslu, þó það fari sem betur fer oft (en alls ekki allt- af) saman. Ástæðan fyrir því að það er ekki gott að vera of jákvæð er að þau sem eru alltaf jákvæð og bjartsýn myndu til dæmis ekki leita læknis vegna einkenna, ekki tékka á fall- hlífinni áður en þau stökkva og svo framvegs því þetta „verður örugg- lega allt í lagi.“ Fólk sem er hins- vegar stöðugt neikvætt og svartsýnt myndi líklega ekki fara í flugvél yf- irhöfuð, en það að vera hóflega já- kvæð og bjartsýn er það sem reyn- ist best, nánar tiltekið er heppileg- asta hlutfallið þegar fólk er þrisvar sinnum oftar jákvætt en neikvætt. Þetta hefur verið mælt í allskonar kringumstæðum hreinlega með því að greina samræður og viðtöl, bæði í fyrirtækjum og í sjónvarpi og telja hve oft fólk segir jákvæða eða nei- kvæða hluti um íþróttaliðið sem það þjálfar, starfsfólkið sitt, samstarfs- fólk eða nemendur. Samhljóma nið- urstaða er að þetta tiltekna hlutfall spái velgengni og góðum árangri til dæmis í íþrótt eða viðskiptum, en lægra hlutfall spáir á sama hátt fyrir slæmu gengi og tapi. Þegar samtöl hjóna eru greind er hægt að spá með talsverðu öryggi um hve lengi hjónabandið muni vara og þar er ekki nóg að hafa þrenn já- kvæð ummæli á móti einu neikvæðu heldur er æskilegra að hlutfallið sé fimm á móti einu, telji nú hver fyr- ir sig. Ef hjón eru nærri hlutfallinu eitt á móti einu eru mestar líkur á að sambandið sé dauðadæmt og eigi stutt eftir. Það að það er ekki nóg að hafa eitt jákvætt á móti einu neikvæðu skýrist af því að það nei- kvæða hefur meira vægi. Leikarar kannast við það hvernig einn slæm- ur dómur drepur gleðina af fleiri já- kvæðum. Þetta er innbyggt í okkur og hefur stuðlað að afkomu mann- skyns en fyrir gott líf hvers einstak- lings er betra að gleðjast. Það eru ekki nýjar fréttir, Predikarinn skrif- aði fyrir um 2000 árum: „Og ég lof- aði gleðina því að ekkert betra er til fyrir manninn undir sólinni en að eta og drekka og vera glaður.“ (8:15). Margir líta þannig á að það sé það sama að vera raunsær og vera svart- sýnn, það að horfa bjartsýnum aug- um á framtíðina sé hálfgerður kjána- skapur og draumórar, það sé best að búast við hinu versta. Læknar höfðu hér áður fyrr miklar áhyggjur af því að vekja vonir hjá sjúklingum, en hafa sem betur ferið áttað sig á því fyrir löngu að án vonar er ólíklegt að fólk geri það sem það þarf til að halda eða ná heilsu. Ráð mitt er því einfalt eins og oftast: Vertu jákvæð/ur og bjart- sýn/n 75% tímans og þér mun farn- ast vel! Steinunn Eva Þórðardóttir. Við verðum bara að vera 75% jákvæð Hæfilegt hlutfall brosa, 3:1. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.