Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 66

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 66
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201866 Eftirfarandi athugasemdir ósk- ast birtar vegna opins bréfs Eyjólfs Ingva Bjarnasonar til sveitarstjórn- ar Dalabyggðar dags. 21. maí 2018 og birtist á Facebook síðunni Íbú- ar Dalabyggðar og í Skessuhorni. Í bréfi Eyjólfs Ingva eru nokkur atriði sem eru ýmist misvísandi eða röng. Verða þau ekki réttari þó þau séu endurtekin aftur og aftur. 1. Almennt tekur sveitarstjórn til umfjöllunar þau erindi sem henni berast og væntanlega verður sá hátt- ur einnig hafður á í nýrri sveitar- stjórn. Fulltrúi Arnarlóns ehf. gerði athuga- semdir við afgreiðslu sveitarstjórnar frá 17. apríl sl. með tölvupósti dags. 20. apríl sl. sem beint er til sveitar- stjórnar og óskað eftir formlegum fundi. Þann 13. maí leggur síðan fulltrúi Arnarlóns ehf. fram tillögu sem sýnist koma til móts við skilyrði sveitarstjórnar sem sett voru fram í desember 2017 og hafa áður verið kynnt. Það væri í hæsta máta óeðlileg stjórn- sýsla að taka málið ekki til umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar. Sveitar- stjórn er kosin til fjögurra ára í senn og ber skylda til að rækja hlutverk sitt. Umboð sitjandi sveitarstjórn- armanna er jafn gilt og ábyrgð jafn mikil daginn fyrir kosningar og dag- inn sem sveitarstjórnin hóf störf. 2. Rétt er að Sælingsdalstunga sé lögbýli og bújörð. Í gildi er leigu- samningur sem gildir til 15. júní 2028. Aðilar geta sagt upp samn- ingnum og skal það þá gert um ára- mót með a.m.k. 18 mánaða fyrirvara. Ekki er um að ræða ábúðarsamning og því á leigutaki ekki forkaupsrétt að jörðinni. 3. Rétt er að í lögum um rannsókn- ir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998 er ákvæði um forkaupsrétt ríkisins að jörðum með jarðhitarétt- indi. Ætla má að hægt sé að selja heitt vatn frá hitaveitunni á Laugum fyrir 6 – 7 millj. kr. á ári ef gert er ráð fyr- ir að t.d. sundlaug sé í fullum rekstri allt árið. Ekki er raunhæft að bæta við mörgum notendum á veituna eins og hún er. Heitavatnsréttind- in á Laugum eru góð eign meðan allt gengur vel en síðri þegar kemur að stórfelldri endurnýjun s.s. borun nýrrar vinnsluholu sem getur kost- að hundruðir milljóna. Ríkið met- ur hvort það vilji nýta forkaupsrétt þegar fyrir liggur hvort gengið verð- ur til samninga um sölu. 4. Sveitarstjóri hefur átt ágæt sam- skipti við meðeiganda Dalabyggðar að Laugum við gerð deiliskipulags og við undirbúning sölunnar enda ýmislegt sem taka hefur þurft tillit til s.s. ófullgerðir samningar sem gerð- ir voru áður en Dalabyggð eignað- ist hlut í Laugum. Hefur verið tek- ið fullt tillit til hagsmuna meðeig- anda. Fasteignasalinn hefur kannað hug meðeiganda til hugsanlegs for- kaupsréttar. Ekki kom fram áhugi í þeim viðræðum. 5. Fyrirspurn Jóns Egils Jóhanns- sonar varðandi hugsanlegan áhuga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á eignum Dalabyggðar var svarað á íbúafundi að höfðu samráði við endurskoð- anda. Jöfnunarsjóður hefur staðfest að sala fasteigna Dalabyggðar muni ekki hafa áhrif á framlög Jöfnunar- sjóðs. Við útreikning framlaga til sveitarfélagsins er tekið tillit til ým- issa breyta svo sem íbúafjölda o.fl. Þá er tekið tilliti til skatttekna þ.e. útsvars og fasteignaskattstekna en ekki er horft til eigna eða skulda. Sveitarstjórn og sveitarstjóri Dala- byggðar Athugasemdir vegna málefna Lauga Pennagrein Sumarlestur fyrir börn er að hefj- ast á Bókasafni Akraness og stendur yfir í sumar. Sumarlestur er lestrar- hvetjandi verkefni miðað að börnum á aldrinum 6-12 ára. 5 ára börnum er líka heimilt að taka þátt, ef þau hafa öðlast færni í lestri. „Markmiðið með sumarlestri er að hvetja börn til lest- urs, til að njóta góðra bóka og ekki síður til að viðhalda og auka færni sína í lestri milli skólaára. Börnin skrá sig til leiks frá 1. júní og lestr- inum lýkur 10. ágúst. Þema í ár er Ís- land 1918-2018. Þegar börnin skrá sig til þátttöku í sumarlesturinn fá þau afhenta lestrardagbók. Í hana skrá þau þær bækur sem þau lesa í sumar. Börnin fá stimpil í dagbókina sína og setja „bókamiða“ á Íslands- kortið. Fyrir hverja 5 til 10 bækur lesnar fá börnin að velja sér „dót úr dótakassanum“. Þátttakendur skrá sig á bókasafninu og allir geta ver- ið með. Þátttaka er ókeypis. Viku- lega verður birt stutt viðtal við Les- ara vikunar í Skessuhorninu. Húll- um-hæ lokahátíð er 15. ágúst kl. 14 og þá verður happadrætti og farið í leiki,“ segir Halldóra Jónsdóttir bæj- arbókavörður. Þá býður Bókasafn Akraness börn- um á aldrinum tíu (f. 2008) til fjór- tán ára að taka þátt í ritsmiðju dagana 11.-14. júní, kl. 9:30-12.00 Leið- beinandi verður Eva Rún Þorgeirs- dóttir rithöfundur og til aðstoðar verður Ásta Björnsdóttir, bókavörð- ur. Í ritsmiðjunni læra þátttakend- ur hvaðan hugmyndirnar koma og hvernig við vinnum úr þeim sögur, að búa til fjölbreyttar sögupersónur, að búa til söguframvindu; byrjun, miðju og endi á sögu og að fá hug- myndir og skrifa með öðrumi í hóp og sem einstaklingar. Skráning og upplýsingar eru á Bókasafni Akraness, Dalbraut 1, sími 433 1200. Ekkert þátttökugjald, en nauðsynlegt að mæta alla daga. Há- marksfjöldi á námskeiðið er um 15 börn. mm Sumarlestur og ritsmiðja á Bókasafni Akraness Frá lokahátíð Sumarlesturs í fyrra. Eva Rún Þorgeirsdóttir verður leiðbeinandi í ritsmiðjunni. Í tilefni af 100 ára fullveldisaf- mæli Íslands verður sýning um þátt kvenna í landbúnaði síðustu 100 árin sett upp í Halldórsfjósi á Hvanneyri. Sýningin er samstarfs- verkefni Landbúnaðarsafns Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Kvenfélagsins 19. júní sem einnig á afmæli í ár en þetta fjölmennasta kvenfélag Borgarfjarðar fyllir nú 80 árin. Sýningin hefur hlotið styrki úr Fullveldissjóði, Uppbyggingar- sjóði Vesturlands og frá atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu. Opnunardagur sýningarinnar verð- ur á Hvanneyrarhátíð laugardaginn 7. júlí næstkomandi og mun sýning- in standa út sumarið. Leitað til Borgfirðinga og brottfluttra Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á mikilvægan og fjölbreyttan þátt kvenna í landbúnaði en sá þáttur hefur oft farið dult í umræðunni um íslenskan landbúnað í gegnum árin. Á sýningunni verða myndir og frá- sagnir sem gera störfum og stöðu kvenna skil yfir þetta tímabil og er stefna vinnuhópsins sem stend- ur að sýningunni að leggja áherslu á borgfirskar sögur þó aðrar séu að sjálfsögðu velkomnar líka. Því leitar vinnuhópurinn nú til Borgfirðinga og brottfluttra: Hefur þú áhuga- verða og landbúnaðartengda sögu að segja af þér, mömmu, ömmu, frænku eða vinkonu frá árunum 1918 - 2018? Átt þú mynd(ir) af konum úr fjölskyldunni eða vina- hópnum frá þessum tíma sem tengj- ast umfjöllunarefni sýningarinnar? Ef svo er þá tekur vinnuhópurinn fegins hendi við hvers lags upplýs- ingum, gögnum og ábendingum. Hægt er að hafa samband við Ragnhildi Helgu, safnstjóra Land- búnaðarsafnsins, á netfangið ragn- hildurhj@lbhi.is, við Álfheiði Sverr- is, fulltrúa Landbúnaðarháskóla Ís- lands í vinnuhópnum, á netfang- ið alfheidursverris@lbhi.is eða við Önnu Heiðu Baldursdóttur, sýn- ingarstjóra, á netfangið ahb9@hi.is. glh Sýningin ,,Konur í landbúnaði í 100 ár“ opnuð á Hvanneyrarhátíð í sumar Kaupakonur á Hvanneyri. Ljósm. úr safni Landbúnaðarháskóla Íslands. Tónlistarkonan María Magnús- dóttir verður á ferðalagi um Vest- urland í lok júnímánaðar með hljómsveit sinni MIMRA sem er þriggja kvenna band úr Garðabæ. Með tónleikunum eru þær að fylgja eftir plötu sinni Sinking Island sem kom út seint á síðasta ári en tón- list þeirra hefur jafnframt verið lýst sem einlægri og aðgengilegri folk popptónlist. Þær ætla m.a. að flytja tónlist sína á Brúarási í Borgarfirði og einnig vera með pop-up tónlist- aratriði í Akranesvita. Allar upplýsingar um tónleikaröð MIMRA má finna á Facebook síðu hljómsveitarinnar og sömuleið- is má fylgjast með tónleikaferða- lagi þeirra um landið á samfélags- miðlum undir skámerkinu #Mimr- aRoadtripTour. glh Tónleikar á Vesturlandi María Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.