Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 23 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Sjómannadagurinn er alltaf haldinn hátíðlegur í Grundarfirði og hefur dagurinn náð að teygja sig yfir alla helgina. Á föstudegin- um heimsóttu sjómenn krakkana á leikskólanum Sólvöllum og sýndu þeim fiska. Á laugardeginum var mikil hátíðardagskrá en veðrið setti örlítinn svip á daginn. Fólk byrjaði á að koma sam- an í krakkasprelli í Vélsmiðju Grundarfjarðar þar sem keppt var í ýmsum skemmtilegum greinum eins og pokahlaupi. Næst átti að fara í siglingu með Hring SH en hún féll niður vegna veð- urs. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á svæðið og sýndi björgun úr sjó. Því næst var dagskráin færð af hafnarsvæðinu í skjól þar sem áhafnir kepptu í ýmsum þrautum. Að lokum var farið inn í íþróttahús þar sem spilaður var fótboltaleikur, sjómenn gegn sjómannskonum. Konurnar klæddust hefðbundnum skóm en sjómenn ullarsokkum sem gerði völlinn heldur sleipan fyrir þá. Konurnar unnu glæsilega með fimm mörkum gegn þremur. Á sunnudaginn var hefðbundin sjómannadagsmessa og sjómanna- dagskaffi í boði kvenfélagsins Gleym mér ei. arg/Ljósm. tfk Sjómannadagshelgin í Grundarfirði: Veðrið setti strik í reikninginn Sjómannadagurinn í Stykkishólmi fór fram með heldur ró- legu móti í ár. Hefðbundin sjómannadagsmessa var í Stykk- ishólmskirkju þar sem Ragnar Ragnarsson var heiðraður. Ragnar var á sjó í 51 ár og lengst af sem stýrimaður á fiski- skipum í Stykkishólmi og flóabátnum Baldri. Ragnar er gift- ur Jóhönnu Gústafsdóttur og þau hjón hafa verið búsett í Stykkishólmi nær alla tíð. Þá var Björgunarsveitin Berserkir einnig heiðruð. Lúðrasveit Tónlistarskólans í Stykkishólmi tók nokkur lög fyrir gesti og sjómenn sýndu hvernig á að blása upp björgunarsveitarbáta. Þá var björgunarsveitin með kaffisölu í húsnæði sveitarinnar og voru það sjómannskonur sem gáfu kökur á borðið. arg/ Ljósm. sá Sjómannadagurinn í Stykkishólmi: Hátíð með rólegra móti Lúðrasveit Tónlistarskóla Stykkishólms. Sjómenn sýndu hvernig björgunarbátar eru blásnir upp.Einar Þór Strand tók við blómum fyrir hönd björgunarsveitarinnar. Margt var um manninn á kaffisölu Björgunarsveitarinnar. Ragnar Ragnarsson var heiðraður í Stykkishólmskirkju. Oddur Hrannar Oddsson, formaður sjómannadagsráðs, og Dagbjört Höskuldsdóttir sáu um heiðrunina. Á myndinni frá vinstri: Oddur Hrannar Oddsson, Jóhanna Gústafsdóttir, Ragnar Ragnarsson og Dagbjört Höskuldsdóttir. Keppt var í hinum ýmsu þrautum og hérna er Ragnar Smári Guð- mundsson að koma úr ísbaði fyrir lið Ragnars og Ásgeirs ehf. Lið Farsæls SH leysti ískars þrautina með sóma. Það var krakkasprell í Vélsmiðju Grundarfjarðar þar sem keppt var í ýmsum greinum. Það verður að teljast líklegt að þessi hafi verið dæmdur úr leik sökum aldurs. Steinar Áslaugsson sá um að grilla pylsur fyrir gesti og gangandi. Hér eru þeir félagarnir Vignir Már Runólfsson og Guðmundur Njáll Þórðarson að keppa fyrir lið Líkamsræktarinnar. Sigmaður þyrlunnar nálgast sjómenn í hafinu. Krakkarnir á Sólvöllum voru mjög ánægðir þegar sjómenn komu og sýndu þeim fiskana sem þeir veiða.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.