Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 201824 er að eiga við myndir og jafnvel búa til nýjar myndir með því að setja margar ljósmyndir saman. „Ég fékk mér bara Photoshop og svo byrjaði ég að pota í þetta sem er ofsalega skemmtilegt,“ segir hún brött. „Ég hef ekki farið á námskeið eða neitt slíkt heldur unnið mig áfram í þessu sjálf. Ef mig vantar að finna út úr einhverju þá finn ég það á netinu.“ Helst reynir Þórdís að nota sínar eigin myndir þegar hún notast við myndvinnsluforrit til að búa til eitt heilstætt verk. „Ég legg mér alltaf grunn fyrst sem er ávallt mín eig- in ljósmynd en svo vantar oft fyrir- sætur og annað til. Þá fer ég á Inter- netið og sæki mér ókeypis myndir,“ segir Þórdís þegar hún talar um að setja saman myndir og þær áskoran- ir sem því fylgir en reynir þó eftir bestu getu að nota myndir úr einka- safni. Erfði kirkjumyndir frá móður sinni Þórdís erfði kirkjumyndir frá móð- ur sinni sem hún hafði tekið um tíð- ina og mætti segja að það hafi óvart verið upphaf af skemmtilegu verk- efni. „Ég tók við safninu hennar mömmu, hún var nú ekki búin að mynda margar kirkjur en það var vissulega hún sem kveikti á þessum áhuga og nú í dag á ég orðið mynd- ir af næstum öllum kirkjum á land- inu,“ segir Þórdís stolt. Á Íslandi eru yfir 350 kirkjur sem eru dreifðar vítt og breitt um land- ið og því verðugt verkefni að ætla sér að ná myndum af hverri einustu kirkju. „Mig vantar bara fimm til sex kirkjur ef ég tel rétt, en þær kirkjur sem ég á eftir eru heldur óaðgengi- legar eins og til dæmis kirkjan á Papey eða Flateyjarkirkja á Skjálf- anda. Ég hef bara ekki komist þang- að enn. Mig langar að klára þetta verkefni. Við hjónin erum einmitt að spá í að fara til Grímseyjar í sum- ar. Þá ætla ég að bæta Grímseyjar- kirkju í safnið. Þetta er allt rosalega skemmtilegt,“ segir Þórdís bjartsýn að lokum. glh Byggðaráð Borgarbyggðar sam- þykkti í fyrri mánuði að fjárfesta í svokölluðum ærslabelg. Ærslabelg- ur er niðurgrafinn og uppblásinn belgur ætlaður fyrir börn og fólk á öllum aldri til að hoppa og leika sér á. Á vef Borgarbyggðar segir að búið hafi verið að finna belgnum stað við Arnarklett í Borgarnesi, en við nánari skoðun hafi komið í ljós að sú staðsetning hentaði illa hvað varðar stærð, undirlag og aðgengi að rafmagni. Ærslabelgnum hefur nú verið fundinn staður vestan við Íþróttamiðstöðina. Meðfylgjandi mynd var tekin sama kvöld og lofti var hleypt undir belginn og augljóst að krakkarnir voru spenntir fyrir að nýta sér þessa nýju afþreyingu. arg Ærslabelgur kominn við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi Ærslabelgurinn var blásinn upp í Borgarnesi 31. maí sl. Hann er staðsettur á milli sundlaugarinnar í Borgarnesi og fótboltavallarins. Krakkarnir á myndinni heita: Elín, Ólöf Ösp, Kristján Páll og Sævar. ósm. glh. Nú geta hoppuþyrstir Grundfirð- ingar heldur betur glaðst yfir nýj- ustu framkvæmdum bæjarins. Búið er að setja upp svokallaðan ærsla- belg á túninu við íþróttahús bæjar- ins. Gleðibumban á vafalaust eftir að veita mikla ánægju meðal yngri kynslóðarinnar þó svo að einn og einn Grundfirðingur á besta aldri eigi eftir að laumast upp á belginn. Lofti var hleypt í belginn strax eft- ir helgina og voru krakkarnir ekki lengi að taka við sér og nýta bún- aðinn. Þá hefur kvenfélagið Gleym mér ei ákveðið að styrkja kaupin á belgnum. tfk Ærslabelgur í Grundarfirði Þórdís Björnsdóttir frá Akranesi hef- ur mikinn áhuga á ljósmyndun, en sá áhugi kviknaði ekki fyrir alvöru fyrr en árið 2005. „Þá fékk ég mér al- mennilega myndavél,“ segir Þórdís og hlær. „Ég var mikið í bútasaumi í gamla daga og var að taka dulítið af myndum af bútasauminum mínum en komst fljótt að því að myndavél- in sem ég átti þá var bara ekki nógu góð þannig að ég keypti mér nýja og fór þá að taka myndir af öðru líka. Það mætti segja að áhuginn á ljós- myndun hafi kviknað þannig,“ bæt- ir hún við. Tekur myndir af allskonar Það er ekki neitt eitt framar en ann- að sem Þórdísi þykir skemmtilegt að taka myndir af. Síðan hún uppfærði myndavélina sína þá byrjaði hún að taka landslagsmyndir en var fljót að auka fjölbreytni í myndefninu hjá sér, „Ég mynda allt mögulegt, byrj- aði mest á landslagi og hef líka tek- ið mikið af myndum á ferðalögum. Það mætti segja að ég taki allskon- ar myndir; götulíf, fugla og blóm til dæmis. Ekkert er meira uppáhalds en annað.“ Býr til í tölvunni mynd úr mörgum myndum Þórdís er ekkert feimin við tæknina og notast við myndvinnsluforrit á borð við Photoshop þar sem hægt „Ég fékk mér bara Photoshop“ Áhugaljósmyndarinn Þórdís á Akranesi ófeimin að nýta sér tæknina Þórdís Björnsdóttir. Hallgrímskirkja í Saurbæ í Hvalfirði. Ljósm. Þórdís. Eftir flóðið, samansett mynd úr mörgum myndum. Ljósm. Þórdís. Verk úr samsettum myndum til minn- ingar um móður sína. Ljósm. Þórdís. Unnin mynd úr Akraneshöfn. Þarna líkir Þórdís eftir vatnslitamyndum, en notar til þess ljósmyndir og tækni. íslenskir hestar. Ljósm. Þórdís.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.