Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 13.06.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 20182 Það er stór helgi framundan sem margir Íslendingar hafa eflaust beðið eftir. Ann- ars vegar spila Íslendingar sinn fyrsta leik á Heimsmeistaramóti karla í knatt- spyrnu á laugardaginn. Hins vegar er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga á sunnudaginn og af því tilefni er við hæfi að draga fram þjóðbúninginn, nú eða landsliðsbúninginn, og halda af stað í skrúðgöngu. Á morgun fimmtudag er spáð norð- austanátt 8-13 m/s og súld eða rign- ing á Norður- og Austurlandi. Hægari norðlæg átt og úrkomuminna í öðr- um landshlutum og hiti 5-15 stig, hlýj- ast á Suðausturlandi. Á föstudag er gert ráð fyrir norðlægri átt, víða 3-8 m/s og skýjað en þurrt að kalla norðanlands. Gert er ráð fyrir austlægri átt og dálítilli vætu um sunnanvert landið. Hiti 2-10 stig, hlýjast syðst. Gert er ráð fyrir Hægri suðlægri eða breytilegri átt og vætu í flestum landshlutum á laugardaginn. Heldur hlýnandi veður. Á sunnudaginn er spáð suðaustanátt og rigningu með köflum á Suður- og Vesturlandi en skýj- að og þurrt á norðaustanverðu landinu. Hiti 8-13 stig. Á mánudag er spáð norð- lægri eða breytilegri átt og rigningu eða súld með köflum í flestum landshlutum og það kólnar heldur. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns „Hver er hinn sanni sumarilmur?“ Lyktin af nýslegnu grasi sigraði með yf- irburðum og er það hinn sanni sumar- ilmur að mati 69% svarenda. 14% sögðu það vera lyktina sem kemur í hægviðri eftir úrkomu. 6% sögðu „grilllykt“ og 5% sögðu það vera blómaangan. Fæstir, eða 4% svarenda, sögðu lyktina af sólar- vörn vera hinn sanna sumarlykt. Í næstu viku er spurt: Hversu langt kemst landsliðið á HM karla í knattspyrnu? Þórunn Birna Guðmundsdóttir á Akra- nesi tók það skref að leiðrétta kyn sitt og segir frá því í blaði vikunnar. Þór- unn Birna er Vestlendingur vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is Ársskýrsla Heilbrigðisstofnun Vest- urlands fyrir árið 2017 var birt á vefsíðu stofnunarinnar um mánaða- mótin. Í skýrslunni má finna upp- lýsingar um helstu þætti starfsem- innar en það sem einkennir skýrsl- una er fjármagnsskortur til stofn- „Stofnunin hefur verið í svelti“ Brýn þörf á endurnýjun tækja fyrir 150 milljónir unarinnar og nauðsyn á uppfærslu tækjabúnaðar. Brýnt að endurnýja næstu árin Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir hef- ur starfað sem forstjóri HVE síð- an í febrúar á síðasta ári. Hún seg- ir starfsemina hafi gengið að mestu vel síðasta árið en þó mætti ganga betur. „Með samstilltu átaki stjórn- enda og starfsmanna tókst að halda rekstrinum nokkurn veginn innan fjárheimilda. Ljóst er að ekki verð- ur gengið lengra í hagræðingar- aðgerðum án þess að skerða þjón- ustu og hafa stjórnendur bent á það undanfarin ár að fjármagn skorti til rekstursins miðað við umfang og verkefni.“ Jóhanna Fjóla bind- ur jafnframt vonir að heilbrigðis- mál verði sett í enn frekari forgang. „Stofnunin hefur verið í svelti varð- andi framlög til endurnýjunar tækja og búnaðar í mörg ár. Fyrirliggjandi er tækjalisti upp á um 150 milljón- ir króna sem brýnt er að endurnýja á næstu þremur árum. Það er sóun á fjármunum þegar stofnanir þurfa að setja háar fjárhæðir í viðgerðir á gömlum tækjum til þess eins að lengja líf þeirra um einhver misseri vegna þess að ekki er til fé til að við- halda eðlilegri endurnýjun tækja,“ segir forstjórinn í ársskýrslunni. Neikvæð rekstrarniðurstaða Í skýrslunni segir að ljóst hafi ver- ið við gerð rekstraráætlunar fyr- ir árið 2017 að það yrði lítið rými fyrir óvænt fjárútlát og stjórnendur hefðu ekki annan kost en halda að sér höndum á öllum sviðum eitt árið enn. Þrengt hafi verið að rekstrinum síðan 2015 en það ár var reksturinn á núlli. Í lok árs 2016 var rekstrar- halli 40 milljónir. Helsta skýring- in að þessu er að það voru gerðir nýir kjarasamningar við lækna árinu áður og því hefur vantað 50 millj- ónir árlega í rekstrargrunninn. Þar að auki segir í skýrslunni að óvæntur kostnaður vegna tíðra bil- ana í tækjabúnaði sett strik í reikn- inginn og endurnýja þurfi gömul tæki sem hrundu. Miklir fjármunir fari í að gera við gömul tæki til að lengja líf þeirra, því ekki hafi feng- ist fjármagn til að viðhalda eðlilegri endurnýjun tækja. Sífellt erfiðara verði að finna leiðir til frekari hag- ræðingar án þess að skerða þjón- ustu. Niðurstaða ársins sýndi að rekstrarafkoma af reglulegri starf- semi var neikvæð um 12 milljónir króna eða 0,5% af tekjum. Heild- arfjöldi starfsmanna HVE í árslok 2017 var 422, þar af 337 konur og 85 karlar. glh/ Ljósm. úr safni. Verktakafyrirtækið Spennt ehf. í Reykjavík átti lægsta tilboð í bygg- ingu fimleikahúss við Vesturgötu á Akranesi, 607 milljónir króna. Var tilboð fyrirtækisins 40 milljónum lægra en næstlægsta boð, að því er fram kemur í fundargerð skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaup- staðar. Alls bárust sex tilboð, þau voru eftirfarandi: 1. Þingvangur ehf., 773.136.873 kr. 2. Munck Íslandi ehf., 658.493.786 kr. 3. Þarfaþing h/f., 737.313.018 kr. 4. Ístak h/f., 647.428.824 kr. 5. Spennt ehf., 607.513.985 kr. 6. Spennt ehf., frávikstilboð kr. 549.673.985 kr. Skipulags- og umhverfisráð fól sviðsstjóra að ganga til samninga við Spennt ehf. um verkið. Fim- leikahúsið við Vesturgötu á Akra- nesi verður 1.640 fermetrar að stærð og sambyggt íþróttahúsinu sem þar stendur. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið 12. júlí 2019. kgk Lægsta boð í fimleikahús var 600 milljónir Teikning af fyrirhuguðu fimleikahúsi við Vesturgötu á Akranesi, það er til hægri við íþróttahúsið sem fyrir er. Fráfarandi bæjarstjórn Snæfells- bæjar fundaði í síðasta sinn á mið- vikudaginn var. Þrautreyndir bæj- arstjórnarfulltrúar láta af störfum og nýtt fólk kemur inn í þeirra stað, eins og gengur og gerist. Kristján Þórðarson á Ölkeldu hættir eft- ir 16 ára setu í bæjarstjórn, fjög- ur kjörtímabil og Kristjana Her- mannsdóttir eftir tólf ár, eða þrjú kjörtímabil. Kristjana gegndi enn fremur stöðu forseta bæjarstjórnar á tímabili og hefur verið formaður bæjarráðs frá árinu 2010. „Það er því reynslumikið fólk sem hverf- ur á braut og kann Snæfellsbær því bestu þakkir fyrir góð störf,“ segir á vef Snæfellsbæjar. Fimmtudaginn 14. júní næstko- mandi tekur ný bæjarstjórn til star- fa. Hana skipa núverandi bæjarfull- trúar Björn Haraldur Hilmarsson, Fríða Sveinsdóttir, Júníana Björg Óttarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson og Svandís Jóna Sigurðarsdóttir, en Auður Kjartansdóttir og Mi- chael Gluszuk koma ný inn í bæ- jarstjórn. Bæjarstjóri verður áfram Kristinn Jónasson. kgk Reynslumikið bæjarstjórn- arfólk lætur af störfum Fráfarandi bæjarstjórn Snæfellsbæjar ásamt bæjarstjóra. F.v. í aftari röð eru Kris- tinn Jónasson bæjarstjóri, Júníana Björg Óttarsdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Björn Haraldur Hilmarsson, Rögnvaldur Ólafsson og Kristján Þórðarson. Fyrir framan þau standa Kristjana Hermannsdóttir og Svandís Jóna Sigurðardóttir. Ljósm. snb.is.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.