Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Page 4

Skessuhorn - 13.06.2018, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Sólin brennir nóttina Ég hef áður stært mig af því í leiðara hér í Skessuhorni að eiga auðvelt með að taka lit þegar geislar sólar fá að leika um húð mína. Sagði ég frá því í leiðara sl. sumar hvernig ég kasta af mér öllum klæðum og maka mig sólar- olíu ef sólin svo mikið sem gægist gegnum skýin. Hlýti ég þá engu viðvör- unum nærstaddra um að bera á mig sólarvörn. Svo brenn ég eins og nótt- in. Það sem liðið er þessu sumri verða seint taldir miklir sólskinstímar í ís- lenskri sögu. „Sú gula“, eins og vinur minn kallar hana alltaf og skellihlær, hefur varla látið sjá sig það sem af er sumarmánuðunum. Það breytir því ekki að hörund mitt er merkilega sólbrúnt. Ég fór nefnilega til Spánar um páskana með tengdafjölskyldunni og nýt enn góðs af því. Rétt eins og hér heima var ég borubrattur fyrsta daginn og datt ekki til hugar að maka á mig sólarvörn nr. 50 eins og eitthvað ungabarn. „Það er vörn nr. 6 í olíunni minni, það er miklu meira en nóg, það er ekki einu sinni heiðskírt,“ sagði ég. Svo brann ég. Og ekki nóg með það. Ég fékk sólarexem. Það var föstudagurinn langi og mig klæjaði mikið. Öll apótek voru lokuð yfir hátíðirnar eins og sann- kristnum Spánverjum sæmir. Ég þóttist ætla að harka af mér og skellti mér í sólbað en varð fljótlega að játa mig sigraðan vegna kláða. Ég öfundaði Jesú af því að hafa að minnsta kosti ekki verið með sólarexem þar sem hann stiknaði á krossinum forðum daga. Það hefði reyndar verið bráðfyndið að lesa í Biblíunni um krossfestan frelsarann að reyna að klóra sér á bakinu. Að öðrum kosti öfunda ég Jesúm ekki af píslum hans. Næstu dögum eyddi ég í hettupeysu, eða þar til ég komst í apótek og fékk smyrsl. Með kremtúpuna í hönd horfði ég öfundaraugum á Kristslíkneskið í stofunni. „Jesús hafði allavega lærisveina til að smyrja líkama sinn.“ Svo minnti ég mig á að hann hefði verið látinn við smurninguna, ég gæti þakkað fyrir að vera lifandi og hafa það almennt mjög gott. Síðan gluðaði ég mixt- úrunni á herðar mínar, makaði sólarolíu yfir og stökk smurður út á svalir. Svo brann ég. Þar með játaði ég mig endanlega sigraðan. Niðurlægður á líkama og sál gluðaði ég á mig sólarvörn fyrir viðkvæma húð sem apótekarinn spænski hafði prangað inn á mig. Svo lagðist ég í sólina og brann ei meir heldur safnaði lit sem ég bý enn að. Sannkallað sólarkraftaverk! P.S. Síðasta kvöldmáltíðin Til að vísa enn og aftur í Jesú langar mig að segja ykkur frá túnfisknum sem ég borðaði á spænsku steikhúsi síðasta kvöld ferðarinnar. Hann var mjög góður. Með kveðju og þökk fyrir lesturinn, Kristján Gauti Karlsson. Leiðari Fimm af sjö fráfarnadi sveitar- stjórnarfulltrúum í Dalabyggð hafa sent formlega kvörtun til sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- is og dómsmálaráðuneytis vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí síðastliðinn. Jóhannes Hauk- ur Hauksson, fráfarandi oddviti, er einn þeirra fimm sveitarstjórnar- fulltrúa sem sendu kvörtunina til ráðuneytanna. „Kvörtunin til sveit- arstjórnarráðuneytis lýtur að því hvernig staðið var að söfnun und- irskrifta þar sem sölunni á Laugum í Sælingsdal var mótmælt í aðdrag- anda kosninga. Sú söfnun var ekki lögmæt þar sem sveitarstjórn var ekki upplýst um málið fyrr en dag- inn sem listinn var afhentur. Þá var enginn ábyrgðarmaður fyrir söfnun undirskriftanna, eins og lög kveða á um og aðeins hafði hluti íbúa kost á að leggja nafn sitt við listann,“ segir Jóhannes í samtali við Skessuhorn. „Í öðru lagi er það staðreynd að sá sem afhenti okkur undirskriftar- listann tveimur dögum fyrir kosn- ingar hafði áður gefið kost á sér í sveitarstjórn. Annar frambjóðandi, sem einnig hafði gefið kost á sér, tók þátt í að safna undirskriftun- um. Það sem við erum að biðja inn- anríkisráðuneytið um er að kanna lögmæti þess að frambjóðendur í persónukjöri safni undirskriftum um eitthvað málefni í aðdraganda kosninga,“ segir hann. „Ekki boðleg vinnubrögð“ Jóhannes segir augljóst í huga frá- farandi sveitarstjórnarfulltrúanna að söfnun undirskriftanna tengist kosningunum með beinum hætti. „Það er augljóst í okkar huga að þetta tengdist kosningunum. Ekki höfðu allir kost á að skrifa und- ir heldur var farið á valda staði að safna undirskriftum. Sex af þeim sjö sem náðu kjöri til sveitarstjórn- ar skrifuðu undir listann. Við erum ekki að segja að þeir hafi allir stað- ið að undirskriftasfönuninni, en við vitum fyrir víst að tveir af ný- kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum gerðu það,“ segir Jóhannes. Enginn þeirra sveitarstjórnar- fulltrúa sem gáfu kost á sér áfram voru kjörnir. „Ég gaf ekki kost á mér til endurkjörs og er því ekki að þessu af því ég sé svekktur að hafa ekki verið áfram. Aftur á móti finnst mér óeðlilegt hvernig staðið var að þessum málum og það þykir fráfarandi sveitarstjórnarfulltrúum einnig. Það sem fyrir okkur vakir er að vekja máls á því að þetta eru ekki boðleg vinnubrögð og reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Þess vegna höfum við sent þessa kvörtun til ráðuneytanna,“ segir Jóhannes Haukur að end- ingu. kgk/ Ljósm. úr safni/ sm. Ráðuneytum send kvörtun vegna undirskriftasöfnunar Formgalli var á undirskriftalista sem afhentur var sveitarstjórn Dalabyggðar 24. maí síðastlið- inn og telst listinn því marklaus. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins frá því síðastlið- inn miðvikudag. Eins og greint var frá í Skessuhorni fékk sveitarstjórn listann afhentan fyrir fund sinn 24. maí. Höfðu 213 af 495 kjörgeng- um íbúum Dalabyggðar, 43%, lagt nafn sitt við ósk um almenna at- kvæðagreiðslu vegna sölu á Laug- um í Sælingsdal og jafnframt mót- mæli við því að sveitarfélagið veitti seljendalán. Niðurstaða fundar- ins var að vísa afgreiðslu málsins til nýrrar sveitarstjórnar. Nú hefur hins vegar komið á dag- inn að listinn telst marklaus, vegna formgalla við undirskriftasöfn- unina. „Þar sem ekki var farið að reglugerð um undirskriftasafnanir vegna almennra atkvæðagreiðslna samkvæmt sveitarstjórnarlögum er listinn marklaus,“ segir á vef Dala- byggðar. Þar segir enn fremur að sveitarstjórn hafi ekki verið upp- lýst um undirskriftasöfnunina fyrr en sama dag og listinn var afhent- ur. Hvorki hafi verið tilkynnt hverj- ir væru ábyrgðarmenn söfnunar- innar né tryggt að allir íbúar vissu um undirskriftasöfnunina og gæfist kostur á að rita nafn sitt. kgk Undirskriftalisti í Dölum marklaus Frá Laugum í Sælingsdal.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.