Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Síða 8

Skessuhorn - 13.06.2018, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 20188 Umsóknum í HÍ fjölgar LANDIÐ: Fjöldi umsókna sem bárust um bæði grunn- og framhaldsnám við Há- skóla Íslands í haust voru töluvert fleiri en í fyrra, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá skólanum. Aukn- ing umsókna um grunn- nám er á tólfta prósent og 12,5% aukning var á um- sóknum um framhaldsnám. Alls bárust 984 umsóknir um grunnnám á félagsvís- indasviði og þar af 160 um- sóknir um inngöngu í lög- fræði, sem er 40% aukn- ing milli ára. Flestar um- sóknir voru um grunnnám á heilbrigðisvísindasviði eða 1.285 talsins og þar af voru 60 umsóknir um nám í matvæla- og næringar- fræði sem er hátt í 80% aukning milli ára. Hugvís- indasviði bárust næstflestar umsóknir um grunnám eða 1.170. Alls bárust rúmlega 600 umsóknir um grunn- nám á menntavísinda- sviði og af þeim voru tæp- lega 80 umsóknir um leik- skólakennaranám, sem er um 60% aukning milli ára. Á verkfræði- og náttúru- vísindasvið bárust tæplega 900 umsóknir og var fjöld- un þar í öllum greinum og má þar nefna að umsókn- um um nám í rafmagns- og tölvuverkfræði fjölgaði um 40% milli ára. Umsókn- ir um framhaldsnám voru allt 3.183 talsins og þar af 1.200 umsóknir um nám við félagsvísindasvið, 650 umsóknir við menntavís- indasvið sem eru um 200 fleiri umsóknir en í fyrra. Því til viðbótar voru um- sóknir um framhaldsnám á þverfræðilegum námsleið- um í menntun framhalds- skólakennara um 150 tals- ins. -arg Stöðvaður í Kjós eftir ofsaakstur HVALFJ: Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu veitti öku- manni sem ók á ofsahraða eftirför aðfaranótt síðasta miðvikudags. Maðurinn ók á allt að 170-190 km hraða á klukkustund og er grun- aður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Glæfra- akstur mannsins teygði sig frá Miklubraut upp í Mos- fellsbæ, aftur til baka og því næst út fyrir bæjarmörkin. Náðist lokst að stöðva öku- manninn við Meðalfellsveg í Kjós. Þar var hann hand- tekinn og vistaður í fanga- klefa um nóttina. -arg Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur sett Magnús Guðmunds- son, forstjóra Landmælinga Íslands, tímabundið sem framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Umhverfisráðherra ákvað í janúar að láta gera óháða úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við lög um opinber fjármál. Ástæðan var sú að afkoma og rekstur þjóðgarðs- ins þótti ekki viðunandi. Úttekt ráð- gjafafyrirtækisins Capacent sýn- ir veruleg frávik í rekstri árið 2017 miðað við fjárheimildir. Núverandi framkvæmdastjóri Vantajökulsþjóðgarðs, Þórður H. Ólafsson, lætur af störfum sam- kvæmt samkomulagi hans og ráð- herra. Þórður verður sjötugur í haust. Settur framkvæmdastjóri í hans stað er sem fyrr segir Magn- ús Guðmundsson. Magnús hefur gegnt starfi forstjóra Landmælinga Íslands frá árinu 1999. Auk þess er hann formaður Knattspyrnufélags ÍA. Hann fer í ársleyfi frá Landmæl- ingum til að sinna nýja starfinu hjá Vatnajökulsþjóðgarði. kgk Magnús Guðmundsson settur fram- kvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs Magnús Guðmundsson. Ljósm. gbh. Fleiri vilja í verk- nám LANDIÐ: Samkvæmt tölum frá menntastofnun hafa rúm- lega 3800 nemendur skil- að inn umsóknum fyrir næsta skólaár. Allar líkur benda á fjölgun í verknámi og má greina að 17% þeirra sem sóttu um skólavist fyrir haustið hafi valið sér verknámsbraut- ir sem sitt fyrsta val. Fyrir ári innrituðust 12% nemenda á verk- eða starfsnámsbraut- ir. Að þessu sinni eru rafiðn- greinar og málm- og bygging- argreinar vinsælastar. „Þetta eru ánægjulegar fréttir. Við höfum beitt okkur fyrir því að styrkja iðn-, verk- og starfs- nám og kynna betur þá fjöl- breyttu námskosti sem bjóðast á framhaldsskólastiginu,“ seg- ir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Í fyrra innrituðust 65% nem- enda á bóknámsbraut, 12% nemenda á verk- eða starfs- námsbrautir, 5% nemenda á listnámsbrautir, og 18% á al- menna námsbraut eða fram- haldsskólabraut. -glh Aflatölur fyrir Vesturland dagana 2.-8. júní Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu Akranes: 17 bátar. Heildarlöndun: 42.602 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 7.250 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi: 15 bátar. Heildarlöndun: 42.683 kg. Mestur afli: Bárður SH: 14.354 kg í fjórum löndunum. Grundarfjörður: 15 bátar. Heildarlöndun: 159.253 kg. Mestur afli: Hringur SH: 57.744 kg í einni löndun. Ólafsvík: 31 bátur. Heildarlöndun: 157.195 kg. Mestur afli: Guðmundur Jensson SH: 43.637 kg í þrem- ur löndunum. Rif: 22 bátar. Heildarlöndun: 83.666 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 37.499 kg í þremur löndun- um. Stykkishólmur: 26 bátar. Heildarlöndun: 89.859 kg. Mestur afli: Jökull SH: 7.496 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH – GRU: 57.744 kg. 6. júní. 2. Helgi SH – GRU: 44.218 kg. 2. júní. 3. Bylgja VE – GRU: 33.193 kg. 7. júní. 4. Egill SH – ÓLA: 15.912 kg. 5. júní. 5. Guðmundur Jensson SH – ÓLA: 15.611 kg. 5. júní. -arg Undanfarin ár hefur Bald- ur Orri Rafnsson rekið pylsuvagninn Meistarann í Grundarfirði við góð- an orðstír. Nú hefur ör- lítil breyting orðið þar á, því Meistarinn heitir núna Mæstro Street Food. Einn- ig hefur útliti vagnsins ver- ið breytt lítillega. Í stað rauða vagnsins sem staðið hefur í Grundarfirði und- anfarin ár er vagninn núna svartur og stíhreinn. Góð- ur rómur hefur verið gerð- ur að þessari breytingu enda veitingarnar og mat- seðillinn lítið breyst. tfk Baldur Orri Rafnsson við vagninn góða. Mæstro opnaður í Grundarfirði Eins og greint var frá í Skessuhorni í síðustu viku verður B59 Hotel í Borgarnesi formlega opnað næst- komandi laugardag, 16. júní. Sama dag leikur íslenska karlalandsið- ið í knattspyrnu sinn fyrsta leik á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. „Við eigum von á fyrstu gestunum til okkar laugardaginn 16. júní og þann dag verður svona HM stemn- ing hjá okkur í tilefni leiks Íslands og Argentínu,“ sagði Jóel Salómon Hjálmarsson hótelstjóri í samtali við Skessuhorn. Hótelið, sem verður rekið af Capital Hótels, er fjögurra stjörnu lúxushótel með 81 herbergi, full- kominni heilsulind og líkamsrækt- araðstöðu. Föstudaginn 15. júní, daginn fyrir formlega opnum, verður blásið til opnunarpartís. Þá verður íbúum í Borgarnesi, Akra- nesi og nærsveitum boðið í heim- sókn og að skoða sig um á nýja hótelinu. Opna húsið hefst klukk- an 14:00. Léttar veitingar verða í boði og tónlistaratriði frá Hljóm- listarfélagi Borgarness. kgk Opnunarhátíð B59 Hotel á föstudag Hér má sjá íbúðablokkina nær en fjær í mynd er B59 Hotel í Borgarnesi. Ljósm. mm. Rekstur Reykhólahrepps var já- kvæður um 69,4 milljónir króna samkvæmt ársreikningi sem birt- ur hefur verið á vef sveitarfélags- ins. Niðurstaða A hluta var jákvæð um 44,4 milljónir. Rekstrartekjur A og B hluta sveitarfélagsins námu 596 milljónum á síðasta ári, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 455,4 milljónum. Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% á síðasta ári, sem er lög- bundið hámark. Álagning fasteig- naskatts í A flokki nam 0,5%, sem er lögbundið hámark, 1,32% í B flokki, sem er lögbundið hlutfall og 1,65% í C flokki sem er lögbundið hámark þess með álagi. Eignir Reykhólahrepps nema 696 milljónum króna og skuldir 179,2 milljónum. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2017 var 516,8 milljónir sam- kvæmt efnahagsreikningi. Eigið fé A hluta nam 430,7 milljónum. kgk/ Ljósm. úr safni/ sm. Afgangur af rekstri Reykhólahrepps

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.