Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Síða 10

Skessuhorn - 13.06.2018, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 201810 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur nú sam- þykkt breytt deiliskipulag vegna Vesturlandsvegar og byggir það á tillögu umhverfis- og skipulags- sviðs borgarinnar og Vegagerðar- innar. Í bókun með samþykkt þess segir að markmið framkvæmda og skipulagsins sé að vegurinn verði endurbættur til að auka umferð- aröryggi og greiða fyrir umferð. „Stefnt er að 2+1 vegi á stærstum hluta deiliskipulagsins og fækk- un tenginga við þjóðveginn með gerð hliðarvega,“ segir í fundar- gerð ráðsins. Sú staðreynd að deiliskipulag vegna endurbóta á Vesturlands- vegi hefur vantað, hefur tafið að ráðist hefur verið í nauðsynlegar framkvæmdir við veginn. Hann er nú talinn sá hættulegasti á land- inu miðað við umferðarþunga. Þar hafa orðið fjölmörg alvarleg slys og á þessu ári tvö banaslys, það síðara í liðinni viku þegar einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla skammt sem komu úr gagnstæðri átt á móts við Enni á Kjalarnesi. Háværar raddir urðu í kjölfar slyssins í þá veru að meðan akstursstefnur verði ekki aðgreind- ar sé nauðsynlegt að draga úr um- ferðarhraða um Vesturlandsveg. Á þessu ári er fyrirhugað að framkvæma fyrir 200 milljónir á vegarkaflanum frá Mosfellsbæ til Hvalfjarðarganga. Þeir pening- ar verða settir í nýtt hringtorg við iðnaðarhverfið á Esjumelum. Þá verða 100 milljónir af viðbót- arfé ríkisins til lagfæringa á veg- um í sumar notaðar til bráðavið- gerða á Vesturlandsvegi, einkum til að malbika í djúp hjólför. Aðr- ar framkvæmdir hafa ekki verið kynntar en í samgönguáætlun sem til stendur að birta í haust er þess beðið að verulegu fjármagni verði varið í að hefja tvöföldun Vestur- landsvegar. Boltinn er því hjá fjár- veitingavaldinu sem ekki getur lengur borið því við að skortur á skipulagi tefji málið. mm Nýtt og glæsilegt kaffihús var opn- að á Hellissandi á dögunum. Kaffi- húsið Gilsbakki, sem staðsett er við Höskuldarbraut, er rekið af þeim hjónum Önnu Þóru Böðvarsdótt- ur og Lúðvík Ver Smárasyni. Áður hefur Anna Þóra rekið Gamla Rif til margra ára en því er nú búið að breyta í gistihús. Húsnæði kaffihússins er sér- stakt fyrir margra hluta sakir. Sem dæmi má nefna að húsið er hannað og smíðað af Lúðvík en faðir hans, Smári Lúðvíksson, smíðaði hús- ið með honum og var það svo flutt þangað sem það stendur. Andrúms- loftið á þessu nýja kaffihúsi er mjög notalegt og heimilislegt og greini- legt að mikill metnaður var lagður í öll smáatriði, hvort sem var í smíð- inni eða innanstokksmunum. Á eftir hæð hússins er ætlunin að hafa jóga í framtíðinni ásamt ýmsu fleiru. Á matseðlinum eru ekki einung- is fjölbreyttir kaffidrykkir, gæða- kaffi, kökur og brauð heldur verður fiskisúpan fræga sem boðið var upp á í Gamla Rifi auðvitað á matseðl- inum. Aðspurð sagði Anna Þóra að sennilega væri helsta sérstaða kaffi- hússins sú að allt bakkelsið og brauð væri bakað á staðnum. Ætla hún og starfsstúlkurnar hennar tvær, þær Aníta Sif Pálsdóttir og Selma Marín Hjartardóttir, að standa vaktina frá 9 til 18 alla daga í sumar. Sagði Anna Þóra að hún myndi svo breyta opn- unartímanum í vetur og vera þá með opið þrjá daga í viku. Þá væri sjálf- sagt að hafa samband ef áhugi væri á að koma með hópa utan opnunar- tíma. „Bara hringja og panta,“ sagði hún áður en hún rauk í eldhúsið að huga að ofninum og sinna gestunum sem mættir voru. þa Kaffihúsið Gilsbakki opnað á Hellissandi Anna Þóra Böðvarsdóttir ásamt starfsstúlkum sínum á Kaffihúsinu Gilsbakka. F.v. Selma Marín Hjartardóttir, Anna Þóra og Aníta Sif Pálsdóttir. Það var léttskýjað og mild hafgola þriðjudaginn 5. júní þegar Veit- ur buðu Borgnesingum til opnun- arhátíðar við nýju fráveitustöðina í Brákarey. Gestum var boðið að skoða stöðina og þiggja veitingar. Framkvæmdir við nýja fráveitu hóf- ust árið 2006 og hafa staðið í rúm- an áratug en töfðust um hríð vegna gjaldþrots bankanna og afleiðinga þess. Í dag er stöðin komin á fullan skrið og um leið kemst Borgarbyggð í hóp þeirra sveitafélaga þar sem all- ir helstu byggðarkjarnar uppfylla kröfur um skólphreinsun. Nú þeg- ar eru fjórar lífrænar hreinsistöðv- ar Veitna og eru þær á Hvanneyri, Varmalandi, Reykholti og Bifröst. Auk þeirra framkvæmda í Borgar- nesi voru lögð ný stofnræsi um bæ- inn og tíu dælubrunnar sem dæla skólpi í hreinsistöðina frá gömlu út- rásunum, sem voru í fjöruborðinu. Frá stöðinni liggur 700 metra löng lögn í sjó fram. „Þetta er fagnaðardagur í frá- veitumálum hér í Borgarnesi,“ sagði Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitastjóri Borgarbyggðar, í ávarpi sem hann flutti. Inga Dóra Hrólfsdóttir, fram- kvæmdarstjóri Veitna, hélt einnig tölu en hún líkti þessu langa ferli við fíl. „Besta leiðin til að borða fíl er að taka einn bita í einu.“ Hún nefndi einnig að nú yrði fallega strandlengj- an við bæinn mun vistvænni. Ásamt því að fara yfir sögu framkvæmda þá brýndi hún fólk á mikilvægi góðrar umgengni svo stöðvarnar skili þeim árangri í umhverfismálum sem að er stefnt. Að því búnu var viðstöddum boðin tregt að gjöf sem á að hjálpa við að aðskilja olíur frá niðurföllum því þær fara illa í síurnar og getur sömuleiðis verið kostnaðarsamt að hreinsa úr skólpinu. Eftir athöfn var gestum boðið upp á samlokur og sætabrauð og drykki í Grímshúsi sem er staðsett við hlið nýju dælustöðvarinnar. Þar gat fólk sest niður og skoðað myndir sem birtust á skjávarpa frá framkvæmd- um síðustu ára. Nýja dælustöðin er sjálfstýrð en vöktuð frá Reykjavík. glh Fráveitustöð tekin í notkun í Borgarnesi Nýja fráveitustöðin í Brákarey í Borgarnesi. Gestir á opnunarhátíðinni hlýða á ræðuhöld. Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitastjóri Borgarbyggðar, heldur á tregt sem Veitur gáfu gestum og Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna. Gestir skoða síurnar í stöðinni. Síurnar í fráveitustöðinni sem einangra grófari efni frá skólpinu. Búið að samþykkja deiliskipu- lag vegna Vesturlandsvegar

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.