Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Qupperneq 11

Skessuhorn - 13.06.2018, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 11 SK ES SU H O R N 2 01 8 Svæðisstjóri Borgarnesi Vegagerðin auglýsir eftir öflugum einstaklingi til að taka við starfi svæðisstjóra vestursvæðis Vegagerðarinnar. Vestursvæðið nær yfir Vestfirði og Vesturland, allt frá Hvalfirði að Holtavörðuheiði. Svæðisstjóri hefur aðsetur í Borgarnesi. Hlutverk svæðisstjóra hjá Vegagerðinni er að hafa yfirumsjón með starfsemi svæðisins og framkvæmd á stefnu Vegagerðarinnar þar. Starfssvið Æðsti yfirmaður starfsmanna á svæðinu• Stjórnun á starfsemi og verkefnum svæðis• Áætlanagerð og fjármál svæðisins• Yfirumsjón með kaupum á ráðgjöf og útboði • verka á svæðisvísu Framkvæmd á viðhaldi og þjónustu vegakerfis • svæðisins Samskipti við opinbera aðila og hagsmunaaðila• Stefnumótun og seta í framkvæmdastjórn• Menntunar- og hæfniskröfur Meistarapróf í verkfræði eða sambærileg • menntun sem nýtist í starfi Farsæl reynsla af stjórnun• Þekking og reynsla á sviði mannvirkjagerðar• Skipulagshæfni, frumkvæði og hæfni til að • vinna sjálfstætt Framúrskarandi hæfni í mannlegum • samskiptum Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og • töluðu máli Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2018. Umsóknir berist Vegagerðinni á netfangið starf@vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem gerð eru til starfsins, þar með talið menntunar- og starfsferilsskrá. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veita Hreinn Haraldsson vegamálastjóri eða Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir mannauðsstjóri í síma 522-1000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. HÁÞRÝSTIÞVOTTUR Allt að 500 bör sími: 896-5801 • netfang: calli78@outlook.com Sími: 666 5110 smaprent@smaprent.is www.smaprent.is Smáprent Bolir í mörgum litum Við hönnum, prentum og merkjum fyrir þig og þína Slysavarnardeildin Helga Bárð- ardóttir í Snæfellsbæ ætlar að láta steypa styttuna Jöklarar, sem staðsett er í Sjómannagarðinum á Hellissandi, í brons. „Þetta er stytta sem slysavarnardeildin lét gera árið 1974 til minningar um fallna sjómenn. Ragnar Kjartans- son myndhöggvari gerði stytt- una á sínum tíma úr epoxý og átti það efni að vera varanlegt, sem nú hefur komið í ljós að það er ekki,“ segir Albína Helga Gunnarsdóttir, formaður Slysavarnardeildarinn- ar Helgu Bárðardóttur, í samtali við Skessuhorn. Ragnar kom að Hellissandi og gerði við styttuna fyrir um 10-15 árum síðan en það dugði ekki til og styttan er nú orð- in mjög illa farin. „Það eina sem gæti bjargað styttunni er að steypa hana í brons og er staðan nú orð- in svo slæm að það er annað hvort að gera þetta núna eða ekki,“ seg- ir Albína og bætir því við að þetta hafi staðið til í 25-30 ár. „Þetta er stytta sem hefur vakið mikla at- hygli og hefur mikið tilfinninga- legt gildi fyrir marga. Það er okk- ur því hjartans mál að geta varð- veitt hana,“ segir hún. Að steypa Jöklara í brons kost- ar skildinginn, en áætlaður kostn- aður er um sex og hálf milljón króna. „Við höfum alltaf verið með bankabók þar sem við söfn- um pening fyrir Slysavarnardeild- ina. Nú hefur safnast ágætis upp- hæð, eða um helmingur af kostn- aðinum við þetta verkefni,“ segir Albína. Ekki eru til tæki og tól hér á landi til verksins og verður stytt- an því flutt til Þýskalands. „Stytt- an fer út um miðjan ágúst og verð- ur því ekki haggað því það þarf að gera þetta núna til að bjarga henni. Ef við verðum ekki búin að safna fyrir þessu veðsetjum við okkur bara sjálf,“ segir Albína og hlær. „Ég er annars bjartsýn og hef fulla trú á að þetta takist, annars hefði ég aldrei lagt af stað í þetta verk- efni.“ Verður það Inga S. Ragn- arsdóttir, myndhöggvari og dóttir Ragnars Kjartanssonar, sem mun sjá um verkið. Þeim sem vilja leggja verk- efninu lið er bent á bent á reikn- ing: 0190-15-380046 kennitala: 661090-2009. arg Styttan Jöklarar, sem staðsett er í sjómannagarðinum á Hellissandi, er orðin ansi illa farin og stendur nú til að steypa hana í brons til að bjarga henni. Ljósm. fengin af vef Snæfellsbæjar. Jöklarar verða steyptir í brons

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.