Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Qupperneq 12

Skessuhorn - 13.06.2018, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 201812 Lionsklúbbur Stykkishólms kom færandi hendi á heilsugæslu Heil- brigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi á dögunum. Félags- menn færðu stofnuninni að gjöf önd- unarmæli, eða svokallaða spiromet- riu, sem mun nýtast við greiningu og meðferð sjúklinga með öndunar- færasjúkdóma. „Það er gott að vita til þess að félög eins og Lions láta gott af sér leiða fyrir fólkið í bænum. Við færum þeim bestu þakkir fyrir höfðingjalega gjöf,“ segir í tilkynn- ingu frá Brynju Reynisdóttur hj.fr og Kristni Loga Hallgrímssyni lækni á vefsíðu HVE. glh Gáfu heilsugæslunni í Stykkishólmi öndunarmæli Félagar úr Lionsklúbbi Stykkishólms ásamt starfsfólki heilsugæslunnar í Stykkishólmi. Ljósm. HVE. Á mánudag fór fram fyrsti fund- ur nýrrar bæjarstjórnar í Stykk- ishólmi. Nokkur mál voru þar á dagsskrá. Hrafnhildur Hallvarðs- dóttir oddviti H-listans var kosin forseti bæjarstjórnar og samþykkt að Jakob Björgvin Jakobsson yrði nýr bæjarstjóri Stykkishólmsbæj- ar. Hann er fæddur og uppalinn Hólmari sem flutti til Reykjavík- ur 16 ára gamall og snýr nú aftur á æskuslóðirnar. Jakob nam lögfræði við Háskólann í Reykjavík og hef- ur sinnt alls kyns lögmannsstörf- um síðan þá. „Það er mikið af nýju fólki í bæjarstjórn en líka mikið af reynslu til staðar. Við erum bjart- sýn á gott samstarf næstu fjögur árin,“ segir Hrafnhildur jákvæð um nýju bæjarstjórnina. Kjör í frekari nefndir var frestað því hugur er á að fækka þeim yfir og gera þær skilvirkari, að sögn Hrafnhildar. Næsti bæjarráðsfun- dur verður haldinn fimmtudaginn 14. júní en stefnt er að klára allar nefndaskipan fyrir 28. júní. glh/ Ljósm. sá. Ný bæjarstjórn ætlar að fækka nefndum Ný bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar ásamt nýjum bæjarstjóra. F.v. Þóra Stefáns- dóttir, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Ásmundur Sigurjón Guðmundsson, Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir, Jakob Björgvin Jakobsson, Haukur Garðarsson, Erla Friðriksdóttir og Lárus Ástmar Hannesson. Jakob Björgvin tók við lyklavöldum á skrif- stofu bæjarstjóra af Sturlu Böðvarssyni sem hefur verið bæjarstjóri síðustu fjögur ár. Grettir BA, skip Þörungaverk- smiðjunnar á Akranesi, strand- aði á grynningum skammt utan við Stykkishólm á tíunda tíman- um á mánudagskvöld. „Þetta gerð- ist svolítið fyrir háfjöru. Áhöfn skipsins beið eftir flóði og sigldi af stað heim á leið þegar flæddi und- an skipinu,“ segir Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverk- smiðjunnar, í samtali við Skessu- horn. Ástæða strandsins er sú að grynn- ingarnar sem skipið lenti á voru ranglega merktar inn á kort sem siglt var eftir. „Breiðafjörður er erfiðasta siglingasvæði á landinu. Um borð í Gretti er þrautþjálfuð áhöfn með ný siglingakort, en þessi grynning var ekki á réttum stað á kortinu. Verið er að kortleggja fjörðinn núna og sjómælingaskipið Baldur kom á staðinn og staðfesti að grynningarnar væru á vitlausum stað á kortinu. Ef ekki hefði verið siglt eftir korti heldur ferlum í sigl- ingatölvu skipsins hefði verið sveigt framhjá þessum grynningum,“ seg- ir hann. „En aðalatriðið er að það voru engin átök þegar þetta gerðist, all- ir heilir í áhöfninni og aldrei nein hætta á ferðum. Botninn reyndist auk þess vera mjúkur og skrúfan heil, engin merki um leka við fyrstu sín en ástand skipsins verður at- hugað betur. Skipið er einnig búið ákveðnum uggum, sitt hvorum megin við kjölinn eftir endilöngu skipinu þannig að ef það lendir á grynningum og þarf að bíða þá hef- ur það stuðning og leggst ekki á hliðina. Það var því bara beðið eftir flóðinu og siglt heim á leið,“ segir Finnur Árnason að endingu. kgk Grettir strandaði á Breiðafirði Grynningar ranglega merktar inn á kort Svipmynd frá strandstað. Á myndinni má sjá bæði Gretti BA og sjómælingaskipið Baldur. Ljósm. Haukur Páll Kristinsson. Tvisvar þurfti að kalla eftir sjúkrabíl og lækni á knattspyrnuleik sem fram fór á Hellissandi á sunnudag. Þar átt- ust við Snæfellsnes og Reynir/Víðir í 3. flokki karla. Tvö slys urðu og í bæði skipti voru leikmennirnir flutt- ir til aðhlynningar á Landspítalanum. Mbl greindi frá. Fyrst lentu tveir leikmenn í sam- stuði og var kallað á sjúkrabíl vegna þess. Skömmu síðar varð annað slys, þegar leikmaður hljóp á eftir bolt- anum og ætlaði að stöðva hann við endalínuna. Fór ekki betur en svo að piltinum tókst ekki að stöðva sjálfan sig. Fór hann nokkur skref út fyrir völlinn og endaði í hrauninu þar sem hann rak höfuðið í grjót. Sjúkrabíllinn sem kallað var eftir vegna fyrra atviksins var á leiðinni í burtu þegar seinna atvikið átti sér stað. Var bílnum snúið við og læknir- inn hlúði að leikmanninum sem lenti úti í hrauninu meðan beðið var eftir öðrum sjúkrabíl. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var síðan kölluð út vegna síðara atviksins og flutti hún leik- manninn til Reykjavíkur. kgk/ Ljósm. úr safni. Áhöfn vélarvana skemmtibáts sem staddur var á Breiðafirði óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar laust eftir klukkan níu á sunnudags- morgun. Stjórnstöð Gæslunnar kallaði út sjómælingabátinn Bald- ur, en áhöfn hans var við mælingar skammt frá Brjánslæk. Brást áhöfn Baldurs skjótt við og var komin á vettvang um hálfri klukkustund síðar. Áhöfn skemmtibátsins fór um borð í Baldur sem ferjaði það til hafnar á Bjárnslæk með vélarvana bátinn í eftirdragi. Sex voru um borð í skemmti- bátnum þegar vél hans missti aflið; fjórir fullorðnir og tvö börn. Ekk- ert amaði að fólkinu og engin hætta var á ferðum. Björgunin gekk vel og greiðlega fyrir sig. Baldur var kominn til hafnar á Brjánslæk með hópinn aðeins tæpri klukkustund eftir að útkallið barst. kgk Vélarvana bátur dreginn til hafnar Svipmynd frá vettvangi. Ljósm. Landhelgisgæslan. Tvö slys í sama leiknum

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.