Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 13.06.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 13 Skipulagsauglýsing Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 171. fundi sínum þann 7. júní 2018, samþykkt að auglýsa eftirfarandi: Miðnes í Borgarnesi – lýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, vegna þéttbýlisuppdráttar Borgarness. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall mun breytast á svæðinu. Málsmeðferð verði samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Iðunnarstaðir í Lundarreykjardal – lýsing vegna breytingará Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Í breytingunni felst að landnotkun svæðis í landi Iðunnarstaða, breytist úr landbúnaði í verslun- og þjónustu og opið svæði til sérstakra nota. Breytingin tekur til 4,2 ha svæðis, verslunar- og þjónustu- svæðis 1,6 ha með nýtingarhlutfalli 0,18 og opins svæðis til sérstakra nota 2,6 ha. Málsmeðferð verði samkvæmt 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Litlu-Tunguskógur – lýsing vegna breytingar á deiliskipulagi frístundabyggðar. Í skipulagstillögunni er 21 frístundahúsalóð ásamt lóð undir dæluhús. Lóðirnar eru breytilegar að stærð allt frá 2.861 m² upp í 7.226 m². Búið er að velja hverju húsi byggingarreit sem fellur best að landi og orsakar sem minnsta röskun á gróðri. Með tilkomu nýs frístundasvæðis fylgir ruðningur á hluta af birkiskógi svæðisins, tæpur 1 hektari að stærð, en ruðningur verður í götustæðum og innan byggingarreits. Í samráði við Skógrækt ríkisins er gert ráð fyrir jafn stóru svæði til mótvægisaðgerða. Málsmeðferð verði samkvæmt 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Ábendingar vegna ofangreindra lýsinga skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi miðvikudaginn 6. júlí 2018 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is. Melabraut, Hvanneyri – tillaga að nýju deiliskipulagi athafnasvæðis. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði nyrst og austast í útjaðri þéttbýlis á Hvanneyri í Borgarbyggð. Skipulagssvæðið sem er um 5,7 ha að stærð, afmarkast af beitilandi prestsetursins Staðarhóls til vesturs, Melabraut til norðurs, Grímarsstaðavegi (nr. 5317) til austurs og beitilandi Landbúnaðarháskólans til suðurs. Aðkoma er frá Melabraut sem tengist þéttbýli Hvanneyrar til vesturs og Grímarsstaðavegi til austurs. Gert er ráð fyrir 21 lóð á svæðinu og eru þær á bilinu 1.518 – 2.258 m² að stærð. Tvær lóðir eru þegar byggðar þ.e. við Melabraut 6 og 10. Málsmeðferð verði samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Skipulagstillaga liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 15. júní til 27. júlí 2018 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is. Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 27. júlí 2018 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is. Fimmtudaginn 21. júní 2018 milli kl 17:00 og 18:00 verður umhverfis- og skipulagssvið Borgar- byggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði við Melabraut verður kynnt sérstaklega þeim sem þess óska. SK ES SU H O R N 2 01 8 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - fimmt. kl. 09-18 / Föst. 09-17. Lokað á laugardögum í sumar. INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI. STERKAR OG GLÆSILEGAR Sæunn Oddsdóttir á Steinum I í Stafholtstungum lenti í óskemmti- legu atviki í síðustu viku þegar hún gekk fram á hundsbitið lamb í bæjarhlaðinu. Lambið er með stórt sár í hnakkanum á bakvið annað eyrað. Sæunn segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hundur bít- ur lömbin hennar. „Fyrir tveim- ur árum síðan saumaði Gunnar Gauti Gunnarsson dýrlæknir tíu spor í lamb sem búið var að bíta eyrað af og hafði einnig verið bit- ið aftan í læri. Hann sagði mér að þetta væri bit eftir hund, ekki tófu. Í fyrra var síðan bitið eyra af einu lambi,“ segir Sæunn. „Þetta er því þriðja árið í röð sem hundur bítur lamb frá mér og ég er orð- in frekar þreytt á því,“ segir hún og vill hvetja hundaeigendur til að hafa auga með hundunum sín- um og bændur til að vera vakandi yfir því að þetta geti átt sér stað. „Ég veit ekki hvaða hundur bítur lömbin mín og vil því beina því til hundeigenda að hafa auga með hundunum sínum og passa upp á þá. Við berum ábyrgð á hundun- um sem eigum þá,“ segir Sæunn að endingu. kgk Börn á sumarnámskeiði á Reykhól- um heimsóttu starfsfólk hrepps- skrifstofu Reykhólahrepps á dögun- um og kynntu sér starfsemina þar. Krakkarnir fengu sér sæti í fundar- herbergi og blésu til sveitastjórnar- fundar þar sem mikilvæg mál voru rædd og margar hugmyndir litu dagsins ljós. Krakkarnir vildu m.a. fá aparólu í þorpið, rennibraut í sundlaugina, fleiri bækur á bóka- safnið og nýja girðingu og hlið fyrir leikskólann. glh Laugardaginn 16. júní næstkom- andi verður brautskráning frá Há- skólanum á Bifröst. Útskrifaðir verða um 80 nemendur úr grunn- og meistaranámi, auk nemenda í Háskólagátt, að því er fram kemur í tilkynningu frá skólanum. Vilhjálmur Egilsson, rektor Há- skólans á Bifröst, mun útskrifa nemendur ásamt sviðsstjórum. Tónlistaratriði á útskriftarathöfn- inni verða í höndum Karlakórsins Söngbræðra og undirleikara kórs- ins. Útskriftarathöfnin hefst kl. 10:00 og boðið verður upp á mót- töku að athöfn lokinni. kgk/ Ljósm. úr safni. Útskrifað frá Bifröst á laugardaginn Krakkarnir funduðu um mikilvæg mál Málin voru afgreidd á lýðræðislegan hátt. Ljósm/ Lovísa Ósk. Hundsbitið lamb þriðja árið í röð Lambið er með ljótt sár í hnakkanum á bakvið eyrað. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.