Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Side 15

Skessuhorn - 13.06.2018, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 15 Markaðsstofan Icelandic Lamb hefur undanfarin misseri unnið að markaðssetningu á íslensku lamba- kjöti í Japan. Er það gert í sam- vinnu við kjötútflytjendur og jap- anska innflutningsfyrirtækið Glo- bal Vision. Fyrirtækið flytur inn til Japans ýmsar sérvörur frá Evr- ópu og Norður-Ameríku og selur til veitingastaða, dreifingaraðila og sérverslana. „Íslenskt lamba- og hrossakjöt er það nýjasta í vörulínu japanska fyrirtækisins sem hefur lagt tölu- vert undir við markaðssetningu á íslenskum afurðum. Nú þegar er íslenskt lambakjöt komið á mat- seðla um 100 veitingastaða í Japan og fæst auk þess í völdum verslun- um. Í verkefninu er horft til næstu fimm ára en hingað til hefur sala verið afar góð og líkur á aukinni markaðshlutdeild á næstu árum. Sala undir hatti verkefnisins nam um 200 tonnum í fyrra,“ segir í til- kynningu frá Icelandic Lamb. Sölu íslensks lambakjöts í Japan má einkum skipta í tvo hluta. Í fyrsta lagi eru fluttir út dýrari bitar á góðu verði til veitingastaða og sérversl- ana. Í öðru lagi eru fluttir út feitir frampartar sem fara á veitingastaði sem sérhæfa sig í mongólsku grilli. „Einnig fór af stað í ár vöruþróun- arverkefni á sérstökum lambakjöts- rúllum úr íslensku lambakjöti sem m.a. eru nýttar í japanska rétti eins og Shabu Shabu. Í báðum tilfellum elda viðskiptavinir réttina sjálfir við borðið og íslenskt lambakjöt þykir hafa sérstaka eiginleika sem nýtast vel á þessari tegund veitingastaða,“ segir í tilkynningu Icelandic Lamb. Sérverkefni í útflutningi Helsta verkefni markaðsstofunn- ar Icelandic Lamb snýr að því að kynna íslenskt lambakjöt og aðr- ar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum á Íslandi. Komið hefur verið á samstarfi við um 160 aðila í veitingarekstri, framleiðslu, hönnun og nýsköpun. Þar af eru um 120 íslenskir veitingastaðir í samstarfi um að setja lambakjöt í öndvegi. Auk þess vinnur markaðsstofan að sérstökum útflutningsverkefnum og er samtarfið við Global Vision eitt slíkra. Samstarfssamningur þess efnis var gerður á síðasta ári. Gerir hann ráð fyrir stigvaxandi markaðs- hlutdeild íslensk lambakjöts á Jap- ansmarkaði. „Í honum felst einnig að allt markaðsefni Icelandic Lamb sé þýtt á japönsku, sett verði upp japönsk heimasíða og samvinna um markaðsefnis fyrir samfélagsmiða,“ segir í tilkynningunni. Á dögunum var skrifað undir fyrsta formlega samstarfssamning Icelandic Lamb við veitingastað erlendis. Var hann gerður við veit- ingastaðinn Yuki Daruma í Tókýó í Japan. Nafn staðarins þýðir snjókarl og eigandi hans er fyrrum súmó- glímukappi. „Staðurinn er einn af þekkustu veitingarstöðum Tók- ýóborgar sem bjóða upp á mong- ólskt grill. Staðurinn er sérstaklega þekktur fyrir að veggir hans eru þaktir eiginhandaráritunum frægra íþróttamanna og leikara. Guðlaug- ur Þór Þórðarson, utanríkisráð- herra Íslands, setti upp fyrsta Ice- landic Lamb skjöldinn á Yuki Dar- uma, en hann var í opinberri heim- sókn til Japan á dögunum,“ segir í tilkynningunni. „Fimmtán aðrir veitingastaðir hafa þegar óskað eftir því að gera sambærilegan samstarfs- samning og skuldbinda sig um leið til þess að bjóða eingöngu upp á ís- lenskt lambakjöt og hafa það ávallt á matseðli. Að auki verða fljótlega opnaðir þrír mongólskir grillstaðir til viðbótar sem munu sérhæfa sig í íslensku lambakjöti en þess má geta að ekkert annað kjöt verður á mat- seðli.“ kgk Íslenskt lambakjöt í útrás Um 200 tonn seldust í Japan í fyrra Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra setur upp fyrsta Icelandic Lamb skjöldinn á erlendri grundu á veitingastaðnum Yuki Daruma í Tókýó í Japan. Guðlaugur ásamt eiganda Yuki Daruma. Starfsemi Nordic Store sem stað- sett var í húsnæði Arion banka við Digranesgötu í Borgarnesi hefur verið hætt. Talsmenn verslunar- innar segja að dræm sala sé helsta orsökin og að áframhaldandi starf- semi í Borgarnesi hefði ekki verið ákjósanleg. Enn eru þrjár verslan- ir Nordic Store starfandi, allar eru staðsettar í miðbæ Reykjavíkur en þess má geta að útibúið við Digra- nesgötu var það eina utan höfuð- borgarinnar. Þá hefur starfsemi veitingastað- arins OK Bistro sem var til húsa á 3. hæð einnig verið hætt. Sam- kvæmt forsvarsmönnum OK var ekki talinn grundvöllur fyrir frekari rekstri og því ákveðið um áramótin að halda ekki áfram. Starfsemi Arion banka er nú sú eina í húsinu við Digranesgötu 2. Rýminu á jarðhæð og 3. hæð hef- ur verið sýndur einhver áhugi en ekki liggja nein tilboð á borðinu hjá bankanum, sem á húsið, enn sem komið er. glh/ Ljósm. úr safni. Rekstri Nordic Store og OK Bistro hætt Aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands var haldinn á laugardag. Í ályktun sem samþykkt var á fundin- um skorar sambandið á stjórnvöld að bæta fjárhagsstöðu kirkjugarð- anna í landinu. Sambandið segir að kirkjugarðar fái í dag aðeins um 60% af þeim fjármunum sem sam- ið var við um við ríkið árið 2005. Lýsir sambandið yfir vonbrigðum yfir því að ekki hafi verið gert ráð fyrir leiðréttingu á fjárveitingum til kirkjugarða landsins í fimm ára fjár- málaáætlun ríkisstjórnar. „Rekstur kirkjugarðanna hefur verið undir- fjármagnaður undanfarin ár og ekki í samræmi við samning sem gerður var við ríkið árið 2005. Þessum fjár- skorti hefur verið mætt með því að draga úr umhirðu garðanna og við- hald mannvirkja sem þeim tengjast og nú er svo komið að mannvirki liggja undir skemmdum og um- hirðu legstaða er víða ábótavant,“ segir í tilkynningu Kirkjugarða- sambandsins. Vantar 3,4 milljarða Samningnum við ríkið var ætlað að tryggja peninga til að standa undir rekstri kirkjugarða og lögbundnum skildum þeirra. „Í kjölfar efnahags- hrunsins 2008 urðu kirkjugarð- arnir, eins og fleiri stofnanir, fyrir miklum niðurskurði, en í dag, 10 árum síðar, hefur sú skerðing enn ekki verið leiðrétt. Samtals vant- ar 3,4 milljarða króna að nafnvirði upp á að staðið hafi verið við samn- inginn frá 2005. Gjaldalíkan samn- ingsins skilar nú eingungis 60% af þeim fjármunum sem þá var samið um,“ segir í tilkynningunni. „Kirkjugarðarnir eru grafreit- ir allra landsmanna, óháð uppruna þeirra eða trúarbrögðum. Þeir eru minningarreitir um gengnar kyn- slóðir sem eftirlifendur hafa ávallt lagt áherslu á að annast um af rækt- arsemi og alúð. Því er sárt að horfa upp á þessa mikilvægu reiti van- hirta vegna þess að ekki fæst fjár- magn til að sinna umhirðu þeirra svo sómi sé að. Aðalfundur Kirkju- garðasambandsins skorar á stjórn- völd að bæta fjárhagsstöðu kirkju- garða landsins þannig að hægt sé sinna grafreitum genginna kyn- slóða af þeirri virðingu og alúð sem þær verðskulda.“ kgk/ Ljósm. úr safni. „Rekstur kirkjugarðanna undirfjármagnaður“

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.