Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Síða 16

Skessuhorn - 13.06.2018, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 201816 Þórunn Birna Guðmundssdóttir tekur hlýlega á móti blaðamanni í snyrtilegri íbúð skammt frá íþrótta- svæðinu á Jaðarsbökkum á Akranesi. „Kaffið er á leiðinni,“ segir hún um leið og hún fer inn í eldhús til að klára að hella upp á, meðan blaða- maður lítur í kringum sig í stofunni. Upp um alla veggi eru listmunir úr málmi, málverk, tréverk og glerverk. Þórunn Birna var ein af stofnendum Gallerís Urmuls á Akranesi og var á tímabili með aðstöðu til listsköp- unar í Samsteypunni á Mánabraut, áður en henni var lokað. Hún rek- ur enn Jaðar handverk frá heimili sínu. Þórunn segir að hún sé nú lík- lega listakona, þótt hún sé menntað- ur vélvirki og muni starfa í Norður- áli sem slíkur í sumar. Fræðsla slær á fordóma Þórunn ólst upp sem Þórir Guð- mundsson og er fædd og uppalin á Akranesi. Hún á fjögur systkini, tvær systur og tvo bræður. „Ég elst upp sem strákur og er karlmaður langt upp undir fimmtíu ára aldur- inn. Það er ekki nema fimm ár síðan ég byrjaði á þessu veseni,“ segir hún og hlær örlítið. Þórunn er hæglát kona, talar rólega og lágt. „Það eru mínir hagsmunir að segja frá þessu. Ef maður vill losna við fordóma þá verður maður að geta sagt frá. For- dómar byggja á fáfræði oft og tíð- um,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi meðal annars haldið fyrir- lestur fyrir Kvenfélagið Eðnu í vet- ur. Strax öðruvísi Þórunn átti ósköp venjulega æsku á Akranesi. Hún lék sér með strák- um, enda flokkuð sem slíkur frá fæð- ingu. „Ég hafði ekkert haft á móti því að leika með stelpunum,“ segir hún og brosir. „Það stóð bara ekki til boða.“ Á sjöunda áratug síðustu ald- ar, þegar Þórunn var barn, var kyn- leiðrétting algerlega framandi hug- tak og sennilega ekki til í íslenskum orðaforða. Þórunni fannst samt allt- af eins og hún væri öðruvísi en hin- ir strax í æsku. „Manni fannst mað- ur alltaf vera svolítið skrýtinn. Ekki eins og hinir strákarnir.“ Tilfinning- in ágerðist eftir því sem hún varð eldri en Þórunn bar þó leyndarmál- ið með sér fram yfir fimmtugsaldur- inn. „Svo getur verið að maður hafi farið eins mikið og maður gat í hina áttina, hafi farið í öfgarnar,“ segir Þórunn sem var frekar sterkbyggður karlmaður og lærði vélvirkjun sem verður að teljast nokkuð karlmann- leg atvinnugrein, þótt viðhorf til kynbundinnar atvinnu sé að breyt- ast hægt og rólega. Alveg frá æsku hafði eitthvað nagað Þórunni. Eitthvað var að hjá henni. Hún var ekki heil. „Maður var ekki eins og aðrir og það kitlaði mann alltaf að skipta um föt.“ Hún segir þó að það hafi sjaldan gerst þegar hún var karlmaður, að hún hafi klætt sig upp sem kona. „Nei, guð minn góður. Ég þorði því ekki.“ Þegar hún heyrði af Önnu Krist- jánsdóttur, sem gekkst undir nokk- uð opinbera kynleiðréttingu und- ir lok tíunda áratugar síðustu aldar, fóru ljós að kvikna í hausnum á Þór- unni. „Þá fór ég að velta fyrir mér hvort að það væri kannski þetta sem væri að mér.“ Löng barátta við eigin fordóma Þórunn tók sér mörg ár í að velta fyrir sér hlutunum, hvort þetta væri raunverulega það sem væri að. „Það tók mig nokkur ár að sannfærast um að ég væri svona og samþykkja það. Þá er maður búinn að átta sig á því hvað er í gangi, en maður er ekki tilbúinn að viðurkenna það. Mað- ur horfði í allar átti áður, reyndi að finna sér eitthvað að gera til að sleppa við að hugsa um þetta.“ Hún segir að hennar eigin fordómar hafi verið eitt það erfiðasta að yfirstíga í öllu ferlinu. Það, og að opna sig við fjölskyldu og vini og samfélagið allt um líðan sína og vita ekki hvernig viðbrögðin yrðu. „Maður veit ekki hvernig fólk bregst við svona, hefur ekki hugmynd. Ekki heldur hvernig fólk úti í bæ bregst við. Maður veit ekki neitt. Maður bara hoppar út í sjóinn og vonar.“ Jákvæð viðbrögð Sú fyrsta til að heyra af tilvonandi breytingum hjá Þórunni var systir hennar. „Það var erfitt að segja frá fyrst. Systir mín fékk að heyra þetta fyrst því mér hefur alltaf þótt gott að tala við hana.“ Viðbrögðin hafi verið góð, bæði frá systur hennar og eig- inmanni. „Þetta kom þeim á óvart. Maður passaði það eins og mað- ur gat að það vissi ekki ein einasta sála af þessu. Það kom bara ekki til greina að neinn vissi af þessu fyrr en þarna. Maður hafði alltaf ýtt þessu frá sér.“ Hægt og rólega fengu fleiri úr fjölskyldu Þórunnar að heyra af tilvonandi breytingum. Viðbrögð- in voru ekki útskúfun og reiði held- ur samþykki þótt flestir hafi verið hissa. Þórunni er minnisstætt þeg- ar hún sagði móður sinni, þá komin langt á áttræðisaldur, frá tilfinning- um sínum. Hún klökknar af minn- ingunni. „Svo hitti ég mömmu og sagði henni frá þessu. Hún sagði: Af hverju í ósköpunum gerðirðu þetta ekki fyrr.“ Þórunn tekur sér smá tíma til að jafna sig og bætir svo við að hún hafi líklega ekki verið tilbú- in fyrr en hún sagði loksins frá. „Það er erfiðast að sætta sig við sína eigin fordóma.“ Miklar samfélags- breytingar á stuttum tíma Þórunn viðurkennir að hana hafi kviðið mjög fyrir því að búa á Akra- nesi á sama tíma og hún gengi í gegnum breytinguna. „Samfélagið er lítið og maður hefur lesið svo mikið um alls konar fordóma.“ Við- brögðin hafi því komið henni mik- ið á óvart. „Bæjarbúar hafa bara tek- ið mér eins og ég er,“ segir hún og brosir þakklát. „Mig langar ekki að búa í Reykjavík, það hentar mér ekki,“ segir hún en hún hafði velt því fyrir sér að flytja þangað á með- an á ferlinu stóð. Talið berst að sam- félagsbreytingum síðustu ára og Þórunn er alveg sannfærð um að íslenskt samfélag hafi breyst hratt á síðustu árum í átt að auknu um- burðarlyndi. Hún hefur tvisvar tek- ið þátt í Gleðigöngunni Gay Pride. „Það er magnað að taka þátt í því og sjá allt fólkið fagna manni. Það er ótrúleg tilfinning,“ segir hún og klökknar aftur. Byrjaði hjá heimilislækni Í nóvember 2013 byrjaði svo ferlið fyrir alvöru. Þá hitti Þórunn Ótt- ar Guðmundsson geðlækni eftir að hafa verið framvísað þangað af lækni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Óttar Guðmundsson er fyrsta skref- ið í hinu langa ferli sem kynleiðrétt- ing er og yfir teyminu sem sér um kynleiðréttingar. „Ég hafði farið til heimilislæknis út af öðru og sagði frá því í leiðinni að ég væri senni- lega að breytast í konu,“ segir hún og brosir. „Það var svo magnað því fljótlega eftir að ég ákvað að byrja á þessu, löngu áður en ég byrjaði á öllu ferlinu, þá byrjaði kroppurinn minn að breytast. Þetta voru engar stórvægilegar breytingar, en ég tók eftir því að húðin á mér var orðin mýkri en hún var.“ Við tóku nokkur ár mikilla breyt- inga. 1. júní 2014 fór Þórunn að lifa sem kona. „Þá hætti ég að vera karl- maður og varð kona og ég hef lifað svoleiðis síðan þá.“ Eftir ár til reynslu sem kona byrjaði hún á hormóna- meðferð og mætir í dag reglulega upp á sjúkrahúsið á Akranesi til að fá hormónasprautur. „Við erum orðn- ar mikla vinkonur, ég og þær sem sjá um sprauturnar,“ segir hún og hlær. „Ég held að þetta reynslutímabil sé dottið út úr ferlinu núna, maður byrjar strax á hormónum.“ Í des- ember í fyrra gekkst hún svo undir aðgerð fyrir kynleiðréttingu. „Ég er búin að svífa um á bleiku skýi síðan þá.“ Hún segir að aðgerðirnar sem hún hefur gengist undir séu smá- væglegar miðað við erfiðleikana við að byrja á öllu ferlinu og sérstaklega að segja sínum nánustu frá tilfinn- ingum sínum. Kynleiðréttingin sjálf sé auðveld í samanburði við það. Sama manneskjan Þórunn hefur síðustu ár starfað af og til á verkstæði Norðuráls, sem vél- virki. Samstarfsfélagar þar hafi tekið henni opnum örmum, þótt síðasta ár hafi verið nokkuð skrýtið. „Það var eins og þeir vissu ekki hvern- ig þeir áttu að umgangast mig þá, en það er mikið skárra núna.“ Hún segir að hún sé sama manneskj- an að upplagi og fyrir kynleiðrétt- inguna. „Þórir og Þórunn eru sama manneskjan. Grunnurinn er alveg eins.“ Þó séu einhverjar breytingar sem fylgi kvenhórmónunum. „Eins og það að ég er mikið viðkvæmari en ég var. Það tónast líka allt nið- ur, maður er ekki eins aggressívur og maður var,“ segir hún en bætir við að hún hafi nú aldrei verið mjög árásargjörn fyrir hvort eð er. „Mað- ur lítur tilveruna öðum augum, það tónast allt niður og mildast. Maður hefur samt ekkert breyst nema út- litið.“ Í réttum líkama en með fæðingargalla „Maður hefur heyrt talað um að maður fæðist í vitlausum líkama, en ég horfi ekki á það þannig. Ég lít á það þannig að ég hafi fæðst með fæðingargalla og það er hægt að laga alla fæðingargalla,“ segir Þórunn sem nú hefur gengið í gegnum nær fulla kynleiðréttingu. „Ég á bara eft- ir að fara í lítilvæga lýtaaðgerð og þá er þetta búið.“ Þannig mun löngu ferli ljúka hjá Þórunni sem upplifir sig heila í fyrsta sinn á ævinni. Þótt hún hafi byrjað seint á breytingarferlinu kveðst hún ekki hafa verið tilbúin fyrr og segir að hún hefði aldrei viljað sleppa því. „Ég fann alltaf að þetta var eitthvað sem varð að gerast. Ég er nokkuð viss um að ef ég hefði aldrei farið út í þetta þá hefði mér aldrei liðið vel. Ekki orðið heil.“ Gekk inn sem karl- maður og út sem kona Þórunn fékk að velja sitt eigið nafn þegar hún breytti nafni sínu úr karlmannsnafni í kvenmannsnafn. Mamma hennar hafði einu sinni sagt henni að hefði hún fæðst sem stúlka Þórunn hét áður Þórir og er menntuð sem vélvirki og starfar sem slíkur í Norðuráli á sumrin. Svífur um á bleiku skýi Þórunn Birna Guðmundsdóttir gekkst undir kynleiðréttingu í desember 2017 Þórunn Birna er alsæl með að vera loksins orðin heil og hún sjálf, eftir að hafa lifað sem kona í karlmannslíkama langt fram yfir fimmtugt. Þórunn er mikil handverkskona og rekur Jaðar handverk.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.