Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Síða 17

Skessuhorn - 13.06.2018, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 17 hefði hún átt að fá nafnið Þórunn, eftir ömmu sinni. Þórunn ákvað að virða það og valdi sér nafnið Þórunn en bætti Birna við út í loftið. „Mér fannst það bara hljóma vel saman.“ Ferlið við nafnbreytinguna var ekki auðvelt. „Ég þurfti að fá alls konar leyfi til að breyta um nafn. Ég var send á milli alls konar stofnana til að fá pappíra sem ég þurfti svo að skila til landlæknis og hann gaf svo leyfi fyrir nafnbreytingunni.“ Þór- unn gekk svo inn á Þjóðskrá með pappírana til að breyta nafn sínu og kyni í opinberum skjölum. Svo lán- samlega vildi til að starfsmaðurinn sem sér um þessar breytingar var verkefnalaus þennan föstudagseft- irmiðdag og því tók breytingin ekki nema klukkutíma. „Ég fór inn sem karlmaður en út sem kona og þetta var alveg dásamlegt.“ klj Á heimili Þórunnar kennir ýmissa grasa af alls kyns handverki. Menntavísindasvið Háskóla Ís- lands veitti á dögunum fimm kennurum viðurkenningar fyr- ir framúrskarandi störf. Þar í hópi var Sigríður Ása Bjarnadóttir, leik- skólakennari á Teigaseli á Akra- nesi. „Ég var mjög hissa og átti alls ekki von á þessu, þannig þetta kom mér skemmtilega á óvart og mik- ill heiður að fá þessa viðurkenn- ingu,“ segir Sigríður Ása um við- brögð sín. Menntavísindasvið HÍ stóð fyr- ir kynningarátakinu „Hafðu áhrif“ þar sem almenningur gat tilnefnt eftirminnilega kennara. Markmið átaksins var að vekja athygli þjóð- arinnar á kennarastarfinu. Er þetta þriðja árið í röð sem þessi verð- laun eru veitt. „Þetta var hátíðleg athöfn og gaman að fá að taka þátt í henni. Ég er virkilega ánægð og stolt af þessu. Því miður er allt- of oft bara tekið eftir því sem fer miður og því nauðsynlegt að hafa viðurkenningar eins og þessar til að minna á hvað margt gott er að gerast í kringum okkur.“ Starfað á Teigaseli í 20 ár Í haust fagnar Sigríður Ásta 20 ára starfsafmæli á Teigaseli og henni þykir alltaf jafn gaman að mæta til vinnu. „Ég byrjaði hjá Teigaseli þegar leikskólinn hóf starfsemi, þannig að ég hef verið þar frá upp- hafi. Þetta er afskaplega fjölbreytt og gefandi starf og enginn dagur eins. Þetta er lifandi vinna, allt- af koma ný börn og nýir foreldrar og ég hef unnið með svo mörgu og dásamlegu fólki í gegnum árin. Ég hef ekki enn fundið þörf fyrir að prófa eitthvað annað, þetta er al- veg yndislegur staður að vinna á.“ Sem leikskólakennari leggur Sigríður mikla áherslu á að börnin verði örugg með sig og njóti þess að vera til. „Það er mitt hlutverk að skapa öruggt, hlýlegt og náms- hvetjandi umhverfi þar sem hvert barn getur dafnað á sínum for- sendum,“ segir hún. Það er erf- itt að velja eitthvað eitt uppáhalds þegar kemur að leikskólastörfum en Sigríður segir að samskiptin við börnin séu eitt af því skemmtilega við starfið. „Þetta eru yndislegar manneskjur sem gefa lífinu lit,“ segir Sigríður að lokum um krakk- ana á Teigaseli. glh Hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf Sigríður Ása við leikskólann Teigasel. Verðlaunahafar ásamt menntamálaráðherra og fulltrúum í dómnefnd HÍ. Ljósm. Kristinn Ingvarsson. www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.