Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Side 18

Skessuhorn - 13.06.2018, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 201818 Hjónin Anna G. Torfadóttir og Gunnar J. Straumland stefna á að halda saman listasýningu í Akranes- vita í júlí. Sýningin verður opnuð föstudaginn 6. júlí og stendur yfir út júlímánuð. Er þetta fyrsta listasýn- ingin sem þau halda saman í 12 ár en áður hafa þau haldið sýningar hvort í sínu lagi. Þau eru bæði myndlist- armenn og útskrifuðust saman úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 1987. Anna er grafíklistamað- ur og Gunnar listmálari og kenn- ari í Grunnskólanum í Borgarnesi. Blaðamaður Skessuhorns heim- sótti þau í Melahverfið í Hvalfjarð- arsveit og ræddi við þau um listina, hænsnabúskap, kveðskap og margt fleira. Fluttu óvænt í Hvalfjarðarsveit Anna er uppalin í Reykjavík en Gunnar á Húsavík. Þau eiga þó bæði tengingu til Vesturlands. Gunnar er ættaður úr Breiðafirði og móður- fjölskylda Önnu bjó á Akranesi þeg- ar móðir hennar var unglingur. Auk þess er Anna fædd í Stykkishólmi og var þar mikið sem barn. En hvern- ig enduðu þau í Hvalfjarðarsveit? „Þetta var í raun frekar óvænt. Við bjuggum á þessum tíma í Breið- holti og íbúðin okkar var á sölu. Einn daginn hringir fasteignasalinn í okkur og var þá með einbýlishús hér í Hvalfjarðarsveit á sölu. Hann spyr hvort við viljum skipti. Við ákváðum að skoða húsið og kom- um hingað á fallegum júlídegi fyrir fimm árum. Það var ekki aftur snú- ið og við skrifuðum undir kaup- samning klukkan fimm sama dag,“ segir Gunnar. Ævintýrin í náttúrunni Anna og Gunnar hafa bæði ver- ið með pensilinn í hönd alla tíð og segja listina hafa verið þeim í blóð borin. Þau eru þó fremur ólíkir listamenn og þó þau vinni bæði mikið heima vinna þau ekki saman. Anna vinnur með grafík þar sem verkin eru unnin í nokkr- um stigum. Hún tekur ljósmynd- ir á gönguferðum, myndar nátt- úruformin og blandar þeim saman við grafíkina, svona eins og þeg- ar tvær ólíkar myndaglærur eru lagðar saman. Hún notar tréplöt- ur, línolíumdúk, kopar-, zink- og stálplötur til að búa til myndverk- in. Í tré og línolíumdúk er skorið, en ætt með sýru í málmplöturnar. Á plöturnar er síðan borinn litur, pappír lagður ofan á og þessu er síðan rennt í gegnum grafíkpressu, þannig að mynd yfirfærist af plöt- unni á pappírinn. Gunnar vinnur mest með vatns- og olíuliti og mál- ar gjarnan myndir af náttúrunni út frá ævintýralegu sjónarhorni. „Ég mála myndir þar sem ég dreg fram allt það sem við gætum séð í nátt- úrunni en sjáum venjulega ekki,“ segir Gunnar. „Náttúran getur nefnilega verið svo ævintýraleg ef við opnum hugann örlítið.“ Hænur sem fá fótanudd Sýningin í Akranesvita verður til- einkuð dekurhænunni Belindu. „Belinda var einstök hæna sem lést fyrir jólin og er hún stór partur af sýningunni,“ segir Gunnar. „Mig langaði aldrei í hænur en Gunnar vildi þær endilega. Skemmst er frá því að segja að nú eru fjórar dek- urhænur í garðinum, tvær silki- hænur og tvær dverghænur,“ seg- ir Anna og brosir. „Mér fannst al- veg ómögulegt að búa í sveit en vera ekki bóndi. Nú er ég orðinn hænsnabóndi og mjög stoltur af því,“ bætir Gunnar við. Í garðin- um þeirra í Melahverfinu búa hæn- urnar við mjög gott atlæti „Þær eru kannski örlítið meira dekraðar en flestar hænur og það er stund- um eldað sérstaklega fyrir þær,“ segir Anna. „Já og svo fékk Bel- inda líka stundum fótanudd,“ bæt- ir Gunnar við. „Við erum mikið fyrir garðvinnu og eitt af því sem heillaði mikið við að flytja hingað var að eignast garð. Við erum búin að taka garðinn alveg í gegn og erum að útbúa þar hænsnaparad- ís. Eflaust hljómar þetta undar- lega í eyrum margra en okkur þyk- ir gaman að dekra hænurnar okk- ar. Svo snýst þetta líka bara um að hafa áhugamál, eitthvað til að gera í frítímanum,“ segir Gunnar. Alltaf til bragarhættir sem passa Auk þess að mála myndir er Gunn- ar skáld og yrkir kvæði á hverj- um dagi. Hann á því orðið nokk- uð stórt kvæðasafn. „Ég stefni á að gefa út bók með kvæðunum en hef ekki komið því í verk. Sum þeirra hafa þó verið birt í dagblöð- um, tímaritum og á netinu. Þetta stendur þó til bóta og vonandi er ekki langt í bókina,“ segir Gunn- ar. „Vandamálið er fullkomnunar- árátta mín og ég er því aldrei nógu ánægður og verð það líklega aldrei. Ætli það sé ekki eina vitið að fá ritstjóra í verkið ef ég vil að þetta verði að veruleika.“ Kveðskap- urinn er Gunnari í blóð borinn, pabbi hans var sjómaður og skáld og afi hans líka. „Ég byrjaði sjálfur að yrkja sem unglingur. Fyrst orti ég bara út frá því sem kom upp í huga minn hverju sinni. Nú síð- ustu ár hef ég eingöngu ort hátt- bundið. Það eru til svo fjölbreyttir bragarhættir svo það er alltaf hægt að finna eitthvað sem passar við það sem maður er að gera hverju sinni,“ segir Gunnar. En hvernig gengur að halda utan um öll kvæð- in, sem nú eru talin í þúsundum? „Ég skrái allt strax niður í tölv- una,“ segir hann og bætir því við að nú seinni ár hefur hann einn- ig aukið áherslu á að muna kvæð- in. „Ég var ekki nógu duglegur við að leggja kvæðin á minnið hér áður fyrr en nú er ég farinn að leggja mig meira fram við það.“ Kvæði og myndir sem fara saman Myndlistin og kveðskapurinn geta farið vel saman og yrkir Gunnar gjarnan kvæði við myndirnar sínar eða málar myndir við kvæðin. „Ég á orðið nokkur kvæði og mynd- ir sem fara saman og eitt þeirra er kvæði sem ég orti við mynd sem ég málaði af náttúrunni og fugli í Grunnafirði.“ Fyrstu þrjú erindi í kvæðinu sem um ræðir hljómar svo: Í draumi sínum Drottinn niður drap hér fæti. Í kögunar- og kyrrðarsæti ég kann mér ekki nokkur læti Skarðsheiðina skýrða rakti skýjabakkar. Berast yfir bólsturklakkar í birkikvisti þyrstum hlakkar. Langfætlingar lötra um í leirusandi í Grunnafirði, langt frá landi lífið virðist enginn vandi. Á sand úr öllum fjörum á Íslandi Meðfram myndlistinni fæst Anna við að hanna skartgripi, smíða lítil listaverk úr silfri. „Silfursmíðin er eins og jóga fyrir mér,eitthvað sem ég gríp í til að kúpla mig aðeins út úr þessu daglega,“ segir Anna og sýnir blaðamanni ofan í tösku fulla af skartgripum. Það fyrsta sem grípur augað eru falleg og heldur óvenjuleg hálsmen sem Anna gerir úr silfri, gleri, þurrkuðum blómum og sandi. „Ég safna sandi og á sand úr öllum fjörum á Íslandi og svo fæ ég sand víðsvegar að úr heiminum. Fólk kemur gjarnan með sand fyrir mig heim þegar það ferðast. Sem dæmi á ég orðið mjög gott safn af sandi frá Tenerife,“ segir hún og hlær. „Ég fæ oft fyrirspurnir frá fólki sem vill fá hálsmen úr sand- inum, svona nokkurs konar minja- grip og það er alveg sjálfsagt,“ seg- ir hún. arg Myndlistarsýning tileinkuð hænunni Belindu verður opnuð í Akranesvita Gunnar J. Straumland og Anna G. Torfadóttir í hænsnaparadísinni í garðinum þeirra. Grafíklistaverk af Herðubreið eftir Önnu. Ljósm. úr einkasafni. Anna og Gunnar eru hænsnabændur og þarna fá silkihænurnar þeirra smá kálbita. Listaverk eftir Gunnar en hann málar gjarnan ævintýralegar myndir af nátt- úrunni. Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.