Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 13.06.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 19 Hið árlega Norðurálsmót í knattspyrnu fór fram á Akranesi um helgina, 8.-10. júní sl. Mótið er fyrir drengi í 7. flokki, sem eru á aldrinum sex til átta ára. Óformlegt upphaf mótsins var venju samkvæmt skrúðganga sem farin var frá Stillholti áleiðis í Akraneshöllina á föstudagsmorgun. Þar var mótið formlega sett og fyrstu leikirnir voru spilaðir skömmu síðar. „Mótið var mjög vel heppnað þrátt fyrir smá rigningu. Aldrei hefur verið jafn fjölmennt á kvöldvöku og ég hef ekki heyrt annað en allir hafi farið mjög sáttir og glaðir heim að móti loknu,“ segir Hulda Birna Baldursdóttir, framkvæmd- arstjóri Knattspyrnudeildar ÍA. Bryddað var upp á þeirri ný- breytni á mótinu í ár að spila í fimm manna liðum í stað sjö. Var það gert til að koma til móts við minni félög sem ekki hafa alltaf náð tilsettum fjölda til að vera með lið. Því voru fleiri fé- lög með að þessu sinni auk þess sem fyrirkomulagið gerir það að verkum að hver drengur fékk að spila meira en áður. „Þetta fyrirkomulag kom mjög vel út og ég hugsa að það sé komið til að vera,“ segir Hulda Birna. Forseti Íslands var á mótinu sem foreldri og vakti það lukku margra viðstaddra. „Ég hitti forsetann á sunnudeginum en hann var þarna með son sinn og tók þátt í öllu eins og hvert annað foreldri. Hann var hæstánægður með mótið,“ segir Hulda Birna. „Ég vil líka koma á framfæri þakklæti til allra bæjarbúa og þeirra sem að mótinu komum. Þjónustuaðilar á Akranesi eiga líka sérstakar þakkir skilið. Í mörgum verslun- um voru tilboð á vörum og verslanir voru vel undir það búnar að taka við þessum fjölda fólks í bæinn, sem var mjög mikil- vægt fyrir alla,“ segir Hulda að lokum. arg/ Ljósm. gbh/ kgk/ ki. Norðurálsmótið vel heppnað þrátt fyrir smá vætu Forsetinn vakti lukku annarra mótsgesta

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.