Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Qupperneq 20

Skessuhorn - 13.06.2018, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 201820 Félagar í Björgunarveitinni Ok, Brák, Heiðari og Björgun- arfélagi Akraness, í samstarfi við Into The Glacier, stóðu á fimmtudag fyrir skipulagðri jöklaferð fyrir starfsmenn Fjöliðj- unnar á Arkanesi og Öldunnar í Borgarnesi. Farið var upp á Langjökul og ísgöngin skoðuð. „Þetta er okkar leið til að þakka starfsfólki Fjöliðjunnar og Öldunnar fyrir óeigingjarnt og mikil- vægt starf. Þau spila stóran þátt í fjármögnun til björgunarsveit- anna og því vildum við bjóða þeim í þessa ferð,“ segir Jóhannes Berg, formaður Björgunarsveitarinnar Oks. Lagt var af stað rétt eftir hádegi frá Fjöliðjunni við Dalbraut á Akranesi. Þangað kom bíll frá Björgunarfélagi Akraness og sótti mannskapinn sem hélt svo til Borgarness í blíðskaparveðri. Í Borgarnesi var staldrað örlítið við í Brákarey þar sem starfs- fólk Öldunnar og félagar Björgunarsveitarinnar Brákar bættust við í hópinn. Þaðan var svo haldið sem leið lá í átt að Langjökli en þó með stoppi við Hraunfossa í Hallmundarhrauni. Því næst var haldið að grunnbúðum Into the Glacier við rætur Langjök- uls. Þar gat hópurinn fengið sér smá kaffi og rétt úr sér áður en haldið var áfram. Þegar lagt var af stað upp jökulinn sjálfan gekk heldur brösuglega fyrir jeppa Björgunarsveitanna að komast á einhverja ferð og ná gripi á ísnum. Eftir töluvert hnoð í upphafi mjatlaðist þetta áfram hægt og rólega og þegar komið var í um 1000 metra hæð fór að ganga mun betur. „Aldrei séð neitt þessu líkt“ Þegar komið var að hellinum tók Reynir Hjálmarsson leiðsögu- maður við hópnum og leiddi hann í gegnum göngin. Hann sagði þeim ýmsa fróðleiksmola um hvernig jöklar hér á landi eiga það til að hegða sér frábrugðið frá til dæmis jöklunum á Grænlandi. Síðan brast hann í söng í kapellunni til að sýna fram á góðan hljómburð í hellinum. Allir voru himinlifandi með túrinn. „Þetta var geðveikt! Rosa- lega flott, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Máni Jóhanns- son, starfsmaður Fjöliðjunnar á Akranesi, um upplifunina. Þegar hellaskoðuninni var lokið gæddi hópurinn sér á klein- um og ástarpungum í boði Geirabakarís í Borgarnesi. Var þeim skolað niður með kókómjólk og djúsi rétt við inngang ísgang- anna í um 1200 metra hæð, undir bláum himni og sól áður en haldið var aftur heim á leið. glh Starfsfólki Fjöliðjunnar og Öldunnar boðið í jöklaferð Farið í bílinn fyrir utan Fjöliðjuna á Akranesi við Dalbraut. Áslaug Þorsteinsdóttir tekur mynd af Guðmundi Birni Björnssyni við Hraunfossa. Máni Jóhannsson var ánægður með útsýnið við Hraunfossa. Hópurinn gæddi sér á góðgæti í boði Geirabakarís eftir ferð inn í jökulinn. Reynir Hjálmarsson leiðsögumaður segir frá jöklinum. Spáð í ísinn. Hlúið að ökutækjum áður en haldið var af stað.Stoppað við í Öldunni í Brákarey. Grunnbúðir Into the Glacier, í um 730m hæð við rætur Langjökuls.Erfitt var að komast upp mesta hallann við upphaf jökulsins. Sjá má glitta í bíl frá Björgunarsveitinni Brák. Það þurfti að grípa í skóflurnar á einum tímapunkti til að auðvelda ferðina. Þorsteinn Bjarki Pétursson hafði ekkert á móti því að moka smá. Hópurinn saman kominn við Þorsteinsbúið, húsi Björgunarsveitarinnar Oks í Reykholti.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.