Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Síða 21

Skessuhorn - 13.06.2018, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 21 Foreldrafélag Leikskólans Sólvalla í Grundarfirði stóð fyrir skemmtilegri sumarhátíð á leikskólanum mið- vikudaginn 6. júní síðastliðinn. For- eldrafélagið afhenti leikskólanum tvö þríhjól að gjöf í tilefni dagsins. Þá var blásinn upp risastór hoppu- kastali og grillaðar pylsur fyrir nem- endur og fjölskyldur þeirra. Veðr- ið var með eindæmum gott þenn- an dag og heppnaðist sumarhátíð- in afskaplega vel og gleðin skein úr hverju andliti. tfk Gáfu Sólvöllum þríhjól á sumarhátíðinni Nemendur leikskólans skemmtu sér vel og vakti hoppukastalinn mikla lukku. Foreldrafélag Leikskólans ásamt leikskólastjóra. F.v. Tómas Freyr Kristjánsson, Anna Rafnsdóttir, Guðrún Jóna Jósepsdóttir, Unnur Þóra Sigurðardóttir, Agnes Ýr Kristbjörnsdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson. Aðalmót Sjósnæ fór fram í Ólafs- vík nú um helgina. Róið var föstu- dag og laugardag á átta bátum og að þessu sinni voru keppendur 30 talsins víðs vegar af landinu. Jón Einarsson úr Sjósnæ kom, sá og sigraði í stigakeppninni með 250 stig. Næstur á eftir honum var Jó- hannes M Simonsen, Sjóskip, með 236 stig og í þriðja sæti hafnaði Jón Sævar Sigurðsson frá Sjósigl með 211 stig. Í kvennaflokki sigraði Sigríður Rögnvaldsdóttir frá Sjósigl með 238 stig og í öðru sæti varð Björg Guðlaugsdóttir frá Sjósnæ með 212 stig, en Björg var jafnframt afla- hæsta konan í mótinu. Í þriðja sæti hafnaði Beata Mekilla frá Sjósnæ með 207 stig. Aflahæsti bátur mótsins var Glaumur SH. Skipstjóri hans var Gunnar Ingi Gunnarsson. Voru keppendur ánægðir með allt skipulag mótsins og rómuðu gestrisni aðstandenda mótsins. Að kvöldi laugardagsins var blásið til lokahófs og verðlaunaafhendingar. Maður mótsins var Jón Einarsson, en hann hreppti samtals sjö gull- verðlaun. af Keppst í sjóstöng í Ólafsvík Jón Einarsson kom, sá og sigraði Jón Einarsson varð stigahæstur í mótinu og veiddi auk þess stærsta ufsa mótsins vel yfir 13 kg að þyngd. Sjóminjasafnið á Hellissandi var opnaði að nýju eftir veturinn á sjó- mannadaginn með opnun á ljós- myndasýningu Karls Jeppesens. Myndirnar eru úr bók Karls „Forn- ar hafnir, útvegur úr aldanna rás“ og var sýningin sett upp í nýju móttökuhúsi Sjóminjasafnsins sem byggt var í vetur. Þessi nýja við- bygging er um 70 fermetrar að stærð og kemur hún til með að bæta aðkomu gesta að safninu auk þess sem þar verður kaffisala. Safnið mun vera opið alla daga í sumar frá klukkan 10-17 og eru nú tvær sýningar þar í gangi: „Sjó- sókn undir Jökli“ og „Náttúran við Hafið“ en sýningarnar hannaði Björn G. Björnsson. Sjóminjasafn- ið er staðsett í Sjómannagarðin- um á Hellissandi og var komið þar upp af Sjómannadagsráði á Hellis- sandi og Rifi. Þar er einnig að finna endurgerð af síðustu þurrbúð sem búið var í á Hellissandi, “Þorvald- arbúð“ sem var endurgerð í garð- inum 1977-1978. Eldra safnahúsið var svo reist í kringum 1980 yfir elsta fiskibát sem varðveittur er á Íslandi, Blika 1826. Annar hluti safnsins, bátaskýlið, var reist árið 2008 og Blikinn færður þar yfir ásamt öðrum bát í eigu safnsins, Ólafi Skagfjörð, sem er nú í við- gerð og ekki til sýnis. Sjóminja- safnið er í dag sjálfseignarstofnun og rekin af sjálfboðaliðum, þeim Þóru Olsen, Erni Hjörleifssyni og Óskari Skúlasyni. Þau hafa lagt á sig ómælda vinnu við uppbyggingu safnsins síðustu tvö ár og hafa þau, að sögn Þóru, fyrir löngu týnt töl- unni á öllum þeim vinnustundum sem þau hafa lagt í það. Svona upp- bygging kostar að sjálfsögðu pen- inga, þrátt fyrir mikla sjálfboða- vinnu, og að sögn Þóru hefur safn- ið notið mikillar góðvildar frá Snæ- fellsbæ og útgerðum í Snæfellsbæ sem standa þétt við bakið á safninu. Án þeirra hefði þessi uppbygging safnsins ekki orðið að veruleika. Þá vill Þóra þakka kærlega öllum þeim sem hafa styrkt þessa uppbyggingu, Snæfellsbæ, Samtökum sveitarfé- laga á Vesturlandi, útgerðum, fyrir- tækjum og einstaklingum. þa Mikil vinna að baki uppbyggingu Sjóminjasafnsins á Hellissandi Sjóminjasafnið á Hellissandi verður opið í allt sumar frá kl. 10-17. Slökkvilið Grundarfjarðar lyfti sér aðeins upp á síðustu æfingu fyrir sumarfrí, eins og hefð hefur skapast um. Þá var farið í reykköfunarfót- bolta á sparkvellinum þar sem ung- ir og gamlir öttu kappi. Fór svo að lokum að ungir fóru með sigur af hólmi. Valgeir Magnússon slökkvi- liðsstjóri grillaði svo ofan í mann- skapinn svo að allir færu sælir í æf- ingafrí. tfk Vorfögnuður slökkviliðsins Oft voru frábær tilþrif á knattspyrnuvellinum hjá báðum liðum en það má geta þess að þessi búnaður sem menn klæddust er ekkert sérstaklega hentugur til knattspynuiðkunar. Árlegur Sumarlestur fyrir börn á aldr- inum 6 til 12 ára er hafinn á Héraðs- bókasafni Borgarfjarðar í Safnahús- inu í Borgarnesi. Er þetta í ellefta sinn sem Héraðsbókasafn Borgarfjarðar gengst fyrir þessu verkefni. Stendur það yfir frá 10. júní til 10. ágúst. Sumarlesturinn fer þannig fram að börnin koma á safnið þar sem þau velja sér bók eða bækur til lesturs og skrá sig í Sumarlesturinn. Um leið og valið er lestrarefni við hæfi og eftir áhuga hvers og eins er lestrarkunnátta þjálfuð enn fremur. Er það einmitt eitt af markmiðum átaksins, ásamt því að hafa gaman yfir sumarið með bók í hönd. Fyrir hverja lesna bók fæst happa- miði sem fer í pott. Dregið verður úr pottinum í lok sumars þar sem nokkr- ir heppnir lestrarhestar hljóta vinn- ing, en öllum þátttakendum er færður glaðningur á sérstakri sumarlesturshá- tíð í Safnahúsi þar sem farið er í leiki og veitingum gerð skil. „Bókasafnið er opið alla virka daga frá 13 til 18. Vonumst til að sjá sem flesta krakka á bókasafninu í sumar,“ segir í tilkynn- ingu frá safninu. kgk Ragnheiður Guðrún Jóhannesdóttir á Ánabrekku var beðin um að teikna ein- kennismynd sumarlesturs 2018. Leysti hún verkefnið með sóma og er hér með myndina sína við afhendingu hennar. Ljósm. sij. Sumarlestur hafinn á Héraðsbókasafni Borgarfjarðar

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.