Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Síða 25

Skessuhorn - 13.06.2018, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 25 Nýfæddir Vestlendingar Snæfellsbær – miðvikudagur 13. júní Víkingur Ó tekur á móti Leikni R í 1. deild karla í knattspyrnu. Er þetta fyrsti heimaleikur Víkings Ó þetta sumarið á glænýju gervigrasi. Leikurinn verður á Ólafsvíkurvelli og hefst kl. 19:15. Borgarnesi – laugardagur 16. júní B59 Hotel við Borgarbraut 59 í Borgarnesi verður opnað þennan dag. Í tilefni þess að fyrsti leikur Íslands á HM í fótbolta verður þennan sama dag verður HM stemning á hótelinu. Akranes – laugardagur 16. júní Upphitun fyrir þjóðhátíðardaginn á Smiðjuloftinu við Smiðjuvelli frá kl. 11:00 – 14:00. Klifur, leiktæki og fjör. Hæ, hó, jibbí jei söngstundir á hálfa tímanum og opið í krakka- karókí. Þátttökugjald er 800 krónur. Kaffi, kleinur og ávaxtavatn til sölu. Börn yngri en 14 ára skulu koma í fylgd með fullorðnum. Skorradalshreppur – laugardagur 16. júní Opnun ljósmyndasýningarinnar „Fuglar í Skorradal“ á Stálpastöðum klukkan 17:00. Sigurjón Einarsson tók myndirnar og sýningin verður opin allan sólarhringinn fram að hausti. Stykkishólmur – laugardagur 16. júní Opið Gæðingamót og úrtaka fyrir Landsmót Hestamanna hjá Hestamannafélaginu Snæfellingi. Akranes – sunnudagur 17. júní Fjölbreytt hátíðardagskrá í tilefnið þjóðhátíðardagsins. Frá kl. 10:00- 13:00 verður þjóðlegur morgun á Byggðarsafninu. Akranesviti verður opinn frá kl. 10:00-18:00 og frítt inn. Hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 13:00. Skrúðganga frá Tónlistarskólanum á Akranesi kl. 14:00. Fjölbreytt hátíðardagskrá við Akratorg frá kl. 14:15-16:15 og margt fleira. Nánar er hægt að lesa um dagskránna í auglýsingu hér í Skessuhorni. Borgarbyggð – sunnudagur 17. júní Víða í sveitarfélaginu verður þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur. Í Borgarnesi verður haldin íþróttahátíð á Skallagrímsvelli og hefst hún kl. 10:00. Frítt verður í sund í tilefni dagsins. Hátíðarguðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 11:00. Fornbílaklúbburinn og bifhjólaklúbburinn Raftarnir keyra um bæinn. Skrúðganga frá Borgarneskirkju kl. 14:00, gengið verður í Skallagrímsgerð þar sem verður hátíðar- og skemmtidagskrá. Á Hvanneyri verður farið í skrúðgöngu frá Sverrisvelli kl. 11:30 og gengið verður að skjólbeltunum þar sem verða mikil hátíðarhöld. Ungmennafélag Reykdæla standa fyrir hátíðarhöldum í Reykholtsdal. Riðið verður til hátíðarmessu í Reykholti. Hangikjötsveisla og hátíðardagskrá í Logalandi kl. 13:00. Í Lundareykjadal hefst hátíðardagskrá kl. 14:00 með bátakeppni við ármót Grímsár og Tunguár. Kaffistund í Brautartungu. Nánari dagskrá um hátíðarhöld í Borgarbyggð má finna í auglýsingu hér í Skessuhorni. Akranes – miðvikudagur 20. júní ÍA tekur á móti Magna í 1. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Akranesvelli og hefst kl. 18:00 Á döfinni Skrifstofa til leigu Til leigu 13 fm. skrifstofa við Kirkjubraut á Akranesi. Sameiginleg kaffi- og hreinlætisaðstaða með annarri starfsemi í húsnæðinu. Uppl. gefur Magnús í síma 894-8998. Húsnæði í Borgarnesi Óskum eftir 3-4 herbergja húsnæði til leigu í Borgarnesi, í síðasta lagi frá 1. september nk. Langtímaleiga væri kostur. Erum skilvís og reglusöm. Upplýsingar á majahrund@simnet.is eða í síma 848-2318, Þórir. 2-3 herb. íbúð nálægt Borgarnesi Óska eftir 2-3 herbergja íbúð í kringum Borgarnes. Einstaklingur með öruggar greiðslur. Endilega hafið samband í síma 697-6556. Megas Óska eftir kasettum með Megasi. Upplýsingar á gunnidabb@gmail. com. Óska eftir sparikjól af stærri gerðinni Vantar sparikjól af stærri gerðinni ódýrt eða að láni til prufu í smá verkefni. Nánari upplýsingar hjá Sveini Gunnari í síma 898-7526. Markaðstorg Vesturlands LEIGUMARKAÐUR 10. janúar. Stúlka. Þyngd: 4.155 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Þórunn Káradóttir og Ólafur Fannar Guðbjörnsson, Ólafsvík. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. Stúlkan heitir Birna Rós. 2. júní. Drengur. Þyngd: 3.480 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Jónína Sigríður Þorláksdóttir og Helgi Eyleifur Þorvaldsson, Reykholti. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. ÓSKAST KEYPT Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is 4. júní. Stúlka. Þyngd: 4.064 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir og Pavel Estrajher, Borgarnesi. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. 6. júní. Drengur. Þyngd: 3.988 gr. Lengd: 50,5 cm. Foreldrar: Karen Ósk Þorsteinsdóttir og Sigurður Straumfjörð Pálsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur auglýst eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru. Annars veg- ar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviður- kenningu Sigríðar í Brattholti. Til- nefningarfrestur er til 24. ágúst næst- komandi. Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um umhverfi og náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á ein- stakri náttúru landsins, benda á þær ógnir sem steðja að umhverfi og nátt- úru eða mikilvægi þess að vernda og verja umhverfi og náttúru til fram- tíðar. Umfjöllun um umhverfismál og náttúru hefur aukist til muna á undanförnum árum, bæði innanlands sem og á alþjóðavísu. Má þar nefna aukinn áhuga á íslenskri náttúru samfara örum vexti í ferðamennsku, loftslagsmálum og mikilvægi þess að stemma stigu við ýmiskonar mengun til að tryggja hreint og heilnæmt um- hverfi. Verðlaunin eru veitt á Degi ís- lenskrar náttúru, 16. september ár hvert, en þau geta hlotið fjölmið- ill, ritstjórn, blaða- eða fréttamaður, dagskrárgerðarfólk, ljósmyndari eða rithöfundur sem hefur skarað fram úr með umfjöllun sinni um umhverfis- mál og/eða íslenska náttúru undan- gengna tólf mánuði (tímabilið ágúst – ágúst). Til greina koma einstök verk- efni eða heildarumfjöllun um náttúru og umhverfismál. Þriggja manna dómnefnd skipuð fagfólki á sviði fjölmiðla velur vinn- ingshafa úr innsendum tilnefningum en auk þess hefur dómnefnd svigrúm til að taka til skoðunar fjölmiðlaum- fjöllun um umhverfi og náttúru utan tilnefninga. Náttúruverndar- viðurkenning Sigríðar í Brattholti Þá verður Náttúruverndarviður- kenning Sigríðar í Brattholti veitt einstaklingi sem hefur unnið mark- vert starf á sviði náttúruverndar. Sig- ríður Tómasdóttir, fæddist 24. febrú- ar 1871 í Brattholti. Sigríður var bar- áttukona og náttúruverndarsinni sem lagði mikið á sig í baráttu gegn virkj- un Gullfoss. Hún var því brautryðj- andi á sviði náttúruverndarmála hér á landi og hefur æ síðan verið ís- lenskum náttúruverndarsinnum fyr- irmynd. Óskað er eftir tilnefningum til beggja viðurkenninga í síðasta lagi 24. ágúst 2018. Tilnefningar með rökstuðningi sendist umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík, eða á netfangið post- ur@uar.is. -fréttatilkynning Tilnefningar til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.