Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Síða 27

Skessuhorn - 13.06.2018, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Íslandsmeistaramót öldunga og unglinga í kraftlyftingum fór fram á Akranesi um helgina. Mótið var fá- mennt en góðmennt og góð stemn- ing meðal keppenda og áhorfenda, að því er fram kemur á Facebook- síðu Kraftlyftingafélags Akraness. Í bekkpressu í Junior flokki mætti Svavar Örn Sigurðsson úr Kraftlyft- ingafélagi Akraness til leiks. Hann lyfti 155 kg sem er hans besta lyfta til þessa og sigraði í greininni. Fannar Björnsson úr Kraftlyft- ingafélagi Akraness keppti í kraft- lyftingum í Subjunior flokki. Hann lyfti 150 kg í hnébeygju, 90 kg í bekkpressu og 180 kg í réttstöðu. Samanlagt 420 kg og 265,2 Wilks- stig. María Guðsteinsdóttir úr Ár- manni mætti sterk til leiks í Masters I flokki -57 kg. Hún lyfti 137,5 kg í hnébeygju sem er nýtt Íslandsmet í Masters I flokki. Í bekkpressunni setti hún einnig nýtt Íslandsmet með lyftu upp á 77,5 kg og endaði svo daginn á að setja Íslandsmet í réttstöðu í opnum flokki með því að lyfta 168,5 kg. Samanlagt var María því með 383,5 kg, sem er nýtt Íslandsmet í Masters I flokki og 445 Wilksstig. Í karlaflokki sigraði Guðfinn- ur Snær Magnússon úr Breiða- bliki. Hann lyfti 350 kg í hnébeygj- unni, 250 kg í bekkpressu og 275 kg í réttstöðu. Samanlagt 875 kg og 486,5 Wilksstig. kgk Keppt í kraftlyftingum og bekkpressu á Akranesi Keppni í fullum gangi. Ljósm. Kraftlyftingafélag Akraness. Ísland tók toppsætið í sínum riðli þegar það vann góðan og mikilvæg- an sigur á Slóvenum 2-0 í undan- keppni HM kvenna á Laugardals- velli á mánudagskvöld. Með sigrin- um eru stelpurnar komnar upp fyr- ir Þýskaland í riðlinum sem situr í öðru sæti með 15 stig beint á eftir Íslandi sem er með 16 stig eftir sig- urinn. Tveir lykilmenn voru ekki í lið- inu, Sara Björk Gunnarsdóttir fyrir- liði var fjarverandi vegna meiðsla á hásin og Dagný Brynjarsdóttir ólétt. Það kom ekki að sök þar sem aðr- ar fengu að spreyta sig og stíga upp fyrir vikið. Fyrri hálfleikur var held- ur hægur og það gekk erfiðlega að komast í gegnum slóvensku vörnina. Það var ekki fyrr en á 54. mínútu að fyrsta mark leiksins kom og var það Glódís Perla Viggósdóttir sem skor- aði eftir góða sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Stuttu seinna var hún svo aftur á ferðinni þegar hún skallaði boltanum í netið eftir hornspyrnu á 67. mínútu. Þær slóv- ensku gerðu lítið til að laga stöðu sína það sem eftir var af leiktíma og íslenskur sigur því staðreynd. Stelpurnar eiga tvo leiki eftir í undanriðli og verður næsti leikur á móti sterku liði Þýskalands 1. sept- ember sem verður algjör úrslitaleik- ur um toppsætið í riðlinum. Heims- meistaramótið sjálft fer svo fram í Frakklandi á næsta ári. glh Ísland í efsta sætið Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörk Íslendinga í leiknum gegnu Slóvenum. Ljósm/ Wikipedia. Kári gefur hvergi eftir í toppbar- áttu 2. deildar karla í knattspyrnu. Liðið vann á sunnudag 3-2 sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði í miklum baráttuleik í Akraneshöll. Gestirnir höfðu undirtökin í upphafi leiks og komust yfir strax á 5. mínútu með marki frá Degi Inga Valssyni. Eftir því sem leið á komust Káramenn betur og betur inn í leikinn. Þeir sóttu æ stífar og tókst að lokum að jafna metin á 44. mínútu. Ragnar Már Lárusson fékk þá boltann í fætur og renndi honum í markið af mikilli yfirveg- un. Staðan í hálfleik var því jöfn, 1-1. Káramenn fengu síðan óska- byrjun í síðari hálfleik. Þeir fengu aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Páll Sindri Einarsson stillti bolt- anum upp, lyfti honum yfir vegg- inn og í netið. Glæsilegt mark hjá Páli Sindra og hans fjórða auka- spyrnumark í sumar. Káraliðið féll aðeins til baka eft- ir markið en höfðu áfram góð tök á leiknum. Þeir bættu þriðja mark- inu við á 86. mínútu þegar Gylfi Brynjar Stefánsson skoraði eftir laglega sókn. Staðan orðin 3-1 og lítið eftir af leiknum. En gestirnir neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn á lokamínútunni með marki frá Povilas Krasnovsk- is. Darius Jankauskas var síðan rekinn af velli í liði gestanna eft- ir hættulega tæklingu í uppbótar- tíma. Skömmu síðar var flautað til leiksloka og 3-2 sigur Kára stað- reynd. Kári situr í þriðja sæti deildarinn- ar með 15 stig, jafn mörg og Þrótt- ur V. í sætinu fyrir ofan og einu stigi á eftir toppliði Aftureldingar, sem er einmitt næsti mótherji liðs- ins. Leikur Kára og Aftureldingar fer fram í Mosfellsbæ á morgun, fimmtudaginn 14. júní. kgk Gott gengi Kára heldur áfram Káramenn fyrir leikinn gegn Leikni F. Ljósm. Knattspyrnufélagið Kári. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana í vináttulandsleik í knattspyrnu á fimmtudagskvöld. Ísland komst yfir strax á 6. mínútu þegar Kári Árnason skoraði með laglegum skalla eftir hornspyrnu. Ísland stýrði leiknum án þess þó að skapa sér mörg færi í fyrri hálfleiknum. Það var ekki fyrr en á 40. mínútu að Íslendingar fengu almennilegt færi á nýjan leik. Birkir Bjarnason slapp einn í gegn eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Birkir skaut að marki en Lawrence Zigi í marki Gana varði skotið beint fyr- ir Alfreð Finnbogason sem skallaði hann í opið markið. Ísland var því 2-0 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur fór frekar ró- lega af stað en eftir því sem leið á fóru Ganverjar að komast betur og betur inn í leikinn. Þeir minnkuðu muninn á 66. mínútu. Eftir horn- spyrnu féll boltinn fyrir Kasim Nuhu sem þrumaði honum upp í samskeytin. Ganverjar jöfnuðu síðan á 87. mínútu eftir ágætan samleik. Þeir létu boltann ganga í kringum teiginn þar til þeir fundu Thomas Partey óvaldaðan í teign- um sem þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að leggja boltann í netið. Lokatölur urðu því 2-2. Leikurinn var síðasti undirbún- ingsleikur íslenska landsliðsins fyr- ir HM í Rússlandi sem hefst næsta fimmtudag. Liðið leikur sinn fyrsta leik sinn viku síðar, laugardaginn 16. júní. Þá mætir Ísland liði Arg- entínu með Lionel Messi í broddi fylkingar. kgk Jafntefli við Gana í síðasta leik fyrir HM Íslensku strákarnir fagna marki Kára Árnasonar gegn Gana. Ljósm. þe. Skallagrímur hefur endurnýjað samning sinn við bræðurna Kri- stófer og Guðbjart Mána Gíslasy- ni fyrir komandi tímabil í Dominos deildinni. Kristófer spilaði stórt hlutverk í að hjálpa liðinu upp úr 1. deild og skoraði 13,7 stig að meðal- tali og reif niður 4,8 fráköst. Máni var hins vegar ekki eins mikið í el- dlínunni með meistaraflokki en var þó mikilvægur í liði unglingaflok- ks sem komst í 8-liða úrslit á Íslan- dsmótinu síðasta tímabil. Það má því segja að leikman- nahópur Skallagríms fyrir Domi- nos deildina næsta vetur sé hægt og rólega að taka á sig heildarmynd. glh Leikmannamál skýrast enn frekar hjá Skallagrími Bræðurnir Máni og Kristófer hafa endurnýjað samning sinn við Skallagrím.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.