Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 25. tbl. 21. árg. 20. júní 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma 20 ÁR Diðrik á Helgavatni Diðrik Vilhjálmsson fæddist í Þýskalandi árið 1927 og var að- eins tólf ára gamall þegar heims- styrjöldin síðari skall á. Sautján ára gamall var hann kvaddur í herinn og barðist síðustu mán- uðina í stríðinu. Hann flutti síðan að Helgavatni í Þverárhlíð og bjó þar ásamt Guðfinnu Jónsdóttur, eiginkonu sinni, til ársins 2007. Diðrik á Helgavatni er til viðtals í Skessuhorni vikunnar. Sjá bls. 16-17. Lúsina burt! Augndropar! Írskir dagar verða á Akranesi 5. - 8. júlí Það var hátíðleg stund þegar fjallkonan gekk inn í Hólmgarð í Stykkishólmi ásamt fánaberum á 17. júní. Þjóðhátíðardeginum var fagnað víða um landshlutann og landið allt síðastliðinn sunnudag. Sjá nánar bls. 20-21. Ljósm. sá. Komust í úrslit Bocuse d‘Or Þrír Skagamenn voru í lykilhlut- verki í framlagi Íslands í mat- reiðslukeppninni Bocuse d‘Or, einni virtustu matreiðslukeppni í heimi. Þeir Ari Jónsson, Anton Elí Ingason og Ísak Darri Þorsteins- son voru aðstoðarmenn Bjarna Siguróla Sigurðssonar landsliðs- manns. Aðstoðuðu þeir Bjarna við að töfra fram dýrindis máltíð- ir fyrir dómarana og koma lands- liðinu í úrslit keppninnar. Sjá bls. 22. Grásleppuvertíð í hámarki Veiðar á grásleppu standa nú sem hæst við innanverðan Breiðafjörð. Einar Jóhann Lárus- son í Ögri er einn þeirra sem rær frá Stykkishólmi. Hann segir ver- tíðina heilt yfir hafa gengið vel þó auðvitað mætti alltaf vera meira af fiski. Sjá bls. 2. B59 Hotel opnað B59 Hotel var opnað í Borgar- nesi með opnunarhátíð síðast- liðinn föstudag. Um er að ræða 81 herbergja, fjögurra stjörnu lúxushótel við Borgarbraut 59. Sjá bls. 12.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.