Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 11 STARF VIÐ SUNDLAUGINA Á KLEPPJÁRNSREYKJUM Starfsmaður óskast 100% starf við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum frá 1. september. Um er að ræða framtíðarstarf. Vinnutími er frá 8:00-16:00 alla virka daga Helstu verkefni: Öryggisgæsla.• Afgreiðslustörf.• Gæsla í klefum á skólatíma• Aðstoð við viðskiptavini.• Þrif.• Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.• Standast hæfnispróf sundstaða.• Með góða þjónustulund.• Vinnufyrirkomulag: Umsóknafrestur er til 1. júlí 2018. Nánari upplýsingar veitir Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja Borgarbyggðar, netfang: ingunn28@borgarbyggd.is Eðvarð Lárusson, gítarleikari og tónlistarmaður, oftast kallaður Eddi Lár, er bæjarlistamaður Akra- ness árið 2018. Útnefning hans var kynnt á hátíðardagskrá á Akratorgi á 17. júní. Eddi hóf ungur að árum að leika á gítar og lærði gítarleik fyrst í Tón- listarskólanum á Akranesi og síðar í Tónlistarskóla FÍH þaðan sem hann útskrifaðist frá djassdeild árið 1991. Hann hefur á löngum og far- sælum ferli spilað með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum lands- ins. Hann vakti fyrst athygli á Akra- nesi á unglingsaldri með Skaga- hljómsveitinni Tíbrá. Úr Tíbrá fór hann í Start og síðan hefur hann meðal annars spilað með Bubba, Blúsboltunum og Bítladrengjunum blíðu, Andreu Gylfadóttur vinkonu sinni, verið gítarleikari Stórsveit- ar Reykjavíkur, J.J. Soul Band og Gæðablóðum svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur komið fram á hundr- uðum ef ekki þúsundum tónleika, spilað inn á fjöldann allan af hljóm- plötum og lögum, og ekki bara spil- að heldur einnig útsett. Í apríl 2015 hélt Eddi sína fyrstu eiginlegu sólótónleika. Á efnis- skránni var tónlist eftir Neil Yo- ung í útsetningum Edda, en með honum spiluðu þar þeir Karl Pét- ur Smith á trommur og Pétur Sig- urðsson á bassa. Sá viðburður vakti mikla athygli. Eddi hefur lengi starfað sem kennari við Tónlistarskólann á Akranesi. Hann hóf fyrst störf árið 1984 en hefur starfað við skólann óslitið frá 2008. Hann hefur snert strengi í hjörtum ótal nemenda og þannig haft mikil og jákvæð áhrif á tónlistarmenntun Skagamanna og tónlistarlífið á Akranesi. „Það er fátt sem reynist tónlistarnem- anda betur en góður kennari sem kennir ekki bara á hljóðfærið held- ur hvetur áfram og opnar augu og eyru nemandans fyrir töfrum tón- listarinnar. Eddi er vinsæll kennari og hefur sett saman hópa og hljóm- sveitir innan skólans og margsinn- is komið fram með nemendum við hin ýmsu tækifæri. Nýlegt dæmi er hljómsveitarstjórn í söngleiknum Með allt á hreinu sem NFFA setti upp í samstarfi við Tónlistarskól- ann nýliðinn vetur,“ segir í tilkynn- ingu frá Akraneskaupstað. mm Eðvarð Lárusson er Bæjarlistamaður Akraness Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Eðvarð Lárusson bæjarlistamaður og Ingþór Bergmann Þórhallsson, formaður menningar- og safnanefndar. Eðvarð Lárusson ásamt Andreu Gylfadóttur á Akratorgi 17. júní síðastliðinn. Það óhapp varð aðfararnótt mánu- dags að undirlyftustöng í aðalvél- inni á ísfisktogaranum Akurey AK brotnaði. Varðskipið Þór dró skip- ið til hafnar og voru skipin kom- in til hafnar í Reykjavík um há- degisbil á þriðjudag. Að sögn Ei- ríks Jónssonar skipstjóra var tog- arinn staddur í kantinum norð- ur af Patreksfirði þegar óhappið varð. Rúmur sólarhringur var eft- ir af áætlaðri veiðiferð en um 140 tonna afli var í lest skipsins. Gott veður var á svæðinu og gekk vel að koma dráttartóg yfir í skipið. Gísli Jónmundsson, skipaeftir- litsmaður hjá HB Granda, segir á vef fyrirtækisins að fljótlega eftir óhappið hafi verið drepið á aðal- vélinni. Vélstjórar skipsins hafi kannað hvort orðið hafi meiri skemmdir en þeir eru vongóðir um að svo hafi ekki verið. Því er búist við að viðgerð ljúki fljótt. mm Undirlyftustöng gaf sig í Akurey Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum síðdegis í gær álykt- un. Var hún send samgönguráð- herra, formanni samgönguráðs, þingmönnum Norðvesturkjör- dæmis og Reykjavíkurkjördæm- anna. Í henni er skorað á stjórn- völd að ljúka við tvöföldun Vest- urlandsvegar um Kjalarnes innan þriggja ára. „Bæjarstjórn Akraness hef- ur undanfarin ár margsinnis vak- ið athygli samgönguyfirvalda á brýnni nauðsyn þess að auknum fjármunum verði varið til endur- bóta á Vesturlandsvegi um Kjalar- nes til að auka umferðaröryggi og greiða för. Ljóst er að ástand Vest- urlandsvegar um Kjalarnes er með öllu óásættanlegt og öryggi veg- farenda er teflt í hættu. Daglega fara um veginn þúsundir bíla og sífellt eykst fjöldi óöruggra vegfar- enda sem fara um veginn,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Í ljósi þess segir bæjarstjórn það sár vonbrigði að við nýlega úthlutun á fjögurra milljarða króna viðbótarfram- lagi ríkisins til brýnna vegafram- kvæmda hafi verið litið framhjá Vesturlandsvegi um Kjalarnes. „Bæjarstjórn Akraness krefst þess að samgönguyfirvöld svari ákalli Skagamanna og bregðist tafarlaust við hættulegu ástandi Vesturlands- vegar um Kjalarnes og tryggi að í nýrri samgönguáætlun verði lokið við tvöföldun Vesturlandsvegar frá Hvalfjarðargöngum til Reykjavík- ur innan þriggja ára.“ kgk „Ástand Vesturlandsvegar um Kjalarnes óásættanlegt“ Ekið um Kjalarnes. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.