Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 201814 Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi kom saman til fundar miðvikudaginn 13. júní síðastlið- inn. Á fundinum voru meðal ann- ars kynntar ályktanir bæjarstjórn- ar Akraness frá því deginum áður. Stjórn SSV tekur undir umræddar ályktanir bæjarstjórnar, enda hef- ur ítrekað verið ályktað um þær á þingum SSV og í Samgönguáætl- un Vesturlands. Kemur skýrt fram að sveitarfélögin á Vesturland líta á þessar framkvæmdir sem einhverjar mikilvægustu samgöngubætur sem hægt væri að ráðast í, með hlið- sjón af hagsmunum Vestlendinga. Framkvæmdirnar myndu þó vissu- lega einnig þjóna íbúum landsins alls. Ályktanir Stjórnar SSV eru sem hér segir: Sundabraut „Stjórn SSV skorar á Vegagerðina og Reykjavíkurborg að hefja án taf- ar undirbúning að lagningu Sunda- brautar, sem bætir umferð til og frá höfuðborginni og eykur umferð- ar- og almannaöryggi. Því fyrr sem raunhæfur undirbúningur verk- efnisins hefst eru líkur á að fram- kvæmdir geti farið af stað innan fárra ára. Þetta verkefni þolir enga bið.“ Vesturlandvegur um Kjalarnes „Það er löngu ljóst að ástand Vest- urlandsvegar um Kjalarnes er með öllu óásættanlegt og öryggi vegfar- enda er teflt í hættu. Umferð vex hratt og á sama tíma verður ástand vegarins sífellt verra. Því ríður á að nú þegar verði farið í lagfæringar á veginum til að bæta slæmt ástand hans. Þá liggur fyrir að skipulags- vinnu við tvöföldun vegarins er að ljúka og því krefst stjórn SSV þess að strax í haust hefjist framkvæmd- ir við tvöföldun vegarins að fullum krafti og þeim verði lokið á allra næstu árum.“ kgk/ Ljósm. úr safni. Stjórn SSV ályktar um samgöngumál Vefsjá fyrir Vesturlands hefur verið gerð aðgengileg á heimasíðu Sam- taka sveitarfélaga á Vesturlandi. Inn- an skamms verður einnig hægt að skoða hana á heimasíðu Vesturlands- stofu, www.west.is. „Vefsjáin hefur að geyma fjölmargar upplýsingar um Vesturland og er sérstakleg athugsuð fyrir ferðamenn. Vefsjáin var unn- in í tengslum við verkefnið Áfanga- staðaáætlun Vesturlands DMP og er fjármögnuð af Sóknaráætlun Vestur- lands,“ segir í frétt á vef SSV. Vefsjáin er unnin af fyrirtækinu Hvítárósi ehf. Það er ungt fyrirtæki í landshlutanum sem sérhæfir sig m.a. í landfræðilegum gagnagrunnum. kgk Hægt að skoða vefsjá fyrir Vesturland Skjáskot af vefsjánni. Hér hefur verið valið að sjá áningarstaði við vegi, staði á náttúruminjaskrá og gististaði á kortinu. Stjórn Félags framhaldsskólakenn- ara skorar á mennta- og menn- ingarmálaráðherra að veita fram- haldsskólakennurum full réttindi til kennslu í 8.-10. bekkjum grunn- skóla. Skorað er á ráðherra að út- færa lagagrein um menntun og ráðningu kennara og skólastjór- nenda við leik-, grunn- og fram- haldsskóla í þá veru. „Fjallar 21. laganna um leyfisbréf til kennslu þvert á skólastig. Þannig skal veita kennurum leyfisbréf til kennslu á aðliggjandi skólastigi, til viðbót- ar grunnleyfisbréfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Tafir hafa orðið á framkvæmdinni þrátt fyrir að nú séu 10 ár frá því lögin tóku gildi,“ segir í tilkynningu frá stjórn Félags framhaldsskólakennara. „Alvarlegur kennaraskortur er í grunnskólum landsins. Á með- an fækkar stöðugildum fram- haldsskólakennara vegna stytting- ar námstíma til stúdentsprófs. Vel menntaðir og reyndir framhalds- skólakennarar gætu því starfað við kennslu sinnar greinar í efstu bekkj- um grunnskólanna. Í dag fá fram- haldsskólakennarar ekki menntun sína metna að verðleikum og eru launasettir sem leiðbeinendur komi þeir til starfa í grunnskólana,“ seg- ir Guðríður Arnardóttir, formað- ur Félags framhaldsskólakennara. „Með því að útfæra leyfisbréf fram- haldsskólakennara og veita þeim samhliða full réttindi til kennslu í efstu bekkjum grunnskólans er unnt að bjóða þeim sömu kjör og starfsöryggi grunnskólakennara og freista þess að laða þá til framtíð- arstarfa. Það er brýnt að leita allra leiða til að vinna á kennaraskorti í grunnskólum landsins og styrkja innviði þeirra. Þar vegur þyngst að laða að fleiri hæfa og vel menntaða kennara til kennslu í grunnskólun- um,“ segir hún. Samhliða telur stjórn félags- ins eðlilegt að sambærileg heim- ild verði veitt grunnskólakennur- um sem hafa lokið a.m.k. 120 ein- inga sérmenntun í kennslugrein til kennslu á sérsviði sínu í byrjunará- föngum framhaldsskóla. kgk/ Ljósm. úr safni. Kennarar fái leyfisbréf þvert á skólastig Katrín Sigurjónsdóttir frá Glitstöð- um í Norðurárdal hefur verið ráðin í starf sveitarstjóra Dalvíkurbyggð- ar. Var það samþykkt samhljóða á fyrsta fundi þar nyrðra. Katrín er jafnframt oddviti B-lista Fram- sóknar- og félagshyggjufólks. Katrín er fædd árið 1968 og hefur verið verið búsett á Dalvík undan- farin 30 ár, eða frá árinu 1988. Hún er uppalin á Glitstöðum í Norð- urárdal, systir Guðrúnar bónda á bænum. Foreldrar þeirra eru Sig- urjón Margeir Valdimarsson frá Hreiðri í Holtum og Katrín Auður Eiríksdóttir frá Glitstöðum. Eigin- maður Katrínar er Haukur Snorra- son og saman eiga þau þrjú börn. Katrín er, eins og margir Borg- firðingar, stúdent frá Samvinnu- skólanum á Bifröst. Þá stundaði hún nám í rekstrar- og viðskipta- fræðum við Háskólann á Akureyri 2007-2008 og stundar núna nám í markþjálfun. Hún hefur áður set- ið í sveitarstjórn Dalvíkurbyggð- ar, árin 1994 til 2004, fyrir B-lista Framsóknarmanna. Katrín hefur unnið hjá Sölku-Fiskmiðlun hf., útflutningsfyrirtæki á þurrkuðum fiskafurðum, frá 1994 og sem fram- kvæmdastjóri frá 2004. Katrín tók formlega við lykla- völdum í Ráðhúsi Dalvíkurbyggð- ar mánudaginn 11. júní úr hendi Bjarna Th. Bjarnasonar, fráfarandi sveitarstjóra. kgk Borgfirðingar eignast sveitarstjóra norðan heiða Katrín Sigurjónsdóttir tekur við lyklunum að ráðhúsinu úr hendi fráfarandi sveitarstjóra. Ljósm. Dalvíkurbyggð. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.