Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 201816 Diðrik Vilhjálmsson fæddist í Þýskalandi árið 1927. Hann var að- eins tólf ára gamall þegar heims- styrjöldin síðari skall á og mótaðist æska hans og uppvöxtur nokkuð af því. Að endingu var hann, eins og svo margir ungir menn, kvaddur í herinn og gegndi herskyldu síð- ustu mánuðina sem stríðið geis- aði. Hann nam landbúnað og flutt- ist síðar til Íslands, nánar til tekið að Helgavatni í Þverárhlíð. Þar bjó hann ásamt Guðfinnu Jónsdótt- ur, eiginkonu sinni, til ársins 2007 og dvelur hann þar enn yfir sumar- tímann. Skessuhorn hitti Diðrik á heimili hans í Borgarnesi og ræddi við hann um stríðið, komuna til Ís- lands og margt fleira. Sendur í Hitlersæskuna „Ég er fæddur í Hamborg árið 1927. Ég verð 91 árs gamall í júlí. Foreldrar mínir bjuggu í mið- bænum en fluttu síðan í úthverf- in. Það var nú hálfgerð sveit þar ennþá á þeim árum,“ segir Diðrik Vilhjálmsson í samtali við Skessu- horn. „Faðir minn var skólastjóri og móðir mín húsmóðir. Hún var reyndar lærð hjúkrunarkona en var heimavinnandi með okkur fjögur systkinin. Garðurinn var stór og mikið ræktað af grænmeti, eins og tíðkast hefur alla tíð í Þýskalandi hjá þeim sem hafa tækifæri til þess. Mér fannst bara fínt að vera þarna og það var ágætt að alast þarna upp. Barnsárin voru áhyggjulaus eins og gengur, þangað til þetta stríðsve- sen hófst. Það breytti náttúrulega miklu,“ segir Diðrik. Þegar stríðið hófst 1939 var Dið- rik tólf ára gamall. Faðir hans var kallaður í herinn, nánast alveg í upphafi stríðsins. Eins og marg- ir þýskir piltar var Diðrik send- ur í ungliðahreyfingu Hitlers, sem hét Hitler Jugend á móðurmálinu en var jafnan nefnd Hitlersæskan á íslensku. „Ég var fyrst sendur í Deutsches Jungvolk, sem var deild í Hitler Jugend fyrir pilta á aldrinum 10 til 14 ára. Þetta var bara svipað og að vera í skátunum, nema tölu- vert meiri pólitískur áróður. Þegar við náðum 14 ára aldri vorum við síðan sendir í Hitler Jugend,“ segir Diðrik. Innan vébanda þeirra sam- taka voru drengirnir síðan til 17 ára aldurs, eða þar til þeir voru form- lega kallaðir í herinn. Loftárásir á Hamborg „Við krakkarnir sem vorum fædd 1927 og 1928 voru sendir til Suð- ur-Þýskalands, vegna loftárásanna í Hamborg. Þar sváfum við í skólum og fengum einhverja smá kennslu. Ég var í Suður-Þýskalandi í eitt og hálft ár eða svo. Þessi skólaganga var nú ekki merkileg, bara einn kennari með stóran hóp af krökk- um en það voru góðir tímar samt. Ég á margar góðar minningar frá því að vera með krökkunum í Suð- ur-Þýskalandi. Við fengum nóg að borða og vanhagaði ekki um neitt,“ segir Diðrik. Sprengjum var varpað á ýmsa staði í og við Hamborg meira og minna allt stríðið, kafbátahafn- ir, skipasmíðastöðvar og iðnaðar- hverfi. En í síðustu viku júlímánað- ar 1943 var gerð loftárás á borgina sjálfa og hún gersamlega lögð í rúst. Diðrik var kominn heim frá Suður- Þýskalandi þegar árásin var gerð og man vel eftir þessu. „Þegar við vorum 15 ára vorum við sendir að manna loftvarnarbyssurnar. Þetta voru stórar byssur, 20 sentímetrar í þvermál. Við vöktum við byssurn- ar á nóttunni og lentum í loftárás- um 23. júlí 1943. Það var ævintýri út af fyrir sig. Sem betur fer bjuggu foreldrar mínir í útjaðri borgarinn- ar þannig að húsið okkar slapp og ekkert brann. En borgin var alveg í rúst,“ segir Diðrik. Maturinn fraus í lestinni „Þegar skólanum lauk í apríl 1944 losnaði maður úr þessu. Þá fór ég að læra í landbúnaði, fékk að fara í sveit að læra 16 ára gamall. Svo þegar ég var 17 ára var ég kallaður í herinn. Fyrst var maður sendur í svokallað þegnskylduvinnu. Þeg- ar stríðið byrjaði fólst þegnskyldu- vinnan aðallega í því að vera með skóflu og grafa skurði. En þegar ég var kallaður þangað var þetta bara undirbúningur fyrir herinn,“ seg- ir hann. „Þetta var einhvers stað- ar austur í Prússlandi. Ég var þar í október, nóvember og síðan vor- um við send heim fyrir jólin. Við heyrðum skothríðina frá Rúss- unum þegar við lögðum af stað í kuldanum. Ég tók lestina heim til Hamborgar, í tíu stiga frosti. Þetta voru ekki farþegalestir, bara vöru- flutningavagnar. Það var hálmur á gólfinu þar sem maður gat lagt sig. Það var svo kalt að allur maturinn fraus, hvort sem það var brauð eða smjör, þetta var allt frosið,“ seg- ir Diðrik og hlær við endurminn- inguna. „En þegar ég kom heim milli jóla og nýárs þá beið bréfið eftir mér. Ég átti að mæta í herinn 6. janúar.“ Látnir tína saman líkin Diðrik var sendur til Cottbus, sem er bær skammt sunnan við Berlín. Þar átti að kenna hermönnunum ungu réttu handtökin í stríðinu. „Þar lenti ég aftur í loftárás. Það var svakalegt alveg. Gerð var loft- árás á járnbrautarstöðina. Þar var lest full af skotfærum og urðu óg- urlegar sprengingar,“ segir Diðrik. „Við hliðina á henni var lest frá Rauða krossinum með sjúklinga innanborðs og við vorum sendir til að tína saman líkin. Það var svolít- ið hrikalegt. Við vorum bara látn- ir setja líkin í einhverja hrúgu og ég veit ekkert hvað varð af þeim,“ segir hann. „Ég sá heila og augu og ýmislegt fleira á götunni, hafði aldrei áður áttað mig á því hvað mannsaugu eru stór,“ segir Diðrik. Aðspurður segir hann að vissulega hafi þetta verið ógnvekjandi lífs- reynsa. „Jú, þetta var það, en þeg- ar þarna var komið við sögu var maður eiginlega búinn að slökkva á öllu hérna uppi,“ segir hann og bendir á höfuðið. „Það var ekki til áfallahjálp eða neitt svoleiðis á þeim árum. Maður varð bara að slökkva á öllu til að komast í gegn- um þetta.“ „Skaut aldrei af byssunni“ Það leið síðan ekki á löngu áður en Diðrik var sendur ásamt félögum sínum í fremstu víglínu. „Í Cott- bus var okkur kennt hitt og þetta en það endaði auðvitað með því að Rússarnir fóru að nálgast stað- inn. Þá vorum við sendir til Norð- ur-Þýskalands þar sem við vorum í litlu þorpi í nokkrar vikur, þang- að til 1. apríl 1945. Þá vorum við sendir í fremstu víglínu. Það var við Rín við Emsfljótið, þar lentum við í fyrstu orrustunni. Þarna var mað- ur bara að reyna að bjarga sjálfum sér,“ segir Diðrik. „Ég fékk stóra vélbyssu og átti að baslast með þetta helvíti með mér. Ég skaut aldrei af henni. Maður sá hvert stefndi og það var ekki um annað að ræða en að reyna að bjarga sjálf- um sér,“ segir hann og telur sig afar lánsamann að hafa lifað stríðið af. „Ég var heppinn, maður slapp eiginlega mjög vel í gegnum þetta. Ef maður heyrði „hviss“ þegar kúl- urnar flugu framhjá manni þá vissi maður að maður væri sloppinn,“ segir hann og hlær við. „En síðan lentum við í stórskotahríð frá vél- byssuhreiðrum og þá reyndum við bara að fela okkur einhvers stað- ar. Við vorum bara guttar, allir 17 til 18 ára. Við vorum bara sex eftir úr mínum hópi af 120 manns eftir stríðið. Ég veit ekki hvort þeir hafa allir fallið eða verið teknir til fanga eða hvað,“ segir hann. „Þegar síð- ustu þrjátíu voru drepnir úr hópn- um vorum við fangar hjá Bretun- um. Þeir létu okkur púla á stórum lager með skotfærum, létu okkur raða þessu á bíla og fóru með þetta í burtu. Við vorum látnir vinna alla daga frá morgni til kvölds, hvort sem það var helgi eða ekki og fengum lítið að borða, bara einu sinni á dag. Svo einn góðan veður- dag hugsaði ég með mér að ég færi nú ekki að vinna þessa helgina, nú fengi ég mér frí. Þannig að ég þóttist vera veikur og fór til lækn- is. Læknirinn sá auðvitað strax að það væri ekkert að mér en þenn- an dag sem ég fór til hans hafði ég allavega frí,“ segir Diðrik og hlær við. „En á meðan þetta var fór allt í háaloft á lagernum og Bretarnir drápu síðstu 30 af þessum strákum, akkúrat þennan dag sem ég var hjá lækninum. Þannig að aftur var ég mjög heppinn,“ bætir hann við. Aftur telur Diðrik sig hafa ver- ið lánsaman, því hann var einn þeirra fyrstu sem voru látnir laus- ir af föngum Bretanna. „Fyrst var prestunum sleppt og síðan fólki sem vann í landbúnaði, af því það vantaði fólk til að rækta landið. Ég var því látinn laus úr þessum fangabúðum um miðjan júní 1945. Þetta var sem betur fer bara stutt- ur tími, en það lentu allir í stríð- inu,“ segir hann. Slæmir tímar eftir stríðið Það var nýr veruleiki og erfiður sem blasti við eftir stríðið. Landið í rúst og fjöldi manns fallinn. Diðrik missti annan bróður sinn í stríðinu og hinn var lamaður á hönd eftir að hafa orðið fyrir skoti. „Vand- ræðin byrjuðu eiginlega fyrst eft- ir stríðið. Ég minnist þess ekki að fólk hafi verið að svelta í stríðinu en eftir það var erfitt að fæða fólk í borgum og bæjum. Ég lenti sem betur fer aldrei í því sjálfur af því ég var í sveit, ég hafði alltaf nóg að Diðrik á Helgavatni barðist ungur í síðari heimsstyrjöldinni: „Maður varð bara að slökkva á öllu til að komast í gegnum þetta“ Helgavatn í Þverárhlíð. Ljósm. mm. Diðrik Vilhjálmsson á heimili sínu í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.