Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 21 Froðubrautin vakti mikla lukku í Hótelbrekkunni í Stykkishólmi. Ljósm. sá. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir var fjallkona Akurnesinga í ár. Ljósm. Myndsmiðjan. Kór Stykkishólmskirkju söng í Hólmgarði. Ljósm. sá. Dagskráin í Snæfellsbæ hófst á Landsbankahlaupi barna þar sem saman voru kominn um 50 börn og fengu allir sem þátt tóku verðlaunapening, buff á hausinn og ís. Ljósm. af. Carolin A Baare Schmidt fór fyrir skrúðgöngunni í Búðardal ásamt skátum úr Skátafélaginu Stíganda. Ljósm. sm. Helga Dóra Hólm Jóhannsdóttir í hlut- verki fjallkonunnar í Búðardal. Ljósm. sm. Snæfellsbæingar ársins voru að þessu sinni hjónin Gylfi Scheving og Jóhanna Hjelm. Þau ráku og stofnuðu líkamsræktarstöðina Sólarsport fyrir 30 árum en hafa nú hætt þeim rekstri og sonur þeirra hjóna, Sigurður, ásamt konu hans tekið við. Ljósm. af. Svana Björk Steinarsdóttir var fjall- konan í Grundarfirði og flutti ljóð. Þessar tvær dömur fóru aðeins fram úr sér í skrúðgöngunni í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Veðrið lék við gesti þegar 17. júní var haldinn hátíðlegur í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Prúðbúið fólk kom saman fyrir framan Borgarneskirkju klukkan 14:00 og leiddu krakkar frá Skátafélagi Borgarness fólkið í skrúðgöngu til Skallagríms- garðs með trumbuslætti á vegum Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Ljósm. glh. Hátíðahöld á Akranesi voru með fremur hefðbundnu sniði. Að morgni dags var þjóðlegur morgunn á Byggðasafninu. Börnum var boðið í leiki með Alltaf gaman, félagar í hestamannafélaginu Dreyra teymdu undir börnum og Fim- leikafélag Akraness var með andlitsmálun. Tvær nýjar sýningar voru opnaðar í Byggðasafninu; ljósmyndasýningin Horfnir tímar - Vinkonur og málverkasýningin Bærinn okkar - Fjallið okkar. Hér er svipmynd af Akratorgi. Ljósm. Myndsmiðjan.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.