Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Körfuknattleiksþjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson hefur látið af störf- um hjá Snæfelli. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins síðasta miðvikudag. Ingi Þór þykir einn af bestu körfuknattleiksþjálfurum landsins. Hann hóf störf hjá Snæ- felli árið 2009 og hefur þjálfað báða meistaraflokka félagsins, auk þess að halda utan um starf yngri flokka félagsins. Hann á að baki glæstan feril sem þjálfari karla- og kvennaliðs Snæfells. Undir hans stjórn varð kvennalið Snæfells Íslandsmeistari þrjú ár í röð, 2014, 2015 og 2016, auk þess að vinna bikarmeistaratit- ilinn 2016 og deildarmeistaratitil- inn 2014, 2015 og 2017. Karlaliðið Snæfells gerði hann að Íslands- og bikarmeisturum árið 2010, auk þess að fagna með þeim deildarmeistaratitlinum 2011. „Það er skemmst frá því að segja að framlag hans til körfuboltans hér í Hólminum bæði innan vallar sem utan hefur verið ótrúlegt og eftir því tekið,“ segir Gunnar Svanlaugs- son, formaður kkd. Snæfells. „Fyr- ir hönd leikmanna, stuðningsfólks, styrktaraðila sem og stjórnar þakka ég Inga Þór og fjölskyldu fyrir mik- inn metnað og elju í öllum sínum verkum til félagsins. Um leið ósk- um við þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.“ Sama dag og sagt var frá því að Ingi Þór hefði látið af störfum hjá Snæfelli var greint frá því að hann myndi taka við þjálfun meistara- flokks karla hjá KR. kgk Ingi Þór hættur hjá Snæfelli Ingi Þór Steinþórsson hefur hér átt sitthvað vantalað við dómarann. Ljósm. úr safni/ sá. Kári tapaði stórt þegar liðið heim- sótti Aftureldingu í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Káramenn náðu sér engan veginn á strik í leiknum og máttu að endingu sætta sig við 5-1 tap. Leikurinn fór prýðileg af stað og Ragnar Már Lárusson kom Kára yfir á 20. mínútu. Tryggvi Magn- ússon jafnaði hins vegar fyrir Aft- ureldingu aðeins mínútu síðar. Aft- urelding tók öll völd á vellinum og Jason Daði Svanþórsson kom heimamönnum yfir á 30. mínútu. Káramenn áttu ágætis kafla und- ir lok fyrri hálfleiks og litlu mun- aði að þeir jöfnuðu metin eftir góða sókn sem endaði með skalla í þverslá. Káramenn fundu ekki taktinn í síðari hálfleik frekar en þeim fyrri. Þegar liðið var fram á 77. mínútu kom Andri Freyr Jónasson Aftur- eldingu í 3-1 og tveimur mínút- um síðar skoraði hann aftur. Það var síðan Wentzel Steinar Kamban sem innsiglaði 5-1 stórsigur heima- manna á lokamínútu leiksins. Kári situr í þriðja sæti deildar- innar með 15 stig eftir sjö leiki, þremur stigum á eftir Þrótti V. í sætinu fyrir ofan og stigi á undan Völsungi. Næst leikur Kári laugar- daginn 23. júní næstkomandi þegar liðið mætir Hetti á Egilsstöðum. kgk/ Ljósm. Knattspyrnufélagið Kári. Kári fékk skell Knattspyrnusamband Íslands var með æfingar í vikunni á Snæfells- nesi en þá kom þjálfari á þeirra veg- um og setti upp æfingu með þjálf- aranum á staðnum. Æfingarnar voru í Stykkishólmi, Grundarfirði og Ólafsvík og var góð stemning. Á meðfylgjandi mynd er æfing í full- um gangi í Grundarfirði mánudag- inn 18. júní. tfk KSÍ með æfingar á Snæfellsnesi Snæfellingar hafa framlengt samn- ing sinn við Bandaríkjakonuna Kristen Denise McCarthy fyrir næsta tímabil í Domino´s deildinni. Hún spilaði lykilhlutverk í liðinu síðasta vetur, skoraði 29 stig, reif niður 13 fráköst og gaf fjórar stoð- sendingar að meðaltali í leik. Kristen spilaði fyrst með Snæ- felli tímabilið 2014-2015 þar sem hún varð Íslandsmeistari með lið- inu og var jafnframt valin mikil- vægasti leikmaður úrslitakeppn- innar. Eftir það tímabil hélt hún til Evrópu að spila áður en hún snéri aftur í Hólminn í fyrra. „Kristen hefur ekki síst reynst Snæfellsfjöl- skyldunni mikilvæg utan vallar og er það því með miklu stolti sem körfuknattleiksdeildin tilkynnir áframhaldandi samstarf,“ segir í til- kynningu frá félaginu. glh Kristen áfram í Hólminum Kristen Denise McCarthy skoraði 29 stig að meðaltali síðasta tímabil. Ljósm. úr safni. Víkingur Ó. vann öruggan sigur á Leikni R., 3-0, þegar liðin mætt- ust í 1. deild karla í knattspyrnu á miðvikudagskvöld. Leikurinn var sá fyrsti á nýja gervigrasinu á Ólafs- víkurvelli og fyrsti heimaleikur Víkings í sumar. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og voru sterkari framan af fyrri hálfleik. Smám saman komust gestirnir þó inn í leikinn og voru nálægt því að komast yfir á 30. mín- útu. Sólon Breki Leifsson var með gott pláss í vítateignum og ætlaði að lauma boltanum í hornið nær en skot hans fór í stöngina. Skömmu síðar skoruðu gestirnir mark sem var dæmt af vegna leikbrots. Á 39. mínútu átti Gonzalo Zamorano þrumuskot sem markvörður gest- anna varði og tveimur mínútum síðar var aftur dæmt af mark, en í þetta sinn af Ólafsvíkingum. Eftir smá vandræðagang í teignum kom Ingibergur Kort Sigurðsson bolt- anum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu í aðdragandanum. Staðan því markalaus í hálfleik. Ólafsvíkingar voru öflugir í byrj- un síðari hálfleiks og komust yfir á 50. mínútu. Gonzalo tók auka- spyrnu en skaut beint í varnar- vegginn. Þaðan féll boltinn fyrir Pape Mamadou Faye sem lét vaða. Skot hans fór beint til Alexanders Helga Sigurðarsonar sem stóð einn og óvaldaður í teignum og skilaði boltanum í netið. Heimamenn voru sterkari eftir markið og fengu nokkur prýðileg færi til að auka forystu sína. Það var hins vegar ekki fyrr en í upp- bótartíma að þeim tókst að bæta við. Þá skoraði Kwame Quee eftir góðan samleik við Kristinn Magnús Pétursson upp allan völlinn. Ólafs- víkingar innsigluðu svo sigurinn skömmu síðar þegar Emmanuel Eli Keke skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Lokatölur því 3-0 fyrir Víking og sigur í höfn í fyrsta leik á nýja gervigrasinu. Ólafsvíkingar sitja í fjórða sæti deildarinnar með 13 stig eftir fyrstu sjö leikina. Næst mæta þeir Þór Ak. norðan heiða í kvöld, miðvikudag- inn 20. júní. kgk Leikmenn Víkings Ó. fagna marki Alexanders Helga Sigurðarsonar. Ljósm. af. Sigruðu fyrsta leikinn á nýja gervigrasinu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.