Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 26. tbl. 21. árg. 27. júní 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma 20 ÁR Lúsina burt! Augndropar! Írskir dagar verða á Akranesi 5. - 8. júlí Einhver mesti blíðviðrisdagur sumarsins var síðastliðinn miðvikudag. Það var sólskin og hiti og sjórinn var sléttur og blár. Baldri var siglt af stað yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi eftir stutt hlé á siglingum vegna bilunar og lífið gengur sinn vanagang. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Nú hafa flestar nýjar sveitarstjórnir á Vesturlandi fundað í kjölfar kosning- anna sem voru í lok maí. Meðal fyrstu verkefna þeirra er að kjósa í ráð og nefndir og ákveða val á framkvæmda- stjórum sveitarfélaganna. Í Skessu- horni í dag er rætt við þrjá nýja sveit- arstjóra. Jakob Björgvin Jakobsson lögfræðingur var bæjarstjóraefni H- lista í Stykkishólmi sem hlaut meiri- hluta í bæjarstjórn. Hefur hann tekið við lyklavöldum að Ráðhúsinu. Þá var á fimmtudaginn í síðustu viku geng- ið frá ráðningu Bjargar Ágústsdótt- ur í starf bæjarstjóra Grundarfjarðar- bæjar, en þar fengu Sjálfstæðisflokk- ur og óháðir meirihluta. Björg hefur áður gegnt starfi bæjarstjóra í Grund- arfirði en hefur undanfarin ár starfað hjá Alta. Loks var Linda Björk Páls- dóttir ráðin sveitarstjóri í Hvalfjarð- arsveit þar sem Á-listi hefur meiri- hluta. Hún hefur frá síðasta ári gegnt starfi fjármálastjóra Hvalfjarðarsveit- ar, starfaði lengi við Landsbankann og var sveitarstjóri í Borgarfjarðar- sveit áður en það sveitarfélag samein- aðist Borgarbyggð 2006. Þrátt fyrir nýja meirihluta á Akra- nesi og í Borgarbyggð var gengið til samninga við starfandi sveitarstjóra um að halda starfi sínu áfram, þá Sævar Frey Þráinsson, bæjarstjóra á Akranesi og Gunnlaug A Júlíusson, sveitarstjóra í Borgarbyggð. Báðir hófu þeir störf á liðnu kjörtímabili. Kristinn Jónasson heldur áfram sem bæjarstjóri í Snæfellsbæ enda ríg- hélt meirihluti Sjálfstæðisflokks þar. Kristinn hefur mesta reynslu sveit- arstjórnenda, en hann hefur verið í þessu starfi óslitið frá 1998. Í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfells- nesi var Eggert Kjartansson á Hofs- stöðum endurkjörinn oddviti á fyrsta fundi hreppsnefndar. Starf sveitar- stjóra í Dalabyggð verður auglýst, en Sveinn Pálsson gefur ekki kost á sér áfram. Í Reykhólahreppi hefur Ingi- björg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri kynnt að hún gefi ekki kost á sér í starfið áfram. Hreppsnefnd hefur ekki fundað eftir að Ingibjörg Birna kynnti ákvörðun sína og því liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að ráðningu nýs sveitarstjóra. Guðrún Karólína Reynisdóttir á Gríshóli hef- ur verið kjörin oddviti í Helgafells- sveit og Sif Matthíasdóttir varaodd- viti. Ný hreppsnefnd Skorradals- hrepps fundaði á mánudagskvöld- ið. Þar var Árni Hjörleifsson kosinn oddviti til eins árs og Jón Einarsson varaoddviti. mm Nýir sveitarstjórar en nokkrir endurráðnir Þrálát rigningartíð hefur einkennt veðrið á Vesturlandi síðustu tvo mánuði, bændum og búaliði og mörgum fleiri til ama. Líkt og oft áður hefur veðurgæðunum verið misskipt milli landshluta. Að þessu sinni hafa íbúar á Norður- og Aust- urlandi ekki yfir nokkru að kvarta, veðráttan þar hefur verið með ágætum og bændur í þeim lands- hlutum víða byrjaðir heyskap og sumir jafnvel lokið fyrri slætti. Allt annað ástand er hér á Vesturlandi þar sem nær stöðugur óþurrkur hefur einkennt veðráttuna og vart fært um tún sökum bleytu. Hey- skapur er því vart byrjaður. Sólar- leysi og væta orsakar kalda grasrót og við þær aðstæður dregur veru- lega úr grassprettu. Veðurspá ger- ir ráð fyrir vætutíð alla næstu viku og til mánaðamóta. Meðfylgjandi mynd er tekin á Innnesinu í Hval- fjarðarsveit í gær. Þar er spretta góð en vatn eins og sjá má liggur í poll- um á túnum. mm Veðráttan óhagstæð bændum og búfénaði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.