Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 9 MÁNUDAGUR / 25.JÚNÍ 18:00 Gulir bjóða heim Hittumst á Wembley. Fjölskylduratleikur (í boði alla vikuna) Nánari upplýsingar á www.brakarhatid.is Vinnuskólinn Kemur með hverfaskrautið í hverfin. ÞRIÐJUDAGUR / 26.JÚNÍ Fjölskylduratleikur 18:00 HM (Ísland- Króatía) ÁFRAM ÍSLAND! Tilvalið að nýta tímann fyrir leikinn til að byrja að setja niður hverfaskraut. MIÐVIKUDAGUR / 27.JÚNÍ Fjölskylduratleikur 18:00 Bláa hverfið býður heim Mæting við völlinn fyrir neðan Þórðargötu. Krakkar á öllum aldri velkomin. Sápubolti, vatnsblöðrustríð og rennibraut. LAUGARDAGUR / 30.JÚNÍ 08:30 Bátasiglingar á vegum BSV - Brák 11:00 Siglt verður frá Brákarey. 09:00 Morgunmatur í Grímshúsum 11:00 Fyrir alla sem vilja. 13:00 Ævar Vísindmaður Les upp úr bók sinni í Landnámssetri. 13:00 Leikfangasafn Soffíu í Englendingavík 17:00 Býður alla velkomna. 13:00 S K E M M T I D A G S K R Á HEFST ÚT Í BRÁKAREY Hoppukastali / Þrautabraut / Víkingaskart fyrir börnin / Lína Langsokkur / Uppboð / Sporið / Sölutjöld og markaðir / Húlladúllan / BMX brós Opið verður hjá Skotfélaginu, Golfklúbbnum, Fornbílafélaginu og Nytjamarkaðnum og ætla þau að vera með ýmsa afþreyingu í boði fyrir gesti. 15:00 Koddaslagur í sjónum fyrir 13.ára og eldri F IMMTUDAGUR / 28.JÚNÍ Fjölskylduratleikur 13:00 Aldan er með opna vinnustofu 15:00 Þar verður hægt að búa til Brákarhátíðarskraut. 19:00 Rauða hverfið býður heim 19:00 Tónleikar út í Brákarey Pylsur og svali í boði Arion Banka. Tónlist í boði Hljómlistafélag Borgarfjarðar. FÖSTUDAGUR / 29.JÚNÍ Fjölskylduratleikur 13:00 Aldan er með opna vinnustofu 15:00 Þar verður hægt að búa til Brákarhátíðarskraut. Götugrill 21:00 Key to the Highway Tónleikar þar sem leikin verður tónlist Eric Clapton. B59 Hótel. Verð kr.2500. KVÖLDDAGSKRÁ / 30.JÚNÍ 19:45 Skrúðganga frá Hjálmakletti Öll hverfin hittast þar og labba síðasta spölin saman að Dalhalla þar sem kvöldvakan fer fram. Það væri gaman að sjá sem flesta í hverfalitunum. 20:00 Kvöldvaka í Dalhalla Hljómlistafélag Borgarfjarðar sér um tónlistina og mun Páll Óskar einnig syngja nokkur lög. 23:30 BrákarhátíðarBALL í Hjálmakletti, haldið af Knattspyrnudeild Skallagríms, enginn annar en Páll Óskar spilar fyrir dansi. SUNNUDAGUR / 1.JÚLÍ 20:00 Reynir Hauksson með Flamenco tónleika. Söguloftið í Landnámssetrinu. Verð kr.2000. BRÁKARHÁTÍÐ í BORGARNESI FÖSTUDAG 29 & LAUGARDAG 30 JÚNÍ 2018 DAGSKRÁ GEIRABAKARÍ Innarlega í Ólafsdal í Gilsfirði má nú sjá greinilega móta fyrir veg- legum vegghleðslum aldagamals skála. Skálinn og aðrar tóftir fund- ust óvænt í fyrra við skráningu á minjum frá tíma búnaðarskólans sem var starfræktur í dalnum árin 1880-1907. Síðastliðnar vikur hef- ur þarna verið um sex manna hópur fornleifafræðinga frá Fornleifastofn- un Íslands sem hefur unnið að því að grafa upp ríflega 20 metra lang- an skálann. Birna Lárusdóttir hefur haft umsjón með verkefninu en það var jafnframt hún sem upphaflega rak augun í rústirnar á loftmynd. Minjar frá 9. eða 10. öld Frá því að Skessuhorn greindi frá óvæntum fundi minjanna síðastliðið sumar hefur ýmislegt komið í ljós. Í haust var grafinn könnunarskurð- ur í gegnum miðjar rústirnar sem lenti einmitt á langeldinum. Þaðan voru tekin öskusýni sem voru send til Glasgow til frekari rannsókna. Þau leiddu það í ljós og renndi stoð- um undir þær getgátur að þarna hafi verið búið fljótlega eftir land- nám, líklega á 9. eða 10. öld. „Það er greinilegt að húsið hefur verið end- urbyggt oftar einu sinni og bætt við það sem bendir til þess að hér hef- ur verið búið um nokkurn tímann,“ segir Birna. Þrátt fyrir það er ekki vitað um neinar heimildir um að þarna hafi verið búið. „Bæjarstæð- ið er frekar sérstakt á margan hátt. Þetta er frekar innarlega í dalnum við nokkuð þröngar aðstæður og við sjáum allavega ekki í dag neitt áber- andi túnstæði hérna. Hérna í kring eru þó ýmsar tóftir sem geta ef til vill sagt okkur eitthvað um hvað fólk hafi viðhafst hérna,“ segir Birna um legu skálans. Uppgröfturinn rétt að byrja „Þó að veggirnir séu komnir vel í ljós þá eigum við ennþá eftir nokkra sentímetra niður í sjálft gólfið sem er oftast það áhugaverðasta í svona uppgreftri. Þar má finna ýmsa gripi og fleira sem getur sagt til um hvern- ig líf þeirra sem þarna bjuggu hafi verið,“ segir Birna um uppgröftinn. Það er þó ekki á áætlun í þessari lotu en áætlað er að verkið muni spanna um þrjú ár. Þá er áætlað að skoða all- an skálann sem og ýmsar tóftir sem má í nágrenni skálans. Verkefnið er fjármagnað af Fornminjastofnun og Minjavernd en síðarnefnda félagið hyggst eins og kunnugir vita endur- reisa þær byggingar sem voru uppi á tíma Búnaðarskólans í Ólafsdal. Fyrir áhugasama er hægt að fylgj- ast með uppgreftrinum á Facebo- ok-síðunni „Fornleifarannsóknir í Ólafsdal“. „Sögurölt“ safna í Dölum og á Ströndum Í gærkvöldi, þriðjudaginn 25. júní, var sögurölt í Ólafsdal. Fjölmenn- ur hópur gekk undir leiðsögn Birnu inn dalinn þar sem hún gerði grein fyrir uppgreftrinum, skálanum, sem og öðrum nálægum tóftum. Gang- an var hluti af samstarfsverkefni Byggðasafns Dalamanna og Sauð- fjársetursins á Ströndum en það byggir á stuttum göngutúrum sem þessum að stöðum sem hafa sög- ur að segja. Í þetta sinn var einnig haft samstarf við Fornleifastofnun Íslands og Ólafsdalsfélagið, sem að lokinni göngu stóð fyrir vöfflusölu í gamla skólahúsinu en það hefur ný- lega verið opnað fyrir sumarið. sla Uppgröftur hafinn á fornum skála í Ólafsdal Guðrún Alda Gísladóttir og Birna Lárusdóttir eru hluti af teyminu sem hefur unnið að uppgreftrinum síðustu vikur. Gönguhópurinn stendur í óreglulegri tóft sem ekki er gott að segja af hverju sé. Kúptar vegghleðslurnar eru einkennandi fyrir skála frá þessum tíma. Ljósm. Fornleifastofnun Íslands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.