Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 201814 Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslansd, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins sl. miðvikudag að hann hyggðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á þingi ASÍ í október. Gylfi hefur ver- ið forseti ASÍ undanfarinn áratug. Hann var fyrst kjörinn í október 2008 og hefur fjórum sinnum ver- ið endurkjörinn. Þar áður var hann framkvæmdastjóri ASÍ, frá 2001 en hann kom fyrst til starfa hjá verka- lýðshreyfingunni 1989 sem hag- fræðingur ASÍ hjá kjararannsókn- arnefnd. Gylfi segir að það hafi ekki verið einföld ákvörðun að stíga til hliðar, en hann telji hana engu að síður rétta. „Ég tók við sem for- seti ASÍ þremur vikum eftir hrun og það var gríðarleg áskorun sem beið okkar sem vorum í forystu á vinnumarkaðinum á þeim tíma. Nú tíu árum síðar erum við komin fyrir vind og vel það. Kaupmáttaraukn- ingin á síðustu þremur árum er sú mesta í Íslandssögunni, atvinnu- leysi er lítið, verðbólga lág og vext- ir í sögulegu lágmarki, þótt enn séu þeir alltof háir. Allir þessir þættir skipta launafólk miklu máli,“ seg- ir Gylfi. Hann segir deilur innan verka- lýðshreyfingarinnar hafa harðnað undanfarið og tekist sé á um leið- ir í kjarabaráttunni. „Í þeim deil- um virðist því miður sem persóna mín, í stað skoðana minna, sé orð- in aðalatriði og þá á kostnað mál- efnalegrar umræðu. Alþýðusam- bandið er meira en 100 ára gamalt og gríðarlega mikilvægt í allri rétt- inda- og kjarabaráttu launafólks á Íslandi. ASÍ er mun stærra en nokkur einstaklingur, en ég viður- kenni að það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávallt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyf- inguna,“ segir hann. Gylfi kveðst sannfærður um að sýn sem forysta ASÍ og aðildar- félaga hefur haft að leiðarljósi síð- ustu áratugi hafi skilað miklum ár- angri. Vonast hann til að áhersla verði áfram lögð á að tryggja stöð- ugleika og langtímaárangur í kjara- baráttu. „Ef brotthvarf mitt getur orðið til þess að auka líkurnar á að áfram verði haldið á svipuðum nót- um ber mér að íhuga stöðu mína og hlutverk. Það hef ég nú gert og nið- urstaða mín er sú að ég mun ekki gefa kost á mér sem forseti ASÍ á þinginu okkar í haust. Ég tek þessa ákvörðun í þakklæti og auðmýkt fyrir að hafa fengið að starfa fyrir íslenska verkalýðshreyfingu allan minn starfsferil. Ég vona sannar- lega að hreyfingin nái vopnum sín- um og sameinist í störfum sínum fyrir launafólk á Íslandi í komandi kjarasamningum. Verkalýðshreyf- ingin er nefnilega svo miklu öflugri þegar allir róa í sömu átt,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. kgk Gylfi hættir sem forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson í ræðustól. Ljósm. ASÍ. Skessuhorn greindi frá því fyrr í mánuðinum þegar Grettir BA, skip Þörungaverksmiðjunnar á Reyk- hólum, strandaði á grynningum skammt frá Stykkishólmi. Greint var frá því að ástæða strandsins hafi verið sú að grynningarnar hafi ver- ið ranglega merktar inn á sjókort sem siglt var eftir. Ásgeir Erlendsson, upplýsinga- fulltrúi Landhelgisgæslunnar, hafði samband við Skessuhorn í gær vegna þessa. Hann segir að svo virðist sem skipstjóri Grettis hafi ekki notað opinbert sjókort, sem sýni umrætt sker. „Landhelgisgæsla Íslands ber ábyrgð á útgáfu opin- berra sjókorta. Þau eru gefin út á tvennu formi, sem prentuð sjókort auk þess að vera gefin út rafræn. Leiðréttingar á pappírssjókortum eru birtar í tilkynningum til sjófar- enda og eru þær aðgengilegar á vef Landhelgisgæslunnar,“ segir Ás- geir. „Það er á ábyrgð og í höndum skipstjórnarmann að uppfæra þau sjókort sem notuð eru hverju sinni. Það er gert annars vegar með því að leiðrétta þau samkvæmt tilkynning- um til sjófarenda, eða að vera með áskrift að rafrænum uppfærslum, sé um opinber rafræn kort að ræða,“ segir hann. „Opinber sjókort sýna umrætt sker. Í þessu tilfelli var gef- in út leiðrétting af umræddu svæði í byrjun febrúar á þessu ári,“ segir Ásgeir. kgk „Virðist ekki hafa notað opinbert sjókort“ Frá strandinu. Á myndinni má sjá Gretti BA og sjómælingaskipið Baldur. Ljósm. úr safni/ Haukur Páll. Hvanneyrarhátíðin verður haldin hátíðleg í fimmta sinn á Hvann- eyri í Borgarfirði laugardaginn 7. júlí og verður margt í boði fyr- ir gesti. „Undirbúningur geng- ur vel og allt er á réttu róli,“ segja skipuleggjendur hátíðarinnar, þær Ragnhildur Helga Jónsdótt- ir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Ís- lands, og Álfheiður Sverrisdótt- ir, verkefnastjóri hjá Landbún- aðarháskóla Íslands. „Það verður nóg í boði fyrir gesti eins og síð- ustu ár. Það er til dæmis verið að setja upp tvær sýningar sem opna á hátíðardegi. Annars vegar sýning- in „Konur í landbúnaði í 100 ár“ sem Landbúnaðarsafnið, Land- búnaðarháskóli Íslands og Kven- félagið 19. júní standa fyrir og annars vegar 100 ára afmæli drátt- arvélarinnar sem Landbúnaðar- safnið stendur fyrir í samstarfi við Ferguson félagið. Þarna liggur heljarinnar vinna á bak við,“ seg- ir Ragnhildur. „Báðar sýningarn- ar verða opnaðar 7. júlí. Sýningin Konur í landbúnaði í 100 ár verð- ur opin eitthvað frameftir sumr- inu en dráttarvélasýningin verður bara eins dags viðburður,“ bætir Álfheiður við. Fullt í boði fyrir gesti Auk sýninganna mun Hvanneyr- ingurinn Reynir Hauksson spila Flamenco tónlist í Hvanneyrar- kirkju. Bjarni Guðmundsson mun kynna bók sína Íslenskir heyskap- arhættir og er hátíðardagurinn jafnframt útgáfudagur bókarinn- ar. „Bækurnar hans Bjarna eru al- gjört þrekvirki og því stórviðburð- ur og vert að vekja athygli á,“ segir Ragnhildur. Ásamt Bjarna mun Guðrún Bjarnadóttir og Jóhann Óli Hilm- arsson kynna bók sína, Grasnytj- ar á Íslandi, en þess má geta að Bjarni teiknaði hluta af mynd- unum í bókinni hennar Guðrún- ar og því er þetta allt saman mjög nátengt héraðinu. Fleiri viðburð- ir verða í boði: Laufey ísgerð frá Brekkukoti mun kynna ísinn sinn, markaður verður í gamla leikfimi- salnum, leiðsögn um Yndisgarða, Eigenda- og ræktendafélag land- námshænsna verður með sýningu og frí andlitsmálun verður í boði fyrir börnin. Gestum gefst einnig kostur á að ferðast um á heyvagni sem vakti mikla lukku gesta í fyrra. Að auki verður frítt í Landbúnað- arsafnið og Ullarselið verður opið. Þetta ásamt mörgu fleiru verður í boði og getur fólk nálgast dagskrá hátíðarinnar á Facebook undir Hvanneyrarhátíð. Brottfluttir Borgfirð- ingar koma aftur heim Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa ávallt gert mikið úr því að reyna að hafa allt sem í boði er á hátíðinni úr heimabyggð og hátíðin í ár er engin undantekning. „Við reyn- um sem mest að hafa allt heima- fengið en ekki keypta skemmtun utan héraðsins. Einn af punktun- um er maður er manns gaman og leggjum við mikla áherslu á það hér,“ segja Ragnhildur og Álfheið- ur. „Þetta er hátíð þar sem marg- ir brottfluttir úr Borgarfirði koma aftur heim og nýta sér þennan dag til að hitta marga á stuttum tíma og endurnýja tengslin.“ Ásamt Borgfirðingum þá er töluvert um að fólk sem dvelur í sumarbú- stöðum á svæðinu kíki á hátíðina og sömuleiðis fólk að sunnan sem hefur heyrt af hátíðinni og tekur sér sveitarúnt frá höfuðborginni. „Við hvetjum alla til þess að mæta og njóta með okkur,“ segir Ragn- hildur að lokum. Hvanneyrarhátíðin verður eins og fram kemur laugardaginn 7. júlí og fer dagskráin fram milli kl. 13:30 og 17:00. glh Þétt dagskrá á Hvanneyrarhátíð Ragnhildur Helga og Álfheiður sjá um að skipuleggja hátíðina ásamt fleirum. Í fyrra fór fram leiðsögn um gömlu torfuna með Sveini Hallgrímssyni. Ljósm. kgk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.