Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað þykir þér best við rigninguna? Spurni g vikunnar Ingveldur Ingólfsdóttir: „Að þá er best að vera inni að prjóna.“ Mattías Arnar Þorgrímsson: „Að þú þurfir ekki að vökva.“ Aðalheiður Sigurðardóttir: „Að það sé ekki alltaf þurrkur.“ Gabriel Trillot: „Mér líkar bara ekkert við rign- inguna.“ Halldóra Baldursdóttir: „Rigningin er góð fyrir gróður- inn“ (spurt í Stykkishólmi) Helgina 22.-24. júní var Aldurs- flokkameistaramót Íslands í sundi haldið á Akureyri. Mótið er bæði keppni á milli liða, þar sem átta fyrstu sundmenn í hverri grein og hverjum aldursflokki gefa stig en einnig eru stigahæstu sundmenn hvers aldurs- flokks verðlaunaðir. Til að öðlast keppnisrétt á mótinu þurfa sundmenn að ná tímalágmörk- um sem miðast við aldur þeirra. Í ár náðu 26 sundmenn Sundfélags Akraness lágmörkum. Liðið mætti til leiks með 21 keppanda og endaði í 6. sæti, aðeins fjórum stigum frá 5. sætinu. Á mótinu eru veitt verðlaun fyrir efstu sex sætin. Eftirtaldir sund- menn SA fengu verðlaun: Í flokki 15-17 ára: Brynhildur Traustadóttir 2. sæti í 100 m flugsundi, 4. sæti í 100 m, 200 m og 800 m skriðsundi, 5. sæti í 400 m skriðsundi. Ásgerður Jing Laufeyjardóttir 4. sæti í 100 og 200 m bringusundi, 6. sæti í 100 m baksundi Sindri Andreas Bjarnason 4. sæti í 100 og 200 m bringusundi, 5. sæti í 200 m skriðsundi. Í flokki 13-14 ára: Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 3. sæti í 100 og 200 m bringusundi, 5. sæti í 400 m fjórsundi Guðbjörg Bjartey Guðmundsdótt- ir 4. sæti í 100 m baksundi og 100 m bringusundi, 6 sæti í 400 m fjór- sundi. Ingibjörg Svava Magnúsardóttir 5. sæti í 800 m skriðsundi, 6. sæti í 200 m flugsundi. Kristján Magnússon 6. sæti í 100 og 200 m baksundi, 800 m skriðsundi og 400 m fjórsundi. Í flokki 12 ára og yngri Guðbjarni Sigþórsson 2. sæti í 100 m bringusundi, 3. sæti í 100 m flug- sundi, 100 m skriðsundi og 100 m fjórsundi, 6. sæti í 200 m og 400 m skriðsundi. Þá varð boðsundssveit í flokki 13-14 ára í 3. sæti í 4x100 m fjór- sundi. Þar synti Erna Þórarinsdóttir baksund, Ragnheiður Karen Ólafs- dóttir synti bringusund, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir synti flug- sund og Ingibjörg Svava Magnúsar- dóttir synti skriðsund. Alls tóku 16 sundlið þátt í mótinu og voru keppendur 277. Lið SH í Hafnarfirði bar sigur úr býtum en í 2. sæti var lið ÍRB frá Reykjanesbæ, í 3. sæti var lið Sunddeildar Breiða- bliks úr Kópavogi, í 4. sæti var lið ÍBR sem eru sameinuð þrjú sundlið úr Reykjavík og í 5. sæti var lið Sund- deildar Ægis frá Reykjavík. „Þess má geta að sundmenn allra þessara liða æfa í 50 m laug og flest þessara liða voru með yfir tvöfaldan keppenda- fjölda okkar Akurnesinga,“ segir í til- kynningu frá Sundfélagi Akraness. „Mótið fór vel fram, að mestu í blíð- skaparveðri, og var gleðin við völd þar sem sundmenn stóðu þétt sam- an og voru duglegir að hvetja hvort annað. Sundfélag Akraness þakkar fararstjórum og foreldrum kærlega fyrir þeirra ómetanlega framlag.“ kgk AMÍ var haldið um helgina Keppendur frá Sundfélagi Akraness stilltu sér upp fyrir framan Akureyrarkirkju. Mótið fór að mestu fram í blíðskaparveðri norðan heiða. Landsmót hestamanna fer fram í 23. sinn í byrjun næsta mánaðar. Það hefst sunnudaginn 1. júlí næst- komandi og stendur til 8. júlí. Mót- ið verður haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Er þetta í 23. sinn sem mótið er haldið, hið fyrsta var haldið á Þingvöllum árið 1950. Mótið er einn stærsti íþróttavið- burður sem fram fer á Íslandi. Þar etja bestu knapar og hestar lands- ins kappi auk þess sem sýnd verða kynbótahross og gæðingar. Þá er skemmtidagskrá fyrir allan ald- ur fyrir landsmótsgesti. Lögð er áhersla á skemmtilega dagskrá fyr- ir börn og þeim gefinn kostur að komast í návígi og snertingu við hestana. kgk/ Ljósm. úr safni/ iss. Landsmót hestamanna framundanValdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu-kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hafnaði í 19. sæti á Ladies Euro- pean Thailand Championship mótinu í Tælandi um helgina. Mótið var liður í Evrópumótaröð kvenna. Fyrstu tvo hringi mótsins lék hún á 71 höggi, einu undir pari. Komst hún því örugglega í gegn- um niðurskurðinn á samtals tveim- ur höggum undir pari í 17. sæti mótsins. Henn gekk ekki eins vel á þriðja hringnum. Hann lék Val- dís á 74 höggum og var samtals á pari í 33. sæti fyrir síðasta keppn- isdaginn. Hún átti síðan flottan lokahring, fór hann á 70 höggum og lauk því leik samtals á tveimur höggum undir pari og hafnaði í 19. sæti mótsins. kgk Valdís gerði vel í Tælandi Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylf- ingur. Ljósm. úr safni. Skagamenn hafa lokið þátttöku sinni í Mjólkurbikar karla í knatt- spyrnu eftir 1-0 tap gegn Pepsi deildar liði FH í átta liða úrslit- um. Liðin mættust á Akranesvelli á mánudagskvöld. FH-ingar skoruðu eina mark leiksins strax á 3. mínútu. Atli Guðnason fékk boltann úti á vinstri kanti. Hann leit upp og sendi frá- bæra lága fyrirgjöf fyrir markið, beint á Brand Olsen sem var einn og óvaldaður í teignum og skoraði auðveldlega. Gestirnir úr Hafnarfirði voru sterkari eftir markið og réðu ferð- inni í leiknum. Skagamenn fengu þó sína sénsa. Þeir komust tveir á tvo eftir 20 mínútna leik en náðu ekki að gera sér mat úr því. Litlu munaði að FH bætti við marki þeg- ar Steven Lennon slapp einn í gegn, lék á Árna Snæ Ólafsson í mark- inu en skaut rétt framhjá. Gest- irnir fengu svo dauðafæri rétt fyr- ir hálfleik. Halldór Orri Björnsson fékk boltann í teignum, fór framhjá Árna í markinu en skot hans var svo laflaust að Árni greip það á línunni. Staðan því 1-0 fyrir gestina í hálf- leik. Skagamenn voru sprækari í upp- hafi síðari hálfleiks og áttu oft og tíðum álitlegar sóknir án þess að skapa sér afgerandi marktækifæri. Litlu munaði að þeir jöfnuðu á lokamínútu leiksins. Þeir fengu hornspyrnu og fóru allir inn í teig. Boltinn var sendur fyrir og skapað- ist mikil hætta við mark FH-inga. Skagamenn áttu ein þrjú skot að markinu en inn vildi boltinn ekki og þar við sat. FH sigraði með einu marki gegn engu og Skagamenn eru dottnir úr leik í bikarnum að þessu sinni. kgk ÍA úr leik í bikarnum Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, hafði í nógu að snúast í leiknum gegn FH. Ljósm. úr safni/ gbh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.