Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 27. tbl. 21. árg. 4. júlí 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma 20 ÁR Lúsina burt! Augndropar! Írskir dagar verða á Akranesi 5. - 8. júlí Undanfarna daga hefur Unnsteinn Elíasson hleðslumeistari frá Ferjubakka hlaðið vegg milli bílaplansins og Fosshótels Reykholti. Honum til aðstoðar hafa verið þeir Einar Ólafsson frá Gilsbakka og Þorsteinn Guðmundsson frá Fróðastöðum sem sjá um vélavinnu, jarðvegsframkvæmdir og gamanmál. Veggurinn er hinn glæsilegasti en hleðsluveggir Unnsteins gefa Reykholtsstað afar fallegt yfirbragð. Meðal annars er komin hleðsla umhverfis kirkjugarðinn, vestan við hótelið. Ljósm. bhs. Síðastliðinn miðvikudag boðaði Reykhólahreppur til opins íbúafund- ar þar sem kynntar voru niðurstöður norsku verkfræðistofunnar Multi- consulant og ráðgjafarstofunnar Alta á rýnivinnu vegna lagningar nýs Vestfjarðavegar. Samkvæmt bráða- birgðaniðurstöðu þessarar skoðunar er mælt með að farin verði svoköll- uð Reykhólaleið (R-leið) sem þýðir vegtenging við sunnanverða Vest- firði um Reykhólaveg og þorpinu á Reykhólum þannig komið í þjóð- braut. Reist yrði 800 metra brú yfir Þorskafjörð milli Staðar á Reykja- nesi og Skálaness. Með þessari til- lögu yrði horfið frá vegagerð um þrætueplið Teigsskóg, jarðgangaleið undir Hjallaháls eða um aðrar leiðir til uppbyggingar framtíðar vegteng- ingar við Vestfirði. Fram hafa kom- ið efasemdir fulltrúa Vegagerðar- innar með niðurstöðu Norðmann- anna, eins og fjallað er um í ítarlegri fréttaskýringu í Skessuhorni í dag. mm Reykhólum hugsanlega komið í þjóðbraut Strandveiðitímabilið er nú hálfnað, en það er eins og kunnugt er mán- uðina maí til og með ágúst. Tölu- vert er um að sjómenn hafa ekki get- að róið alla 12 dagana sem leyfilegt er í hverjum mánuði, sökum gæfta- leysis. Aflinn á þessum fyrri helm- ingi tímabilsins er 167 tonnum minni en í fyrra. Í júní veiddust um 2.500 tonn, sem er svipað og í fyrra. Á fyrri helmingi strandveiðitímabils- ins var samtals komið með um 4.400 tonn að landi. Færri stunda veið- arnar nú í samanburði við síðasta ár og er ástæðan talin léleg afkoma í fyrra og gott ástand á vinnumark- aði. Þeir sem róa hafa að undanförnu þurft að fara langt til fiskjar, m.a. sjó- menn sem róa frá höfnum á Vestur- landi. Síðastliðinn fimmtudag, und- ir lok mánaðarins, réru til að mynda nokkrir frá Snæfellsnesi þrátt fyrir varhugavert veðurútlit. Áttu nokkrir í basli til hafnar enda suðvestan rok skollið á, en skiluðu sér þó allir heilu og höldnu. mm Strandveiðitímabilið hálfnað Á leið til lands í brælu síðastliðinn fimmtudag. Hér öslar báturinn Ás SH síðasta spölinn til hafnar. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.