Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 20182 engin áhrif á áferð eða lit á stál- inu,“ segir Emil Kristmann Sæv- arsson aðstoðar framkvæmdastjóri hjá Blikksmiðju Guðmundar í samtali við Skessuhorn. Hann seg- ir vélina vera algjöra byltingu fyr- ir framleiðslugetu blikksmiðjunn- ar því nú geti starfsmenn tekið að sér verk sem þeir gátu ekki áður. „Með fjöllokkinum getum við tek- ið að okkur verk sem krefjast mik- illar nákvæmni eða fjöldafram- leiðslu. Við getum einnig unnið verk mun hraðar og þar af leiðandi boðið upp á samkeppnishæft verð fyrir viðskiptavinina,“ segir Emil. Fóru á vélasýningu til að opna hugann Fjöllokkurinn var fyrst tekinn í notkun fyrir tæpum tveimur árum og hafa starfsmenn blikksmiðjunn- ar nýtt þann tíma til að læra vel á vélina og hvað hún getur gert. Að sögn Emils stóð þó ekki til að kaupa vél af þessu tagi. „Við fór- um á vélasýningu í Þýskalandi bara til að opna hugann, sjá hvað aðrir eru að gera og ekki vera bara allt- af hér í sveitinni að gera það sama. Við ætluðum ekki að kaupa neitt úti, ferðin var eingöngu hugsuð til að svona gægjast út um gluggann,“ segir Emil og brosir. Ferðin fór þó á annan veg. „Þegar við svo sáum þessa græju sáum við möguleikana sem hún gæti fært okkur. Það er þó gríðarlega stórt skref fyrir litla fyrirtækið okkar hér á Akranesi að fjárfesta í svona vél en við ákváð- um að slá til og það er óhætt að segja að við sjáum ekki eftir því. Vélin hefur alveg sannað sig og gott betur en það,“ segir Emil. Nú á næstu mánuðum hafa starfsmenn blikksmiðjunnar í huga að kynna vélina betur fyrir hugsanlegum viðskiptavinum og er áhugasöm- um velkomið að kíkja á vélina og sjá hana vinna. „Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að vita meira um vélina til að hafa samband við okk- ur og svo er alltaf hægt að koma og sjá hvernig hún vinnur og skoða möguleikana sem henni fylgja.“ Stoppar á hugmyndafluginu Aðspurður hvað sé helst hægt að gera í vélinni svarar Emil því að á tæplega tveimur árum hafi þeir ekki enn gert tæmandi lista yfir verk sem vélin getur unnið. „Hægt er að nota vélina bæði til að gata og klippa. Hún gerir allt hárnákvæmt og hentar því einstaklega vel fyr- ir verkefni sem krefjast nákvæmni eða fyrir fjöldaframleiðslu þar sem öll eintök þurfa að vera nákvæm- lega eins. Það sem við höfum verið að gera í vélinni er mjög fjölbreytt og sem dæmi má nefna borðplöt- ur, niðurfallshlífar, gluggaáfellur, umferðarmerki og margt fleira. Við framleiðum líka allar skúffur í forsteyptar einingar fyrir BM-vallá og höfum tekið að okkur ýmis verk fyrir Skagann 3X,“ segir Emil og bætir því við að verk sem áður fyrr tók jafnvel heilan dag að gera geti þeir gert á nokkrum mínútum núna. „Það eina sem hamlar okk- ur núna er hugmyndaflugið,“ seg- ir Emil og hlær. „Við höfum gert allt með þessari vél sem okkur hef- ur dottið í hug. Núna bíðum við bara eftir að fólk komi til okkar með fleiri hugmyndir svo við get- um séð hvað býr í þessari græju.“ arg Upplagt er að gera sér glaðan dag og skella sér á bæjarhátíðir sem nú eru haldnar hver af annarri næstu vikur. Bæj- arhátíðin Írskir dagar stendur yfir á Akra- nesi fram yfir helgi og hægt er að nálg- ast ýtarlega hátíðardagskrá í auglýsingu í blaðinu. Þá er einnig Hvanneyrahátíð haldin á laugardaginn. Þetta og margt fleira er í boði, að ógleymdu Landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík. Á morgun verður norðan- og norðvest- anátt 8-13 m/s og rigning norðaustan- og austanlands, annars skýjað með köfl- um en víða bjart um sunnanvert land- ið og hiti 4-15 stig, hlýjast sunnanlands. Á föstudag er gert ráð fyrir vestlægri átt 8-13 m/s en hægara vestanlands. Stytt- ir upp norðaustanlands með deginum en annars bjart með köflum og hiti 6-15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Spáð er hægri suðlægri átt á laugardag og skýjað með köflum og dálítil rigning suðaustan- lands um kvöldið, hiti 9-15 stig. Á sunnu- dag er spáð sunnan- og suðvestanátt og rigningu á Suður- og Vesturlandi en létt- skýjað á Norðausturlandi, hiti 9-16 stig. Á mánudag er útlit fyrir suðvestanátt og rigningu um vestanvert landið en skýjað og þurrt austantil og hiti 8-15 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns „Kemur þú til dyranna eins og þú ert klædd(ur)?“ Langflestir eða 58% koma alltaf til dyranna nákvæmlega eins og þeir eru. 17% segja það fara eftir gestin- um og 11% svarenda fækka fötum áður en þeir koma til dyra. 9% svarenda koma eins og þeir eru klæddir til dyra en skella fyrst upp hatti en fæstir, eða 6% sögðust klæða sig upp áður en þeir koma til dyra. Í næstu viku er spurt: Hvort notar þú einnota eða margnota poka þegar þú kaupir inn matvörur? Marinó Þór Pálmason leikmaður Skalla- gríms í Borgarnesi keppti með U16 landsliði á Norðurlandamóti um síðustu helgi. Liðið sigraði fjóra leiki af fimm og vann til silfurverðlauna á mótinu. Marinó Þór er Vestlendingur vikunna. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar RÚMFÖT FRÁ 5.745 ÚTSALAN Í FULLUM GANGI BARNA RÚMFÖT FRÁ 2.995 ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Hjá Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi hefur verið tekinn í notk- un svokallaður fjöllokkur, sjálf- virk vél sem gatar plötur með afli. „Þetta er vél sem beitir þrýstingi til að gata plöturnar. Ólíkt því þeg- ar notaðar eru klippur eða geisli til að skera eða gata er eftirvinnan lít- il sem engin með þessari vél. Allar brúnir verða sléttar og vélin hefur Nýr fjöllokkur er bylting fyrir Blikksmiðju Guðmundar Emil Kristmann Sævarsson aðstoðar framkvæmdastjóri hjá Blikksmiðju Guðmundar segir nýjan fjöllokk vera byltingu fyrir framleiðslugetu fyrirtækisins. Fjöllokkur er tæki sem gatar plötur á mjög nákvæman hátt. Hér má sjá dæmi um göt sem hægt er að gera með fjöllokkinum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.