Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 20186 20% afsláttur af ÖLLUM vörum 30% afsláttur af sérvöldum snyrtivörum og fatnaði Opið fimmtudag til kl. 22:00 Fimmtudag- laugardag T I L B O Ð Fylgist með okkur á Facebook lopapeysan, árlegir stórtónleikar á Írskum dögum, verður haldin í fimmtánda skipti á laugardaginn niður við höfn. Hátíð þessi hefur vaxið og dafnað í tímans rás og nú er svo komið að eftirspurn er frá þekktasta tónlistarfólki landsins að fá að koma þar fram. Í dag er lopapeysan eitt vinsælasta ballið sem haldið er á landsbyggðinni en búast má við metaðsókn í ár enda dagskráin afar fjölbreytt. „Það hafa aldrei selst eins margir miðar í for- sölu og nú,“ segir Ísólfur Haralds- son framkvæmdastjóri Vina hall- arinnar ehf. í samtali við Skessu- horn, en fyrirtækið er skipuleggj- andi og ábyrgðaraðili lopapeys- unnar og hefur verið frá upphafi. Allt stútfylltist á fyrstu Lopapeysunni Það uppgötvaðist fljótt þegar Írskir dagar voru fyrst haldnir á Akranesi fyrir 18 árum að það vantaði ein- hvern lokahnykk; stóra samkomu sem setti punktinn yfir hátíðina. Samkomur af ýmsu tagi voru þá í húsum vítt og breytt um bæinn en bæjarbúar gátu ekki komið saman því það skorti rýmið þar sem allir kæmust fyrir á einum stað. Húsið var ekki til. Það var þá sem Ísólf- ur setti sig í samband við forsvars- menn Sementsverksmiðjunnar; þá Gylfa Þórðarson, Þórð Árna- son og Gunnar verkstjóra í sem- entspökkuninni, um að halda stórt ball í pökkunarhúsinu við bryggj- una. „Tóku þeir vel í hugmyndina og sýndu mikla þolinmæði og lið- legheit í gegnum allt ferlið,“ rifjar Ísólfur upp. Hann segir að heljar- innar undirbúningur og vinna sé á bak við viðburð sem þennan, ekki síst að ryksuga sementsskemmu og breyta henni í tónleikahöll. Hliðra þurfti til, hreinsa rýmið og smám saman hafi skemmtistaður tekið á sig mynd. Ballinu var gefið nafnið lopapeysan vegna þeirrar einföldu ástæðu að á Íslandi er veðrir óút- reiknanlegt, eins og við þekkjum óvenjulega vel í sumar. Með nafn- inu lopapeysan var fólk á óbeinan hátt fengið til að klæða sig skyn- samlega þar sem allt skemmtana- hald fór fram á bryggjunni og í skemmunni. Á þessu fyrsta lopapeysuballi sumarið 2004 voru tvær hljóm- sveitir sem spiluðu; Paparnir og Skítamórall. Engin forsala fór fram heldur var bíll settur fyr- ir utan svæðið þar sem fólk gat orðið sér úti um miða. „Það varð allt stappað og öngþveyti í miða- sölunni,“ segir Ísólfur og brosir sællar minningar. Eftir þetta fyrsta ár byggðist upp stemning í bæn- um fyrir lopapeysunni og seg- ir hann ástæðuna þá að konsept- ið hafi virkað strax frá upphafi og einhvern veginn allir aldurshópar fundið sig velkomna á lopapeys- unni. Engin hátíð eins og þessi Hagnaðurinn af hátíðinni hefur í gegnum tíðina verið notaður til að fjárfesta í búnaði sem nýtist bæjarbú- um með beinum og óbeinum hætti. „lopapeysan hjálpaði til að mynda mikið við reksturinn á Bíóhöllinni við Vesturgötu. Þarna kom peningur sem hægt var að nota til að uppfæra hljóð- kerfi hússins, sem nýtist svo í tón- leikahald, leiksýningar og aðra við- burði. Í gegnum árin hefur lopapeys- an náð að mótast til hins betra og er fyrir löngu orðin ein vinsælasta hátíð- in sem haldin er úti á landi og á þess- um fimmtán árum hefur hún aldrei misst dampinn og jafnvel orðið vin- sælli eftir því sem árin hafa liðið. Nú er hátíðin þannig skipulögð að sett eru upp tvö svið á svæðinu og plötu- snúðatjald að auki er fyrir yngri hóp- inn. Þetta er gert til að dreifa fjöld- anum sem best um hátíðarsvæðið en gert er ráð fyrir um 3.000 manns á ballið í ár,“ segir Ísólfur. „Það er eng- in önnur hátíð sem býður upp á það sem lopapeysan er að gera. Þú ert í rauninni að fá alla dagskrána sem verður í boði á Þjóðhátíð í Eyjum á fjórum klukkutímum á einni kvöld- stund. Svona dagskrá færðu ekki ann- ars staðar,“ segir Ísólfur ákveðinn. Þeir sem munu troða upp á laug- ardaginn eru meðal annarra Jói P og Króli, Mugison, Paparnir og Friðrik Dór ásamt mörgum fleiri listamönn- um. Þess má einnig geta að REGS Design er að prjóna sérhannað dress á söngkonu Írafárs, Birgittu Haukdal, sem er meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni. Miða á hátíðina er hægt að nálgast á midi.is, Eymundsson á Akranesi og Brim í Reykjavík. glh Vantaði lokahnykkinn á Írska daga - Ísólfur rifjar upp fimmtán ára sögu Lopapeysunnar Skagamaðurinn Ísólfur Haraldsson er skipuleggjandi Lopapeysunnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.