Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 201810 Bíl var ekið aftan á annan kyrrstæð- an á þjóðvegi 1 við Beitistaði í Hval- fjarðarsveit skömmu fyrir hádegi síðastliðinn miðvikudag. Ökumaður fyrri bílsins hugðist beygja til vinstri inn á leirársveitarveg og var að bíða vegna umferðar á móti þegar hin- um bílnum var ekið aftan á hann. Þrennt var í bílunum og var fólk- inu ekið til aðhlynningar á sjúkra- hús. Enginn slasaðist þó alvarlega. Talsverðar tafir urðu á umferð með- an viðbragðsaðilar voru að störfum á vettvangi. mm/ Ljósm. glh Aftanákeyrsla við Leirársveitarveg Síðastliðinn föstudag var upphaf hálendisvaktar Slysavarnafélagsins landsbjargar þetta sumarið og síð- degis lagði fyrsti hópurinn af stað á hálendisvakt. Þetta er þrettánda sumarið sem landsbjörg heldur úti verkefninu og mun það nú standa út ágúst. Markmiðið með því er að sinna forvörnum með því að leið- beina og aðstoða ferðamenn ásamt því að stytta viðbragð björgunar- sveita komi til útkalla á hálendinu. Á hverju sumri taka um 200 manns þátt í verkefninu og sinna rúmlega 2.000 útköllum, margir nýta þannig hluta af sumarfríinu sínu og standa vaktina í góðum félagsskap í viku í senn. mm/ Ljósm. úr safni. Hálendisvaktir björgunar- sveitanna byrjaðar Smiðjunni í Snæfellsbæ barst góð gjöf á dögunum frá lionsklúbbn- um Rán. Það voru þær Auður Sig- urjónsdóttir og Guðný Baldvina Gísladóttir sem afhentu smiðjunni lazy boy stól fyrir hönd lions- kvenna í tilefni af því að á dögun- um flutti Smiðjan í nýtt framtíðar- húsnæði. Mun stólinn nýtast skjól- stæðingum Smiðjunnar mjög vel og voru starfsmenn mjög ánægðir með þessa frábæru gjöf eins og sést á myndinni. þa Færðu Smiðjunni hægindastól Dagana 1. til 8. júlí stendur Sigl- ingasamband Íslands (SIl) fyrir æfingabúðum í kænusiglingum á Akranesi. Í æfingabúðunum koma saman keppnishópar frá siglinga- félögum víða af landinu. Þessar búðir voru haldnar á Akranesi árið 2015 og nú varð bæjarfélagið aft- ur fyrir valinu. Í ár eru þátttak- endur frá Nökkva á Akureyri, Þyt í Hafnarfirði og Brokey í Reykja- vík. Bátarnir eru af gerðinni Op- timist, laser og Topper-Topaz, en þeir síðastnefndu voru notað- ir á námskeiði sem Sigurfari hélt sumarið 2017. Við þessi tækifæri eru gjarnan fengnir reyndir þjálf- arar úr hinum alþjóðlega siglinga- heimi. Í ár kemur Flor Cerutti, sem starfar við siglingaþjálfun á Spáni. Hún var fulltrúi Paraguay á Ólympíuleikunum í Peking 2012 og var þá fyrsti keppandinn frá því landi til að taka þátt í siglingum á leikunum. „Svona viðburður með þraut- reyndu fólki í faginu er mikill fengur bæði bæjarfélaginu og Sig- urfara,“ segir Guðmundur Bene- diktsson formaður Sigurfara - sigl- ingafélags Akraness. „Nú hefur félagið eignast báta af gerðinni Optimist og hefur góða von um fasta aðstöðu. Þjálfaraskortur hef- ur háð fleiri félögum en okkar, en siglingabúðirnar munu væntan- lega verða til að bæta úr því. Það verður því líflegt við höfnina og langasand næstu daga, þar sem sjá má fullt af litlum seglum svífa um. Siglingabúðunum lýkur svo á laugardaginn með siglingakeppni,“ segir Guðmundur. mm Siglingasamband Íslands með æfingabúðir á Akranesi Flestar laxveiðiár landsins hafa nú verið opnaðar. Eins og gengur fer veiðin misvel af stað. Vatnsbúskap- ur í vestlensku ánum er venju frem- ur góður og jafnvel að menn kvarti yfir of miklu vatni. Þá er vatnið kalt en við þær aðstæður liggur fiskurinn niður við botn og tekur grannt flug- una sem honum er boðin. Ýmsar ár sem venjulega eru vatnslitlar á þess- um tíma eru bakkafullar og nægir að nefna Gufuá í Borgarfirði. Hún er nú full af laxi samkvæmt heimildum Skessuhorns og lax víða um ána m.a. ofan við þjóðveg. Samkvæmt sam- antekt landssambands veiðifélaga á angling.is í síðustu viku var Þverá og Kjarará á toppi íslensku ánna með 452 laxa, en 214 laxar höfðu þá komið úr ánni vikunni áður. Ágæt- ir dagar eru í veiðinni þar og þann- ig náðust til dæmis 50 laxar á land á sunnudaginn. Á sama tíma í fyrra voru 408 laxar komnir á land úr Þverá og Kjarará þannig að útlitið er nokkur bjart. Í öðru sæti á landsvísu í síðustu viku var Urriðafoss í Þjórsá með 391 lax og í þriðja sæti Norðurá með 350 laxa. Knattspyrnugoð í Borgarfirðinum Hinn breski knattspyrnumaður Da- vid Beckham var við veiðar í Norð- urá í Borgarfirði í síðustu viku. Hann var þar staddur ásamt leik- stjóranum Guy Ritchie og Björg- ólfi Thor Björgólfssyni kaupsýslu- manni. Af myndum á instagramsíðu Beckhams má sjá að hann var nokk- uð fengsæll. Þá hrífst hann af land- inu og hreinlega lýsir ást sinni því, þrátt fyrir að Ísland hafi fallið úr leik á HM í knattspyrnu. Risi í Dölum 104 cm hængur fékkst í veiði- staðnum Helgabakka í laxá í Döl- um í síðustu viku. Veiðimaðurinn Þórir Örn Ólafsson var einn við veiðar í ánni um svipað leyti og Ís- lendingar voru að lúta í gras gegn Króötum á HM. Náði hann að mynda fiskinn með símanum sín- um með því að stilla símanum upp á grill bílsins á árbakkanum. Fisk- urinn var engin smásmíði, en um- mál hans reyndist 53 cm og lengd- in 104 cm eins og fyrr segir. Frést hefur af fleiri stórlöxum. Til dæm- is kom 101 cm laxi úr laxá í Kjós um helgina. Grímsá í Borgarfirði „Veiðin gengur vel í Grímsá enda mikið vatn og fiskur víða. Mest er þó af honum neðarlega í ánni. Í gær veiddust í laxfossi 18 lax- ar, sem sýnir að það er mikið af fiski í honum og fleiri víða um ána,“ sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa er við spurðum um ána. „Áin er nú að komast yfir 100 laxana og það er bara fín veiði,“ sagði Haraldur ennfremur. mm Laxveiðin fer yfirleitt vel af stað Þórir Örn Ólafsson með laxinn stóra skömmu eftir löndun úr Laxá í Dölum. Inga Lind Karlsdóttir með flottan hæng sem hún veiddi í Þverá í Borgarfirði fyrir fáum dögum. Ljósm. gb. David Beckham við veiðar í Norðurá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.