Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 201812 Reykhólahreppur boðaði síðastlið- ið miðvikudag til opins íbúafund- ar þar sem kynntar voru niður- stöður norsku verkfræðistofunnar Multiconsulant og ráðgjafarstof- unnar Alta á rýnivinnu vegna lagn- ingar nýs Vestfjarðavegar. Það var Reykhólahreppur sem setti þessa vinnu í gang í vor í kjölfar þess að sveitarfélagið fékk utanaðkom- andi styrk til aukinna rannsókna á vænleika ólíkra leiða í vega- gerð um sveitarfélagið. Mál þetta er kafli í áratuga sögu umræðu og deilna um vegagerð um sveit- arfélagið sem náð hefur hámarki á liðnum áratug vegna deilna um Teigsskóg. Nú eru íbúar, einkum á suðurfjörðunum, orðnir veru- lega óþreyjufullir eftir að fram- kvæmdir hefjist á svæðinu þannig að sómasamleg vegtenging kom- ist á. Fjölmenni mætti á íbúafund- inn sem haldinn var í grunnskól- anum á Reykhólum, eða á að giska þriðjungur íbúa í sveitarfélaginu. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu þessarar skoðunar Multiconsulant og Alta er mælt með að farin verði svokölluð Reykhólaleið (R-leið) og vegtenging með um 800 metra brú reist yfir Þorskafjörð milli Staðar á Reykjanesi og Skálaness. Með þessari tillögu yrði horfið frá vegagerð um þrætueplið Teigs- skóg, jarðgangaleið undir Hjalla- háls eða um aðrar leiðir til upp- byggingar framtíðar vegtenging- ar við Vestfirði. Fram hafa kom- ið efasemdir fulltrúa Vegagerðar- innar með niðurstöðu Norðmann- anna, eins og fjallað er um í þessari fréttaskýringu. Sveitarstjórn horfir til kosta R-leiðar Í tilkynningu frá Reykhólahreppi eftir íbúafundinn á miðvikudag- inn segir orðrétt: „Vestfjarðavegur um Reykhóla gæti verið forsenda sátta og tafarlausra framkvæmda.“ Þá segir að ný veglína fyrir Vest- fjarðaveg sem lægi meðfram Reyk- hólum og á brú yfir mynni Þorska- fjarðar sé tillaga Multiconsult. Um tilurð þessarar vinnu norsku ráð- gjafarstofunnar segir í tilkynningu Reykhólahrepps: „Hópur íbúa í Reykhólahreppi taldi mikilvægt að leið framhjá Reykhólum, svo- kölluð R leið, yrði skoðuð í rýni norsku ráðgjafanna. Hún gæti ver- ið góð málamiðlun. Niðurstaða rýninnar er að sú leið sé vel fær og í raun hagkvæmur kostur með tilliti til kostnaðar, samfélags- og umhverfismála.“ Þá lægi láglend- isvegur meðfram ströndinni, brú yrði nægilega há fyrir smærri skip og þangskurðarpramma og tryggði vatnsskipti að fullu. Byggt er á nýj- um upplýsingum um dýpi í mynni Þorskafjarðar. Þá bendir Reykhóla- hreppur á kosti þess að Reykhóla- þorpið kæmist um leið í alfaraleið og yrði mikilvægur þjónustustaður, umhverfisáhrifin yrðu mun minni en af Þ-H veglínunni um Teigs- skóg og umhverfismat muni ekki seinka framkvæmdum. „Kostur- inn fellur inn í skipulagsferlið sem nú er í gangi og mun ekki tefjast vegna þessa,“ segir í tilkynningu sveitarstjórnar Reykhólahrepps. „Að mati Multiconsult er kostnað- ur við R leiðina sambærilegur við þá veglínu (Þ-H), sem Vegagerð- in hefur valið um sveitina. Hægt yrði að hefjast handa strax við upp- byggingu, þannig að samfélagsá- vinningur yrði mikill, hægt er að ljúka skipulagi og framkvæmdum á um þremur til fjórum árum, frá því að hafist yrði handa. Áhersla er lögð á fallega hönnun brúarinn- ar, sem þannig yrði aðdráttarafl í þessu einstaka umhverfi og nátt- úru sem þarna blasir við. Stytting á núverandi vegi um rúmlega 17 km og stytting á aksturstíma um 36 mínútur frá því sem nú er,“ seg- ir í tilkynningu sveitarstjórnar. Nýtt skref í málinu Eins og kunnugt er höfðu sveitar- stjórn Reykhólahrepps og Vega- gerðin áður mælt með að farin yrði svokölluð Þ-H leið en sú ákvörðun hefur mætt verulegri andspyrnu, meðal annars vegna þess að leið- in liggur um Teigsskóg sem skil- greindur er sem náttúruvernd- arsvæði sem nýtur verndar sam- kvæmt 61. grein náttúruverndar- laga, en vegagerð þar um myndi valda töluverðu raski. Óttast menn kærur verði þeirri leið haldið til streitu. Hins vegar er vegstæðið um Teigsskóg talið hagkvæmt út frá vegtæknilegu sjónarmiði og á það hafa forsvarsmenn Vegagerð- arinnar bent. Það er þó niðurstaða norsku sérfræðinganna að vega- gerð um Reykhólasveit framhjá Reykhólum og um Reykjanes, yfir Þorskafjörð og til Skálaness hafi ýmsa kosti sem erfitt er að horfa framhjá. Nefna þeir að hægt er að nýta núverandi veg að hluta, telja kost að tengja þéttbýlið á Reykhól- um við þjóðbraut og ekki er talið líklegt að framkvæmdir á þessari leið verði háð mati á umhverfisá- hrifum. Hins vegar var á kynning- arfundinum bent á möguleg áhrif t.d. á æðarvarp og skerðing á rækt- arlandi yrði einhver. Að ýmsu að huga Það var lars Peter larsgård vega- verkfræðingur frá Multiconsul- ant sem hafði framsögu um niður- stöðu norsku verkfræðistofunnar. Sagði hann í upphafi máls síns frá þeim valmöguleikum sem skoð- aðir hafi verið til að ákvarða hag- kvæmustu kosti vegleiða miðað við umferðaröryggi, náttúruvernd og kostnað. Þannig hafi Þ-H leið verið skoðuð, jarðgangaleið með breyttri legu ganga og vegar og loks Reykhólaleiðin. lýsti hann þeim veghönnunarstöðlum sem stuðst var við til að hámarka ör- yggi. Til dæmis sagði hann að leit- ast væri við að hafa veghalla allt- af undir 7%, að brýr væru a.m.k. 9 metra breiðar og lýsti viðmiðum um umferðarhraða og fleira til að öryggi vegfarenda yrði sem best tryggt. Taka þyrfti tillit til strauma í fjörðum sem þarf að brúa, dýpt þeirra og aðstæðna. Þá þarf að taka tillit til náttúrufars, landbúnaðar og fjölmargra annarra þátta þeg- ar stefnumótun væri unnin í vega- gerð. Tvær leiðir taldar ódýrastar Í lok kynningar sinnar fór lars Peter larsgård yfir kostnað af fjór- um mismunandi leiðum í vegagerð um Reykhólasveit. Eru þær tölur byggðar á upplýsingum um kostn- að frá árinu 2015 og hafa þær ekki verið uppfærðar miðað við verðlag í dag, en engu að síður eiga þær að vera samanburðarhæfar til að meta hlutfallskostnað ólíkra leiða. Samkvæmt því er heildarkostn- aður við Þ-H leið 6.578 milljarð- ar króna. R-leið myndi kosta litlu meira, eða 6.890 milljarðar króna. DR leið myndi kosta 9.244 millj- arða og svokölluð I-leið 10.005 milljarða. Fram kom að allar þess- ar leiðir stytta vegalengdir milli landshluta og auka umtalsvert ör- yggi og veggæði. Þá var á það bent að bæta þarf núverandi veg um Reykhólasveit ef færa á svo mikla umferð um veginn framhjá Reyk- hólum og út á Reykjanes. Mun þá verða að hækka kostnað við R- leið um nokkur hundruð milljón- ir króna til að gera valkost í veg- arlagningu þar samanburðarhæfan við aðrar leiðir. Mun tefja upphaf verks um 2-3 ár Magnús Valur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, ávarpaði fund- argesti á Reykhólum. Fór hann í upphafi yfir það áralanga ferli sem aðdragandi að vegagerð hefur haft í Reykhólasveit. Minnti hann á að sveitarfélagið Reykhólahreppur hefði árið 2012 talið vegagerð um Teigsskóg vænlegasta, en það svo verið Skipulagsstofnun sem hafn- aði því og nýtt matsferli hafi farið í gang. Benti hann á að vegagerð Leggja til nýja veglínu um Reykhólasveit Vegagerðin ekki sammála niðurstöðu norskra sérfræðinga í vegagerð Norsku sérfræðingarnir leggja til að ný vegtenging fari um Reykhólasveit, framhjá Reykhólum og þaðan með vegtengingu og brú yfir mynni Þorskafjarðar. Hér er horft yfir Reykhóla frá þjóðveginum sem mögulega verður næsta þjóðleið vestur á firði. Lars Peter Larsgård vegaverkfræðingur frá Multiconsulant hafði framsögu á fundinum. Hann er hér lengst til vinstri. Fundurinn var haldinn í grunnskólanum á Reykhólum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.