Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 201814 Það var líf og fjör í gamla íbúðar- húsinu á Oddsstöðum I í lund- arreykjadal þegar blaðamann bar að garði síðastliðinn föstudag. Þá var hópur 21 sænskra hestamanna að setjast að hádegishressingu, en hópurinn hafði komið með flugi kvöldið áður. „Þetta er óvenjustór hópur sem dvelur hjá okkur núna þessa fyrstu viku útlendingatíma- bilsins hjá okkur. Það var yfirbók- að í ferðina en við náum að leysa það. Fjölskyldan flutti einfaldlega út og í sumarhús sem við eigum hér austan við bæinn. Hluti hóps- ins gistir í smáhýsum en aðrir hér í gamla bænum og þannig náum við að koma öllum fyrir,“ segir Sig- urður Oddur þegar blaðamann bar að garði. Hjónin Sigurður Oddur Ragnarsson og Guðbjörg Ólafs- dóttir eiginkona hans reka sam- an hestatengda ferðaþjónustu á Oddsstöðum, nú í samstarfi við tengdadóttur þeirra Denise Weber sem fluttist fyrir nokkrum árum til Íslands, starfaði hjá þeim og nam hestafræði á Hólum í Hjaltadal. „Hún byrjaði að vinna hjá okkur og svo felldu þau hugi saman, hún og sonur okkar Sigurður Hannes sem er að læra vélfræði. Denise er nú komin á fullt í þetta með okk- ur. Þannig sjáum við fram á að ætt- liðaskipti verða á bænum með tíð og tíma og fögnum við því,“ segja þau Guðbjörg og Oddur sem rek- ið hafa hestatengda ferðaþjónustu í 27 ár. Gert út frá Oddsstöðum Á Oddsstöðum er stunduð hrossa- rækt, tamningar, kennsla og ferða- þjónusta þar sem íslenski hestur- inn er í öndvegi. Auk þess er búið með sauðfé og skógrækt er stund- uð í hlíðinni ofan við bæinn. „Við eigum von á átta hópum í sumar og það er upppantað hjá okkur í ferð- irnar og töluvert farið að bókast fyrir sumarið 2019. Fyrr í vor vor- um við með einn hóp af Íslending- um, en nú verða þetta útlendingar það sem eftir lifir sumars, út ágúst- mánuð. Hóparnir dvelja hjá okkur í sex til sjö daga og njóta bæði leið- sagnar hér í reiðhöllinni og svo er farið í ferðir. Í flestum þessum ferðum er skipulagið þannig að við höldum af stað í ferðirnar héð- an og ökum með fólkið heim að kvöldi og hér er gist. Okkur finnst það mun þægilegra fyrirkomulag en að vera með færanlegt eldhús og gistiaðstöðu hér og þar,“ seg- ir Guðbjörg, en vissulega fara þau stundum í hálendisferðir og er þá gist t.d. í gangnamannaskálum. Oddsstaðir eru innsti bær norð- an Grímsár í lundarreykjadal og þaðan fara þau með hópana ríðandi til allra átta og geta valið úr falleg- um reiðleiðum. Meðal vinsælustu ferðanna sem boðið er upp á eru ferðir á Snæfellsnes, þar sem riðið er um löngufjörur. „Stundum för- um við svo eitthvað allt annað, til dæmis vestur í Dali, norður Arn- arvatnsheiði eða um Kjöl. Einn- ig um Suðurland, meðal annars alla leið í Arnarfell hið mikla. Við erum mjög miðsvæðis hér í lund- arreykjadal og hægt að fara héðan marga skemmtilega hringi og það gefur okkur mikla möguleika.“ Eigin ræktun Oftast eru þetta um 12-18 manns í hverjum hópi og kemur ferðafólk- ið frá Svíþjóð, Austurríki, Dan- mörku og víðar. Eins og fyrr seg- ir var yfirbókað í fyrstu viku þessa sumars og segja þau gaman að geta leyst úr því. „Við eigum góðan hóp af hrossum. Hér eru nú 67 hross á járnum,“ segir Sigurður Odd- ur aðspurður um hestakostinn. En hestaferðaþjónustan hvílir á göml- um merg. Þau Sigurður Oddur og Guðbjörg hafa stundað hrossarækt frá því þau fluttust að Oddsstöð- um og tóku við búi foreldra hans, þeirra Hönnu Vigdísar Sigurð- ardóttur og Ragnars Olgeirsson- ar, fyrir tæplega þremur áratug- um. Guðbjörg er sjálf alin upp við hestamennsku, en hún er frá Bá- reksstöðum í Andakíl, dóttir Ólafs Guðmundssonar og Sigurborg- ar Ágústu Jónsdóttur, Boggu sem landsþekkt er fyrir sína hrossa- rækt. „Við leggjum mikla áherslu á það í búskap okkar að vera með góð hross sem við getum treyst. Annað er eiginlega ekki í boði. Hér fæðast þetta átta til tíu folöld á ári og við temjum sjálf hrossin okkar. Ef hrossin sýna að þeim sé ekki treystandi í höndum óvanra, eru þau einfaldlega látin fara,“ seg- ir Sigurður Oddur. Aukið gistirými Til að bæta við aðstöðuna og auka fjölbreytni í þjónustuframboði voru nýverið byggð á Oddsstöðum þrjú smáhýsi sem alls rúma 18 í gist- ingu. Fóru húsin í útleigu á síðasta ári og hefur nýtingin verið góð á þeim síðan. „Með auknu gistirými getum við víkkað út möguleika okkar í ferðaþjónustunni, rétt eins og við gerðum með reiðskemm- unni sem við byggðum hér austan við bæinn árið 2011. Smáhýsin eru góð viðbót við aðstöðuna og þann- ig náum við einnig til fleiri hópa ferðafólks og getum stundað þjón- ustu lengri tíma ársins. Þá get- um við fjölgað verkefnum okkar og breytt eftir því sem fólk sækist eftir, til dæmis boðið upp á fleiri stutta reiðtúra og gert þá út héð- an frá Oddsstöðum, eða boðið upp á námkeið. Þannig lengjum við tímabilið í þjónustunni með bættri aðstöðu,“ segir Guðbjörg. mm Skipulagðar hestaferðir frá Oddsstöðum út sumarið Sigurður Oddur og Guðbjörg á Oddsstöðum. Horft heim að Oddsstöðum frá þeim stað sem reiðskemman er. Til hægri í hlíðinni eru þrjú nýleg smáhýsi. Hér er verið að fara yfir Grímsá og hrossin á heimleið. Ljósm. úr safni: Sigurborg Hanna Sigurðardóttir. Denise Weber með hryssuna Eldingu. Ljósm. úr safni.Denise Weber var að leiðbeina hluta gestanna í reiðhöllinni á Oddsstöðum. Hluti hópsins sem dvelur nú á Oddsstöðum. Hópurinn á ferð í Kolbeinsstaðarhreppnum. Eldborgin í baksýn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.