Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 201820 Konur í Kvenfélagi Ólafsvík- ur fengu nýverið góða gesti þegar þær tóku á móti rúmlega 30 skag- firskum konum sem voru á ferða- lagi um Snæfellsnes. Fóru þær í Stykkishólm, ferð um Breiðafjörð og til Bjarnarhafnar áður en haldið var til Ólafsvíkur. Kvenfélagskon- ur í Ólafsvík buðu þeim upp á fiski- súpu, heimabakað brauð og ann- að meðlæti. Var mikið spjallað og hringt var í konur úti í bæ svo þær gætu komið og hitt gamlar skóla- systur og ættingja. Konurnar skoð- uðu Ólafsvíkurkirkju áður en þær héldu af stað suður fyrir nes þar sem áætlað var að skoða Djúpalóns- sand og fleira áður en ferðinni yrði haldið áfram. þa Skagfirskar konur í skemmtiferð um Snæfellsnes Gestir Brákarhátíðar létu rign- inguna ekki á sig fá heldur tóku flestir fram vaðstígvélin og klæddu sig samkvæmt veðri þegar hátíð- ardagskrá fór fram úti í Brákarey í Borgarnesi síðastliðinn laugar- dag. Dagurinn byrjaði snemma um morguninn þegar Björgunar- sveitin Brák bauð fólki í siglingu í kringum eyjuna. Var gott í sjó- inn og margir nýttu sér tækifærið til að sjá Brákarey frá nýju sjónar- horni. Boðið var upp á morgunmat í Grímshúsinu. Eftir hádegið fór fram skemmtidagskrá. Þar var upp- boð, markaður, krökkum var kennt að húlla og BMX sýndu listir sínar á hjóli svo fátt eitt sé nefnt. Slegið var upp sviði á toppi gamla slökkvi- bíls Kristjáns Andréssonar í gömlu sláturhússréttinni þar sem dagskrá- in var að hluta til færð undir þak vegna veðurs. Um kvöldið þurfti svo að hætta við skrúðgönguna sök- um bleytu og tónleikarnir sem áttu að fara fram í brekkunni að Dal- halla færðir inn í Hjálmaklett. Þrátt fyrir veðurfar fóru hátíðarhöld vel fram. Fjölmenni mætti að endingu á Pallaball í Hjálmakletti og dans- aði fólk inn í nóttina. glh Gott skap en hellidemba einkenndu Brákarhátíð Ýmsir gamlir hlutir voru seldir á uppboði. Gestum var boðið upp á morgunverð í Grímshúsinu. Í forgrunni má sjá skreytingu frá rauða hverfinu. Krakkar fóru í koddaslag. Hátíðin tók þjófstart með heimboði hverfanna. Bláir buðu gulum og rauðum í vatnsblöðrustríð. Björgunarsveitin Brák bauð í bátsferðir. Strákarnir í BMX sýndu listir sínar á hjóli. Hér má sjá einn þeirra hoppa yfir nokkra gesti hátíðarinnar. Fylgst með skemmtiatriðum í rigningunni í Brákarey. Allir fengi björgunarvesti áður en farið var í bátana. Tara Davíðsdóttir var spennt að fara í sína fyrstu bátsferð. Krakkar léku sér í hoppukastala.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.