Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 201824 Ester Alda Hrafnhildar Bragadótt- ir er 21 árs Borgnesingur sem er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir í lífinu en fyrir ekki svo löngu ákvað hún að ferðast til Asíu og Afríku ein síns liðs. „Það hefur alltaf blund- að í mér að ferðast og skoða heim- inn. Ég ákvað í rauninni með mjög stuttum fyrirvara að drífa mig af stað,“ segir Ester um tildrög ferða- lagsins. „Ég útskrifaðist úr Mennta- skólanum á Akureyri fyrir ári síðan og ákvað þá að taka mér árs pásu frá námi því ég vissi hreinlega ekki hvað ég vildi læra.“ Ester setti sig í sam- band við Kilroy sem er ferðaþjón- ustufyrirtæki og sérhæfir sig í þjón- ustu fyrir ungt fólk og námsmenn. Með hjálp Kilroy bókaði Ester Alda flug milli framandi landa og tilvon- andi ævintýraferð tók á sig mynd. Túristi í Asíu Áður en haldið var af stað í ferða- lagið þá varði Ester viku tíma í Danmörku með fjölskyldu sinni yfir páskana. „Ég tel vikuna í Dan- mörku ekki með,“ segir Ester hlæj- andi. „Það er 7. apríl þegar ég fer af stað til Asíu og þá flýg ég frá Kö- ben til Sri lanka.“ Það eina sem var fyrirfram planað í ferðinni um Asíu voru flugin. Gististaðir og annað var algjörlega af handahófi pantað fyrir utan jógaskóla sem hún sótti í viku á Sri lanka. „Það var rosa- lega hugguleg byrjun á ferðalag- inu að fara í jógaskóla,“ segir hún dreymandi. Frá Sri lanka flaug Ester til Ban- kok í Tælandi og þá hafði hún þrjár vikur til að koma sér þaðan til Singa- pore. Um sunnanvert Tæland, hluta af Malasíu og Singapore ferðaðist Ester á þessum þremur vikum, bók- aði gistingu á ódýrustu gististöðum sem hún fann á vefnum og tók næt- urlestir þess á milli og sagði Est- er þennan hluta af ferðalaginu hafa verið ansi túristalegan og því fer hún hratt yfir sögu. „Frá Singapore flaug ég til Jóhannesarborgar í Suður Afr- íku, þar byrjar ferðin, ferðin,“ segir hún og leggur áherslu á síðustu orð- in og setur sig í stellingar til að segja frá safaríinu. Eins og teiknimynd „Afríka stendur upp úr,“ byrjar Est- er á að segja. „Það var svo margt sem ég hafði aldrei séð áður. Í Afríku tók eitthvað allt annað við. Þetta var eins og að vera í einhverri mynd, teikni- mynd þá sérstaklega. Trén voru al- veg eins og í lion King! Bara alveg eins,“ segir hún og hlær og vitnar þá í hina klassísku Disneymynd um konung ljónanna. „Það fyrsta sem ég hugsaði þeg- ar ég kom til Jóhannesarborgar var hvað staðalímyndin er rétt. Ég bjóst við því að koma þangað og að þetta myndi verða allt öðruvísi en myndin sem maður hefur málað í huganum. En þetta er bara nákvæmlega eins. Eini raunveruleikinn sem við höfum á Íslandi, sem dæmi, um þessar slóð- ir er oftar en ekki sá sem birtist fyrir okkur í fréttum, á samfélagsmiðlum og allsstaðar á vefnum og höldum að svona sé þetta. Svo þegar maður er loksins kominn til Afríku þá er þetta bara ósköp svipað og maður hefur ímyndað sér og er vanur að sjá í sjón- varpinu eða á Internetinu. Þú ert til dæmis á röltinu þar í landi svo mætir þú allt í einum sjö konum í röð með risa bala á hausnum fulla af vatni, oftar en ekki berfættar.“ Ester seg- ir þó borgirnar sem hún heimsótti vera ansi vestrænar og segir það hafa komið sér á óvart hvað fólk var efn- aðra en hún hélt. „Ég var minna vör við fátækt en ég átti von á en vissu- lega kom maður auga á þessi hverfi í ferðalaginu, við vorum bara lítið að fara þangað.“ Ferðaðist í trukki og gisti í tjaldi Ester Alda ferðaðist í 24 daga um Afríku með hópi annarra ungmenna víða úr heiminum. Hópurinn var leiddur af tveimur fararstjórum sem þekktu vel til og kenndu mann- skapnum um menninguna, dýr- in og náttúruna í landinu. „Við fór- um með trukki sem var með eldhúsi innanborðs og við tjölduðum all- ar nætur nema sjö,“ segir hún og á sama tíma myndast óþægileg gæsa- húð sem skríður upp bakið á blaða- manni Skessuhorns við tilhugsunina að sofa úti í náttúrunni vitandi af öllu því dýralífi sem Afríka hefur upp á að bjóða og spyr blaðamaður í fram- haldi hvort hún hafi náð góðum svefni. „Við vorum með bedda inni í tjaldinu sem hækkaði okkur upp um hálfan meter. Þannig ef það kæmi til dæmis snákur eða sporðdreki inn í tjaldið þá myndu dýrin ekki sjá okk- ur heldur væru þau bara undir,” seg- ir hún hálf brosandi á vör. „Ég viður- kenni samt að það var pínu óspenn- andi tilhugsun í fyrstu svo sættir maður sig við þetta og ég svaf bara nokkuð vel,“ segir hún en á þessum árstíma er komið haust og jafnvel vetur og því minni líkur á að rekast á slík dýr. „Hitastigið var í kringum 25 gráður yfir daginn en á næturnar fór það oft niður í tíu gráður og þá gat manni stundum orðið pínu kalt.“ Kanóferð um Sambesífljót Farið var í tveggja daga kanóferð á Sambesífljóti sem er fjórða lengsta fljótið í Afríku. Upptök fljótsins eru í Sambíu og rennur það eftir landa- mærum Simbabve og Sambíu áður en það rennur út í Indlandshaf. Á siglingunni niður Sambesí sá Ester fjölskrúðugt dýralíf en hún sagði að það var mikil áhersla lögð á að forð- ast flóðhesta. „Það var haldin þessi svaka ræða áður en lagt var af stað hversu hættuleg ferðin getur verið ef ekki er farið með aðgát. Til dæm- is eru flóðhestar þau dýr sem verða mönnum hvað oftast að bana sem kom mér mikið á óvart því flóðhest- ar eru svo mikil krúttrassgöt,“ seg- ir Ester og brosir. „Flóðhestar eru náttúrlega grænmetisætur þannig þetta eru varnarviðbrögð enda sagði leiðsögumaðurinn að mæður með unga væru hættulegastar. Við lent- um einu sinni í hættu á ferðalaginu. Þá vorum við komin of nálægt flóð- hesti og fararstjórinn kallaði, ÚT Í KANT! SNÚIÐ VIÐ! Þá þurftum við að snúa við í snatri, róa á móti straumnum og grípa í fyrsta gras sem við fundum við fljótsbakkann. Maður fær fyrir hjartað á meðan allt er í gangi en þetta var geggjað eftir á,“ segir hún og hlær og segir kanó- ferðina hafa verið einn af hápunkt- unum í Afríkuferðinni. Haf af fólki í Malaví Ester byrjaði eins og fram kem- ur í Jóhannesarborg í Suður Afr- íku, þaðan fór hún til Botsvana til Simbabve og Sambíu með stuttri viðkomu í Malaví og lauk svo ferð- inni í Mósambík. En hvað stóð upp- úr hjá henni? „Það er margt uppá- halds og margt mismunandi sem maður sá. Kanóferðin var algjör- lega einn af hápunktunum. Þeg- ar kemur að menningu og fólki þá var skemmtilegast í Malaví. Ég hef aldrei séð eins mikið af allskonar fólki samankomið á einum stað og í Malaví.“ Malaví er landlukt land og eitt af þéttbýlustu löndum í Afr- íku þar sem yfir 16 milljónir manna búa. „Þetta var haf af fólki, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt.“ Í hin- um löndunum sem Ester heimsótti segir hún dýralífið hafa verið alls- ráðandi. „Við keyrðum í gegnum nokkra þjóðgarða og það er alltaf happa-glappa hvort maður sjái mik- ið af dýrum eða ekki. Í Sambíu sá ég til dæmis fullt af dýrum.“ Mýta að stelpur geti ekki ferðast einar Eflaust velta margir lesendur fyr- ir sér hvort það sé óhætt fyrir unga stelpu frá Íslandi að fara ein í ferða- lag um framandi slóðir en það virt- ist ekki hafa stór áhrif á Ester. „Ég var alltaf fyrir þessum áhrifum að fara ekki ein. Ég þekkti engan sem var á sama stað í lífinu þannig ég var hálf partinn búin að ákveða að fara ekkert. Svo hitti ég stelpu sem hafði ferðast mikið ein og hún hvatti mig til að drífa mig af stað. Ég hugsaði að ég hef bara þetta eina ár milli menntaskóla og háskóla til að fara, af hverju ekki núna? Þannig ég dreif mig bara af stað.“ Ester seg- ir ennfremur að foreldrar hennar hefðu ekkert verið smeykir við til- hugsunina að dóttir þeirra væri ein- hversstaðar ein í heiminum flakk- andi á milli landa. „Það er vont fólk allsstaðar í heiminum, líka á Íslandi, en 99,9% af öllu fólki er líka gott. Maður er miklu öruggari en mað- ur heldur þegar maður ferðast einn. Heimurinn er orðinn svo lítill út af tækninni í dag. Það er mýta að stelpur geti ekki ferðast einar,“ seg- ir Ester að lokum. glh/ Ljósm. úr ferð: Ester Alda. „Flóðhestar eru algjör krúttrassgöt“ Ung kona úr Borgarnesi segir ferðasögu sína um Asíu og Afríku Ester Alda starfar nú eftir heimkomuna við hellulagnir og lætur rigninguna og rokið ekkert á sig fá. Hér er hún í vinnunni. Ljósm. glh. Mikið dýralíf er í Afríku. Trukkurinn með eldhúsi innanborðs flutti ferðahópinn á milli staða í Afríku. Í kanóferð um Sambesífljót. Ester Alda (í miðjunni) með ferðafélögum sem hún kynntist í Afríku. Ester þykir flóðhestar krúttlegir en segir gott að hafa varann á og ekki fara of nálægt þeim.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.