Skessuhorn


Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 20186 Reglur um borholur LANDIÐ: Orkustofnun hef- ur gert drög að reglum um borholur, sem lúta að skrán- ingu, hönnun og frágangi bor- holna, sem og skil á upplýsing- um til Orkustofnunar. Drögin eru til umsagnar almennings og hagsmunaaðila. Umsagn- ir berist fyrir 15. september 2018 á netfangið os@os.is eða með skriflegum hætti til stofn- unarinnar. Í lögum um rann- sóknir og nýtingu á auðlind- um í jörðu eru ýmis ákvæði sem varða skráningu, hönn- un og frágang borholna og er þessum reglum ætlað að draga þau fram og gera aðilum auð- veldara að fylgja þeim. Einn- ig er ætlunin að með þessum reglum verði ábyrgð á borhol- um skilgreind betur. Þá hefur verið skortur á upplýsingagjöf um borholur til Orkustofnun- ar, og er þessum reglum ætl- að að bæta það. Orkustofnun hefur haldið skrá yfir borholur á Íslandi um áratugaskeið, og hefur hún verið aðgengileg al- menningi á vefsvæði stofnun- arinnar, og nú í nýrri kortasjá Orkustofnunar. Þessar reglur munu gera Orkustofnun betur kleift að halda borholuskránni uppfærðri til hagsbóta fyrir þá sem nýta sér þær upplýsingar sem í henni er að finna. -mm Annir hjá björg- unarsveitarfólki VESTURLAND: Björgun- arsveitir á Vesturlandi voru á laugardaginn kallaðar út í tvö aðskilin verkefni. Koma þurfti manni til aðstoðar sem slas- að hafði sig á fæti við Bröttu- brekku. Þá voru björgunar- sveitir kallaðar út í tengslum við skriðufallið úr Fagraskóg- arfjalli í Hítardal. Viðbragðs- aðilar voru fengnir til að meta ástand á vettvangi, tryggja ör- yggi og manna lokanir vega. Einnig voru boðaðir dróna- hópar til þess að hægt væri að ná betri yfirsýn yfir svæðið þar sem skriðan féll. -mm Sótt um leyfi fyr- ir gistiheimili AKRANES: Fyrir fundi skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar á mánu- daginn lá fyrir fyrirspurn frá Uppbyggingu ehf. og S23 ehf. um að fá að breyta efri hæð hússins við Stillholt 23 á Akra- nesi í gistiheimili í flokki II. Um yrði að ræða tímabundn- ar vinnubúðir fyrir starfs- menn verktakafyrirtækisins. Ráðið samþykkti að fram fari grenndarkynning á breyting- unni skv. 2.mgr. 43.gr skipu- lagslaga. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Stillholt 23, Dalbraut 2 og Þjóðbraut 1 beiðni fyrirtækisins. -mm Deiliskipulag Grenja send á Skipulagsstofnun AKRANES: Fyrir fund skipu- lags- og umhverfissviðs Akra- neskaupstaðar á mánudaginn lá umsögn um athugasemdir vegna grenndarkynningar á breytingu á deiliskipulagi Grenja hafnar- svæðis, vegna byggingar efn- isskýlis við Krókatún 22-24. „Skipulags-og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi um- sögn sviðsstjóra við þeim at- hugasemdum sem bárust við grenndarkynninguna. Skipu- lags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í um- boði bæjarstjórnar) að grennd- arkynningin verði samþykkt og umsögn sviðsstjóra send þeim aðilum er lögðu fram athuga- semdir. Deiliskipulagsbreyting- in verði auglýst í B-deild Stjórn- artíðinda og send á Skipulags- stofnun,“ segir í bókun nefnd- arinnar. -mm Vilja lækka um- ferðarhraða BORGARNES: Lögreglustjór- inn á Vesturlandi hefur með bréfi farið fram á það við Borg- arbyggð að hámarkshraði um- ferðar um neðri hluta Borgar- brautar í Borgarnesi verði lækk- aður úr 50 í 30 km/klst. Lækk- un hraða næði frá gatnamót- um Þorsteinsgötu/Böðvarsgötu að gatnamótum við Egilsgötu. „Byggðarráð tekur jákvætt í er- indið og felur sviðsstjóra um- hverfis- og skipulagssviðs að vinna áfram að málinu í sam- starfi við Vegagerðina. Byggð- arráð telur mikilvægt að bæta öryggi á umræddum vegarkafla og skoða í því sambandi merk- ingar um öryggi vegfarenda,“ segir í bókun ráðsins. -mm Kvensjúkdóma- og fæðingalæknar auk svæfingalækna hjá Heilbrigð- isstofnun Vesturlands hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar al- varlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra. „Við tökum undir ályktun læknaráðs Landspít- ala og yfirlýsingu sérfræðilækna við Kvennadeild Landspítala og skorum á deiluaðila að finna lausn á málinu sem allra fyrst. Það er mikilvægt að sérþekking og ábyrgð ljósmæðra í starfi endurspeglist í launum þeirra. Ljósmæður gegna gríðarlega mik- ilvægu hlutverki í fæðingarteymi sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. Þær sinna einnig margvíslegu eftir- liti og meðferð á meðgöngu og ekki síður í tengslum við kvensjúkdóma. Núverandi staða ógnar þannig vel- ferð og þjónustu við konur, börn og samfélagið í heild sinni, bæði nú og um ókomna framtíð.“ mm Anna Berglind Halldórsdóttir bóndi á Magnússkógum III í Döl- um og formaður Félags sauðfjár- bænda í Dalasýslu skrifar harðorða grein í Bændablaðið sem kom út í síðustu viku. Þar gagnrýnir hún harðlega framkomu afurðastöðva í garð bænda og segir þær m.a. halda bændum í gíslingu og koma í veg fyrir nýliðun í greininni. Nýir bændur fái einfaldlega hvergi slátr- að. Hún skrifar að lögmálið fyrst- ur kemur, fyrstur fær, gildi um það pantanakerfi sem viðhaft er, þrátt fyrir að afurðaverð liggi ekki fyr- ir. „Nú er staðan orðin þannig að bændur eru margir búnir að panta slátrun áður en lömb eru komin úr ánum og jafnvel áður en þau eru komin í ærnar. Þetta gera bændur til að komast örugglega að á þeim tíma sem þeir óska. Þetta fyrir- komulag afurðastöðvanna er að mínu mati mjög skrýtið. Þessi regla að „fyrstur kemur, fyrstur fær“ get- ur ekki gengið upp. Ef þetta held- ur svona áfram, verða bændur jafn- vel búnir að panta nokkur ár fram í tímann. Án þess þó að vita hversu mörg lömb þeir koma til með að slátra eða hvort þeir verða yfir höf- uð með einhver lömb til að slátra.“ Anna Berglind skrifar að und- anfarin ár hafi henni fundist af- urðastöðvar landsins halda sauð- fjárbændum í gíslingu. „Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinni afurðastöð að bændur vilja fá að sjá verðskrá fyrir afurðir miklu, miklu fyrr en nú er. Í dag mega bændur þakka fyrir að það sé komið verð í september. Réttast væri að verð væri komið í nóvember (þ.e. 10 mánuðum fyrr) áður en menn byrja að hleypa til ánna. Nokkrar af- urðastöðvar vilja fá lömb í svokall- aða sumarslátrun og því þarf verð að liggja fyrir mjög tímanlega svo hægt sé þá að stíla inn á þá slátrun. Þessi gíslataka afurðastöðvanna er í algeru hámarki um þessar mund- ir. Sauðfjárbændur eru fastir í við- skiptum við þá afurðastöð sem þeir hafa lagt inn hjá. Þar með ríkir engin samkeppni á þessum mark- aði lengur. Afurðastöðvarnar hafa bændurna í vasanum.“ Sjá má grein Önnu Berglindar í heild sinni í síðasta Bændablaði. mm Ógnar velferð og þjónustu við börn Segir afurðastöðvar halda bændum í gíslingu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.