Skessuhorn


Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 17 Svipmynd af fjölskylduskemmtun á Akratorgi. Ljósm. akranes.is Í góðum gír á Brekkusöng. Fjölmenni var á Brekkusöngnum á þyrlupallinum. Allir voru hressir og kátir á Brekkusöngnum, þar á meðal þessi flotti hópur. Sem fyrr var Brekkusöngurinn í boði Club71. Hér eru þrír úr hópnum. Hressir krakkar á torginu. Alexander Björn Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og varð í öðru og þriðja sæti í dorgveiðikeppninni, fyrir flesta fiska og fjölda tegunda. Þessar mæðgur voru í hátíðar- skapi. Adam Agnarsson veiddi stærsta fiskinn í dorgveiðikeppninni á laugardagsmorgninum. Fjölmenni var á fjölskyldusýningu á Gosa sem leikhópurinn Lotta sýndi í Skógræktinni á sunnudaginn. Það atriði markaði lok Írskra daga. Þau stóðu vaktina á brekkusöngnum á laugardagskvöldinu. BMX bros sýndi ótrúlega leikni á hjólum á Akratorgi. Bílaklúbburinn Krúser sýndi bíla á stæðinu framan við Blikksmiðju Guðmundar. Stuð og stemmari með BMX brosi. Unga kynslóðin gat valið um ýmis atriði við sitt hæfi. Húlladúlla og frumskógarferðalagið var í boði á Akratorgi. Þar gátu krakkar reynt fyrir sér í húlla og fleiri leikjum. Á laugardaginn var Helgasund synt. Sundfólkinu var fylgt af fé- lögum í Siglingaklúbbnum Sigurfara og Björgunarfélagi Akraness. Sund þetta er mikil þolraun og ofkældist einn þátttakandi og var fluttur undir læknishendur. Góð þátttaka var í dorgveiðikeppninni og flestir fengu fisk. Versl- unin Módel gaf verðlaunin. Grillað var víða um bæinn á föstudaginn. Hér er svipmynd úr Skógarhverfinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.