Skessuhorn


Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 201820 Síðastliðinn fimmtudag lauk kvik- myndasmiðju hjá Símenntunar- miðstöð Vesturlands og Starfsend- urhæfingu Vesturlands á Akranesi með frumsýningu á verkinu „Með prump í sketzinum.“ Kvikmynda- smiðjan er 21 mínúta að lengd og er unnin í samstarfi við Muninn kvik- myndagerð og hafði Heiðar Mar Björnsson kvikmyndagerðarmaður umsjón með smiðjunni. Frumsýnt var í Bíóhöllinni á Akranesi þar sem áhorfendur skemmtu sér kon- unglega enda hæfileikaríkir leikarar sem fóru á kostum í myndinni. Að sögn Thelmu Hrundar Sigur- björnsdóttur var þetta í þriðja sinn sem kvikmyndasmiðja er á dagskrá hjá Starfsendurhæfingu Vestur- lands á jafn mörgum árum. „Áður höfðu verið unnar stuttmyndir en nú vann hópurinn þátt samsettan af grín-sketzum. Í smiðjunni er lögð áhersla á samstarf þar sem nem- endur koma að ferli kvikmyndar frá upphafi til enda. Ferlið felur í sér hugmyndavinnu, handrits- gerð, að afla leikmuna og búninga, farða, finna tökustaði, upptöku, klippivinnu og hljóðvinnslu,“ segir Thelma. Meðfylgjandi eru þrjú brot úr stuttmyndinni. mm Verslunin Dýrabær var opnuð á Akranesi í byrjun júní og að sögn Maríu Þórunnar Friðriksdóttur umsjónarmanns verslunarinnar hafa viðtökur Skagamanna verið mjög góðar. „Ég þekki vel til þess vöru- úrvals sem Dýrabær býður uppá, svo mér þótti upplagt að Dýrabær opnaði verslun hér og hafði sam- band við eigendurna sem tóku vel í það,“ segir María. Nýja verslunin er 130 fermetrar að stærð og stút- full af gæludýravörum fyrir hunda, ketti, fugla, nagdýr og fiska. „Hér er mjög gott vöruúrval og mikil áhersla á að selja aðeins gæðavörur og hágæða fóður,“ segir María. Aðspurð segir María nóg hafa verið að gera í versluninni frá opnun. „Það eru svo mörg gælu- dýr á Akranesi. Maður sér það bara þegar maður horfir hér út um gluggann yfir daginn, það er alltaf fólk að labba framhjá með hunda. Svo eru það öll hin gælu- dýrin, en ég myndi halda að það væri gæludýr í öðru hverju húsi hér á Akranesi. Það er ánægju- legt að sjá Skagamenn færa við- skipti sín hingað til okkar, enda er alveg óþarfi að sækja þjónustu til Reykjavíkur þegar hún er til stað- ar hér,“ segir María að endingu. arg Uppeldi felur í sér að móta einstak- linga þannig að þeir verði samfé- laginu og sjálfum sér til góðs. Sjálf trúi ég því að við séum öll góð innst inni, kannski er það ekki rétt en það er þó að minnsta kosti hag- nýtt viðhorf. Það sem greinir mark- visst uppeldi frá þessu venjulega er að sá sem elur upp á markvissan hátt hefur hugmynd um hver lokaafurð- in á að vera. Viljum við hlýðinn og duglegan samfélagsþegn, eða viljum við sjálfstætt hugsandi og skapandi einstakling? Viljum við að afkvæm- ið nái afburðaárangri í íþróttum, slái í gegn sem vísindamaður eða er markmiðið að það verði hamingju- söm manneskja fyrst og hitt komi svo á eftir? Allt góð og gild markmið en líklegt er að þetta síðasta sé það sem flestir foreldrar og aðrir uppal- endur stefni að. Til skamms tíma var samt ekkert alveg á hreinu hvernig því markmið yrði best náð. Fólk gat alveg trúað því að börnin yrðu helst hamingju- söm með því að verða dugleg og hafa alltaf næga atvinnu, eða með því að verða best á sínu sviði hvert sem það væri, eða ef foreldrarnir hlífðu því við öllum erfiðleikum og bæru það á höndum fram á þrítugs-, já eða fer- tugsaldur. Við höfum þó alveg vitað ýmislegt, það er til að mynda löngu ljóst að hóf er best í uppeldi sem öðru, foreldrar sem eru ákveðnir frekar en strangir og ástríkir frekar en ofverndandi skila af sér börnum með færri vandamál en aðrir. Hvert einasta foreldri ætlar sér að gera sitt besta og sem betur fer held ég að flestum fjölskyldum finnist þær hafa unnið í foreldra-, barna-, tengda- barna-, ömmu- og afa-lottói lífsins. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er ekki hægt að verða fullkomið foreldri. Við erum hvað svo sem við höldum sjálf, bara mannleg og það er óhjákvæmilegt að gera mistök. Það hvernig við höndlum mistök er einmitt eitt af því sem er mikilvægt að hafa fyr- ir börnum. Við viljum ekki að þau brjóti sig niður og missi sjálfs- traustið þó að eitthvað takist ekki eða gangi illa - eða hvað? En þegar við klúðrum einhverju og þau heyra okkur skamma og niðurlægja okkur sjálf erum við að kenna þeim ein- mitt það. „Hvílíkur hálfviti sem ég er að klúðra þessu.“ Betra væri: „Æ ég klúðraði þessu, það getur komið fyrir, vonandi gengur betur næst.“ Ef við viljum að börnin okkar tali fallega við aðra, verðum við að gjöra svo vel að hafa það fyrir þeim, ekki síst varðandi sjálftal. Það er góð regla að tala ekki illa um fólk á heimilinu, ekki okkur sjálf held- ur. Ef okkur langar til að börn virði aðra og hafi þá fallegu, lýðræðislegu skoðun að við séum öll dýrmæt og mikilvæg verðum að girða í brók, hafa það fyrir þeim, og innifela okkur sjálf í þeirri jöfnu. Þannig að til þess að börnin fái sem best upp- eldi þurfum við fyrst að hugsa um okkur sjálf, helst verða eins og við viljum að börnin verði; hamingju- söm, yfirveguð, með gott sjálfsmat, heilbrigða líkamsvitund, eða hvert sem uppeldismarkmiðið er. Sem betur fer er aldrei of seint að byrja og alltaf hægt að bæta sig. Grósku- hugafarið muniði…Við erum öll verk í vinnslu. Steinunn Eva Þórðardóttir. Heilsupistill Steinunnar Evu Fullkomið foreldri Frumsýndu myndina með Prump í sketzinum Í versluninni er áhersla lögð á hágæða fóður og gæðavörur. Gæludýraeigendur á Akranesi geta nú verslað í heimabyggð María Þórunn Friðriksdóttir er umsjónarmaður verslunarinnar Dýrabæ á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.