Skessuhorn


Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 201822 Bæjarhátíð Dalamanna „Heim í Búðardal“ verður haldin um næstu helgi, 13. - 15. júlí. Að sögn Bjarn- heiðar Jóhannsdóttur, ferðamála- fulltrúa Dalabyggðar, gengur und- irbúningur vel og þegar orðin mik- il stemning fyrir hátíðinni með- al heimamanna. „Það eru ótrú- lega margir sem koma að undir- búningnum og erum við þakklát fyrir alla þá sem hafa boðið fram sína aðstoð,“ segir Bjarnheiður. Að vanda verður fjölbreytt dagskrá alla helgina sem hefst með kjötsúpurölti á föstudagskvöldinu. Sú hefð hef- ur myndast að nokkrir bæjarbúar bjóði heim í kjötsúpu og þá upplagt fyrir gesti að ganga á milli heimila og gæða sér á þessum dýrindis ís- lenska rétti. „Þetta er skemmtileg hefð og erum við afskaplega þakk- lát þeim sem eru tilbúnir að bjóða fólki svona inn á heimili sín. Kjöt- súpur geta verið svo margvíslegar, þó grunnurinn sé alltaf sá sami er misjöfnum töfrum bætt í hverja og eina súpu,“ segir Bjarnheiður. Áður en farið er í kjötsúpu er ekki úr vegi að taka þátt í metamóti á vegum UDN á íþróttavellinum í Búðar- dal. „Af tilefni aldarafmælis UDN verður haldið einstaklega skemmti- legt íþróttamót þar sem gömul hér- aðsmet verða merkt á völlinn og keppendur geta skráð sig til leiks og keppt við gömlu metin,“ segir hún. Fjölskyldudagskrá á laugardeginum Á laugardeginum hefst dagskráin á froðurennibraut í boði slökkvi- liðsins, en að því loknu er heima- mönnum og öðrum gestum boðið upp á brunch í Dalabúð. „Þar verð- um við með allt þetta helsta sem þarf til að úr verði góður morgun- matur. Við höfum fengið ómetan- lega aðstoð bæði frá Geirabakar- íi og Mjólkursamsölunni sem ætla að útvega okkur veitingar sem við munum bjóða upp á meðan byrgðir endast,“ segir Bjarnheiður og held- ur áfram. „Eftir hádegið verður áhersla á fjölskyldudagskrá. Leik- hópurinn Lotta verður með söng- stund. Hestaleigan Dalahestar ætla að teyma undir börnum og þeir sem hafa náð 12 ára aldri geta farið í lasertag. Þá verður keppt í tveim- ur síðustu greinum Vestfjarðarvík- ingsins í Búðardal og geta gestir hátíðarinnar horft á. Kassabílarallý KM þjónustunnar verður einn- ig á sínum stað. Þar verður keppt í kappakstri á heimasmíðuðum ökutækjum. Þær Steinunn Matth- íasdóttir og Ída María Önnudótt- ir munu sýna ljósmyndir og hann- yrðir í stúdíói Steinu Matt og opna sýninguna klukkan 16.“ Stórdansleikur í Dalabúð Að kvöldi laugardags verður hald- ið grillhlaðborð í Dalakoti ef veður leyfir. „Við höfum lagt inn pöntun fyrir góðu veðri og vonumst til að grillhlaðborðið gangi eftir,“ segir Bjarnheiður. Laugardeginum mun ljúka með stórdansleik í Dalabúð þar sem Stjórnin ætlar að leika fyr- ir dansi. „Á sunnudaginn ætlum við af tilefni fullveldishátíðar Íslands að kynna væntanlegt Vínlandsset- ur fyrir gestum. Búið er að útbúa hljóðleiðsögn fyrir Vínlandssetrið og verður gestum boðið að hlusta á það með myndasýningu, svona til að fá smá sýnishorn af því sem verður.“ Hátíðinni mun ljúka með göngu í boði Umf. Æskunnar þar sem gengið verður frá Grafarlaug inn í Reykjadal þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur. „Við hvetj- um svo alla gesti til að koma við á Erpsstöðum þar sem opið verð- ur alla helgina og frítt í skoðunar- ferð um fjósið,“ segir Bjarnheiður og bætir því við að hún vonist til að gestir leggi leið sína í Dalina þessa helgi. „Við lofum að taka vel á móti öllum. Hægt verður að tjalda á þremur tjaldsvæðum í Dölunum, í Búðardal, á Á á Skarðsströnd og á tjaldsvæðinu við Laugar í Sælings- dal. Sælingsdalslaug er opin og fjöl- margir ferðaþjónustuaðilar í hér- aðinu sem bjóða upp á glæsilega gistingu,“ bætir hún við að lokum. arg Ágæt laxveiði var síðustu vikuna í vest- lensku ánum þrátt fyrir fremur lágt hitastig. Mikið af nýgengnum fiski er víða og vatnsbúskapurinn er góður eins og gefur að skilja. Eftir 4. júlí komu nýjar tölur á angling.is. Röðin breytt- ist ekki og voru Þverá og Kjarará sem fyrr efstar á listanum og eftir mjög góða veiðiviku er talan komin í 843 laxa. Síð- an hefur áin rofið þúsund laxa múrinn og vel það. Veiðin vikuna til 4. júlí var 391 lax. Ef veiðin í Þverá og Kjarará er borin saman við svipaðan tíma í fyrra þá höfðu alls veiðst 656 laxar og veið- in var því orðin 187 löxum meiri núna og lofar það góðu með veiðisumarið. Í öðru sæti var Urriðafoss í Þjórsá sem var kominn í 577 laxa og Norðurá var skammt undan í þriðja sæti með 557 laxa. Vikuveiðin þar var 207 laxar, mjög svipuð og á sama tíma í fyrra. Af öðrum vestlenskum ám þann 4. júlí var Haffjarðará í fimmta sæti með 320 laxa, úr Langá höfðu veiðst 196, Brennan hafði gefið 188 laxa og Grímsá með Tunguá 175 í tíunda sæti. Einung- is á eftir að hefja veiði í Norðlingafljóti, en þar er ráðgert að opna 18. júlí. Frábær gangur í Þverá Fiskur er að ganga á hverju flóði í Þverá í Borgarfirði þar sem hörkuholl veiði- manna var fyrir fáum dögum. Með- al þeirra var Ellert Aðalsteinsson með föður sínum Aðalsteini og fleiri góð- um veiðimönnum. Veiðin var góð. „Já, við erum að veiða hérna nokkrir vinir og þetta gengur vel, við erum að hætta og búnir að fá 15 laxa. Það er kominn laxar í flesta staði í ánni,“ sagði Ellert í samtali við Skessuhorn. „Hérna með okkur að veiða er góður vinur minn Eddie Wyvill og hann var að fá lax rétt áðan. Eddie er frá Yorkshire. Þverá og Kjarará hefur nú gefið yfir þúsund laxa og stefnir í góða veiði í sumar. Hendist út um allt að leiðsegja ,,Laxá í Dölum er komin í 103 laxa og fínn gangur þar, en aðeins er veitt á fjórar stangir,“ sagði Haraldur Eiríks- son hjá Hreggnasa er við heyrðum í honum þar sem hann var á fleygiferð sem leiðsögumaður á milli Laxár í Döl- um, Grímsár og Laxár í Kjós. Hann var við Laxá í Dölum þegar við náð- um sambandi við hann. „Það er mikið af stórlaxi, en honum virðist fjölga ár frá ári eftir að hann var verndaður fyr- ir veiði fyrir fimm árum síðan. Stærsti laxinn fram til þessa er 104 cm lax úr Helgabakka, en rétt að geta þess að enn fleiri slíkir laxar hafa sést. Síðasta þriggja daga holl var að ljúka veiðum eftir þrjá daga með 30 laxa. Það er mik- ið af laxi að ganga og mjög gott vatn í ánni,“ sagði Haraldur ennfremur. Góður gangur hefur verið í Grímsá i Borgarfirði og áin komin yfir 200 laxa. Veiðimenn voru að kasta flugunni á Strengina í fyrradag þegar rennt var þar framhjá, en enginn að landa fiski. Héðan og þaðan Fyrsta hollið í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum endaði í 9 löxum og reitingi af silungi. „Laxinn stoppar ekkert í lóninu og ríkur upp í árnar,“ sagði okkar mað- ur við ána. Lónið hefur verið lagað og komin göngubrú fyrir lónið sem þýðir betri aðstöðu fyrir veiðimenn. „Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Leirá, ég fékk þann fyrsta,“ sagði Stefán Sigurðsson er við spurðum frétta. Mik- ið vatn er í ánni og hún veiðileg þessa dagana eins og ár víða í landshlutanum. „Það eru örugglega komnir fleiri laxar í ána,“ sagði Stefán sem fer nú um til að leiðsegja veiðimönnum. „Það var bara vatn og aftur vatn“ sagði Trausti Bjarnason við Hauka- dalsá í Dölum, en áin hefur gefið 90 laxa. „Við fengum nokkra laxa,“ sagði Trausti um stöðuna í Haukadalsá. Veiðin er byrjuð í Búðardalsá og segja veiðimenn mikið vera af fiski neðarlega í henni. Hann er i torfum í neðstu stöðum og eitthvað hefur veiðst. Erlendir veiðimenn eru mest að veiða í henni þessa daga. mm/gb Sandara- og Rifsaragleði verður haldin um næstu helgi en hátíð- in hefur verið haldin annað hvert ár frá 2002. Að sögn Drífu Skúla- dóttur umsjónamanns hátíðarinn- ar gengur undirbúningur vel. „Það er mjög ánægjulegt hversu dug- legir heimamenn eru að taka þátt í öllum undirbúningi. Það þarf ekki annað en að hóa í mannskap þá eru allir mættir, hvort sem er til að þrífa, skreyta, undirbúa viðburði eða hvað sem er. Það er svo mik- ils virði í svona bæjarfélögum þegar allir taka virkan þátt,“ segir Drífa. Upphaf hátíðarinnar má rekja til þess að átthagafélag Sandara kom á árum áður reglulega vestur í hóp- ferðir og hélt mikið húllumhæ. „Sú hefð lognaðist útaf með tímanum og heimamenn ákváðu því að taka þetta upp og halda hátíð í bænum,“ segir Drífa. Hátíðin hefst á fimmtudags- kvöldinu í Frystiklefanum þegar Ari Eldjárn stígur á svið og skemmtir gestum og svo tekur við fjölbreytt dagskrá alla helgina. Meðal þess sem verður í boði á föstudeginum er golfmót, markaður í Bjarmask- úr, Slysósúpa í Gamla frystihúsinu til styrktar Slysavarnarfélaginu og kvöldsöngur í boði Lionsklúbbsins. „Við ætlum að hittast öll og syngja og hafa gaman saman undir stjórn Lions,“ segir Drífa. Á laugardeg- inum byrjar dagurinn á markaði í félagsheimilinu Röst og kvenfé- lagið bakar vöfflur. „Barnadagskrá- in verður fjölbreytt á laugardegin- um og mætir Latibær á svæðið. Um kvöldið verða svo götugrill þar sem allir hittast og grilla saman. Ef veð- ur verður óhagstætt færum við okk- ur bara inn í bílskúra en það er ekki síður skemmtilegt,“ segir Drífa. Að götugrilli loknu verður ball í Röst til styrktar Sjóminjasafninu með heimahljómsveitinni Ungmenna- félaginu. „Hugmyndin er að allur ágóði af viðburðum hátíðarinnar renni til góðra málefna í heima- byggð,“ segir Drífa. Á sunnudeginum verður barna- skemmtun í Frystiklefanum og þar verður úrslitaleikur á HM í knatt- spyrnu karla einnig sýndur á stóru bíótjaldi. „Lokapunktur hátíðar- innar eru tónleikar með Halldóri Gylfasyni leikara í Frystiklefan- um,“ segir Drífa og bætir því við að þetta séu fyrstu sóló tónleik- arnir sem Halldór heldur í Rifi. „Svo má ekki gleyma að það verð- ur farið í allskonar göngur og svo verða myndlistasýningar um allan bæ. Það ættu allir að geta fundið skemmtilega viðburði við hæfi alla helgina. Ég get lofað því að þetta verður skemmtileg helgi og bærinn okkar verður fullur af lífi og fjöri.“ segir Drífa. arg Heim í Búðardal um næstu helgi Svipmynd frá bæjarhátíðinni Heim í Búðardal fyrir tveimur árum. Ljósm. sm. Óbreytt röðun ánna sem mest hafa gefið Aðalsteinn Pétursson og Eddie Wyvill við Þverá. Ljósm. gb. Ung veiðikona með Maríulaxinn úr Grímsá fyrir skömmu. Ljósm. Robert Selfors. Sandara- og Rifsaragleði um næstu helgi Svipmynd frá Sandara- og Rifsaragleðinni fyrir tveimur árum. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.