Skessuhorn


Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 201824 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar HÓTEL LAXÁRBAKKI A BRIDGE TO THE WEST laxarbakki@laxarbakki.is tlf. +354 551 2783 www.laxarbakki.is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Dagur íslenska fjárhundsins verð- ur haldinn hátíðlegur í þriðja sinn miðvikudaginn 18. júlí. „Á þessu ári fögnum við 100 ára fullveldi og því er enn meiri ástæða til þess að vekja athygli á menningararfi okkar – ís- lenska fjárhundinum. Þema dagsins að þessu sinni er: Íslenski fjárhund- urinn er fjölskylduvinur. Að venju eru eigendur íslenskra fjárhunda hvattir til þess að halda daginn há- tíðlegan og hafa hundinn sem mest sýnilegan,“ segir í tilkynningu frá undirbúningsnefnd dagsins. Einnig verður dagskrá í hádeginu á Café Meskí í Fákafeni í Reykja- vík. Þar munu þrír hundaþjálfarar flytja fyrirlestra. Monika Dagný Karlsdóttir segir frá lífi sínu með íslenska fjárhundinum Hófí. Bryn- hildur Inga Einarsdóttir fjallar um táknmál og líkamstjáningu íslenska fjárhundsins í máli og myndum. Loks fjallar Þórhildur Bjartmarz um hundabann í 60 ár. Loks verður afhending verðlauna í ljósmynda- samkeppni. mm Hópur velunnara Skagaliðsins í knattspyrnu stóð nýverið að kaup- um á málverki eftir Bjarna Skúla Ketilsson, Baska, lismálara frá Akra- nesi. Málverkið er af Pálma Ólafs- syni (1913-1988). Pálmi var ein- lægur stuðningsmaður Skagaliðs- ins um áratugaskeið. Í hópi áhorf- enda var hann áberandi persóna og mörgum eftirminnilegur. Hann var aufúsugestur á leikjum liðsins og naut samvista og vináttu við marga leikmenn liðsins á árum áður. Mál- verkinu hefur nú verið fært Akra- neskaupstað til eignar og komið upp á áberandi stað í hátíðarsalnum að Jaðarsbökkum. Í gjafabréfi velunnara Skagaliðs- ins segir m.a.: „Sem kunnugt er þá nær stuðningur við knattspyrnuna á Akranesi langt út fyrir bæjarmörkin og finna má víða um land velunnara og stuðningsfólk. Segja má að Pálmi sé birtingarmynd hins trygga og trausta stuðningsmanns Ska- galiðsins, sem aldrei lét sig vanta á völlinn. Knattspyrnan á Akranesi er alþýðumenning og samnefn- ari, sem nær til allra í samfélaginu óháð starfi og stöðu. Þau verðmæti er mikilvægt að varðveita og stuðla að því að áfram verði knattspyrnan á Akranesi blómleg sameign bæjar- búa og hornsteinn æskulýðsstarfs.“ Fyrrnefndir velunnarar og gef- endur myndarinnar eru: Gísli Gíslason, Gunnar Sigurðsson, Jón Gunnlausson, Haraldur Sturlaugs- son, Magnús Guðmundsson, Sævar Freyr Þráinsson, Örn Gunnarsson, Kristján Sveinsson, Þórður Þórðar- son, Þröstur Stefánsson og Ólafur Adolfsson. mm Átján ára piltur, Einar Darri Ósk- arsson, lést á heimili sínu í Hval- fjarðarsveit 25. maí síðastliðinn. Aðstandendur hans hafa stofn- að minningarsjóð í hans nafni og hafa nú sent frá sér forvarn- armyndbandið „Ég á bara eitt líf“. Í myndbandinu tjá sig með- al annarra foreldrar Einars Darra og systkini. Myndbandið er fyrsti hluti forvarnarverkefnisins #egabaraeittlif sem mun ganga út á að fræða ungt fólk um hætt- urnar sem geta fylgt notkun ró- andi og ávanabindandi lyfja. Lýst er nístandi sorg sem þeir sem eftir lifa upplifa, en andlát Ein- ars Darra eftir neyslu róandi lyfja kom öllum aðstandendum hans í opna skjöldu. Hann hafði aðgang að róandi lyfjum og verkjalyfj- um í gegnum netið og hafði fikt- að við notkun lyfjanna í skamm- an tíma áður en hann dó. Minn- ingarsjóðurinn sem var stofnað- ur í nafni Einars Darra rennur til styrktar málefna til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda. mm Í lok aprílmánaðar voru sjö útvarps- messur teknar upp í Reykholts- kirkju í Borgarfirði og voru kirkju- kórar, prestar, lesarar, organistar og hljóðfæraleikarar sem tóku þátt í verkefninu. Upptökumaður Rík- isútvarpsins var Einar Sigurðsson og umsjónarmaður verkefnisins var Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri. Búið er að útvarpa flestum þessum messum, en tvær eru eftir. Sunnu- daginn 15. júlí verður útvarpað messu þar sem séra Þorbjörn Hlyn- ur Árnason prófastur á Borg mess- ar og um tónlistarflutning sjá Stein- unn Árnadóttir organisti, Rut Berg flautuleikari ásamt Kór Borgarnes- kirkju. Loks verður útvarpsmessa sunnudaginn 22. júlí þar sem prest- ur er séra Anna Eiríksdóttir, Hal- lór Þorgils Þórðarson er organisti og Kirkjukór Dalaprestakalls syng- ur. Áður er búið að útvarpa messum úr Saurbæjarprestakalli, Hvanneyr- arprestakalli, Stafholtsprestakalli, Reykholtsprestakalli og Akrane- sprestakalli. mm Minningarsjóður í nafni Einars Darra Dagur íslenska fjárhundsins Gáfu málverk til minningar um Pálma Ólafsson Var birtingarmynd hins trygga og trausta stuðningsmanns Hluti gefendahópsins ásamt Bjarna Skúla Ketilssyni listmálara. Málverkið af Pálma komið upp á vegg á bakvið þá. Málverk Baska af Pálma Ólafssyni. Útvarpsmessur teknar upp í Reykholti Kór Dalaprestakalls ásamt kórstjóra og sóknarpresti. Ljósm. kirkjan.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.