Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Page 1

Skessuhorn - 18.07.2018, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 29. tbl. 21. árg. 18. júlí 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma 20 ÁR Lúsina burt! Augndropar! Á laugardaginn var mikið hrun úr sárinu sem varð í Fagraskógarfjalli í Hítardal aðfararnótt 7. júlí síðast- liðinn. Jón Guðlaugur Guðbrands- son bóndi á Staðarhrauni hefur fylgst grannt með fjallinu og tók myndirnar sem fylgja þessari frétt. Hann segir að milli klukkan 14 og 15 laugardaginn 14. júlí hafi byrj- að að falla nokkrar stórar skriður og aðrar minni úr fjallinu. Hrunið hélt síðan áfram allt fram á miðnætti um kvöldið. Enginn þessara skriða féll þó langt niður á jafnsléttu og eng- in fór út úr gamla farinu sem fyrsta skriðan féll á. Jón tók meðfylgjandi myndir á sitt hvorum tíma dagsins síðastliðinn laugardag. Ein myndin er tekin klukkan 13:00 laugardag- inn 14. júlí og önnur klukkan 22:00. Greinilega má sjá með því að bera þessar myndir saman að stórt berg- hlaup hefur fallið efst úr fjallsbrún- inni þá um kvöldið. Jón Guðlaugur segir að hringt hafi verið í lögregl- una en hann hafi ekki orðið var við viðbragðsaðila. Hann segir að ann- að slagið sjái heimamenn fólk á ferð í skriðunni og slíkt sé eðli málsins samkvæmt stórhættulegt miðað við aðstæður. mm Áfram falla skriður úr Fagraskógarfjalli Þessi mynd er tekin klukkan 13 laugardaginn 14. júlí. Þessi mynd er tekin klukkan 22 laugardaginn 14. júlí. Greinilega sést hvernig stórt berghlaup hefur orðið úr fjallinu. Ríkisstjórn Íslands hélt sumarfund sinn í Langaholti í Staðarsveit á Snæfellsnesi síðastliðinn mánudag. Að loknum fundi var rætt við sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi um helstu áherslumál sveitarfélaga gagnvart fjárveitingavaldinu. Fjallað er um fundinn á blaðsíðu 10-11 í Skessuhorni í dag. Hér er hluti ríkisstjórnarinnar og í baksýn er Snæfellsjökull. Þessir ráðherrar eiga það sameiginlegt að hafa annað hvort alist upp á Vesturlandi eða eiga þangað sterka tengingu. F.v. Svandís Svavarsdóttir, Guð- mundur Ingi Guðbrandsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Ásmundur Einar Daðason. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.