Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 201816 Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn í elsta hús Borgarness á dögunum sem nú hýsir starfsemi Kaffi Brákar og gistiþjónustuna Egils Guesthouse. Meðal starfs- manna þar er hin portúgalska Mar- iana Mendonça. Þegar blaðamann bar að garði var nóg um að vera og Mariana á fullu að útbúa kaffi fyrir viðskiptavin með brosi á vör. loks þegar traffíkin róaðist aðeins gaf hún sér góðan tíma með blaða- manni til að segja söguna sína og hvernig það kom til að hún ákvað að flytja til Íslands og setjast hér að. Af hverju ekki Ísland? Fyrir tveimur árum flutti þá 27 ára, Mariana Mendonça, frá borginni Viana do Castelo í norður Portúgal í Borgarnes. „Ég vildi prófa eitt- hvað nýtt eftir námið og það var eiginlega alveg óvart að Ísland varð fyrir valinu,“ segir Mariana, en við ræðum saman á ensku. Áður en hún flutti til Íslands þá nam hún ferða- málafræði við Instituto Politécnico de Viana do Castelo og fyrir það nám varði hún þremur árum á Spáni í tungumálaskóla og talar nú reip- rennandi spænsku ásamt sínu móð- urmáli, portúgölsku. „Mér finnst gaman að plana ferðir, finna bestu og hagkvæmustu verðin og hjálpa fólki að bóka flug. Þess vegna valdi ég að læra ferðamálafræði. Sumum finnst þetta nostur stressandi og oft leiðinlegt og fá þess vegna aðra í að plana ferðir sínar. Mér þykir hins vegar lúmskt gaman að því. Ég hef þó lítið ferðast sjálf,“ viðurkenn- ir hún. Það var í janúar 2016 þegar Mar- iana hóf lokaönn sína í skólanum að henni datt fyrst í hug að fá sumar- vinnu í öðru landi að námi loknu og breyta þannig um umhverfi. Þegar tók að vora hugsaði hún að nú þyrfti að ákveða hvert ætti að fara. „Ég vildi aðallega fara eitt- hvert þangað sem væri hlýtt,“ segir hún og brosir til blaðamanns sem þekkir vel til veðurfarsins á Íslandi. „Ég hreinlega man ekki hvernig ég rakst á Ísland þegar ég var að leita að stöðum til að sækja um sumar- vinnu á. Fyrsta sem ég hugsaði var; nei, það er kalt þarna. En einhvern veginn dróst ég alltaf meira að Ís- landi og eyjan í norðri varð meira og meira aðlaðandi í hvert skipti sem ég hugsaði út í að verja sumr- inu þar. Af hverju ekki Ísland? Það er nýtt, það er öðruvísi, það er áskorun. Ég ákvað því að sækja um störf á Íslandi.” Fékk starf í Borgarnesi Mariana sótti um hin og þessi störf tengd ferðaþjónustu og sagði stað- setninguna skipta litlu máli. “Ég sendi inn helling af umsóknum, að- allega hjá hótelum. Mér fannst ég eiga fína möguleika með mennt- unina mína í farteskinu að landa starfi. Eina jákvæða svarið kom svo frá Helgu,” segir hún. Borgnesingarnir Helga Halldórs- dóttir og maðurinn hennar Gunn- ar Jónsson eiga og voru að reka kaffihúsið og gistinguna á þessum tíma. Nú sér elsti sonur þeirra, Hafþór Ingi Gunnarsson, um dag- legan rekstur fyrirtækisins. “Helga hafði samband og sagði mér að hún hefði áhuga á að ráða mig í sumar- vinnu og vildi heyra í mér í gegn- um síma. Ég varð strax pínu stress- uð því enskan mín var ekki sú besta. Við spjölluðum aðeins í síma, hún kynnti sig og ég kynnti mig og hún sagði mér að hvers konar starfs- krafti hún væri að leita fyrir rekst- urinn. Símtalið endaði svo með því að ég sagðist vera klár í slaginn.“ Allt fór þetta í gegnum hefðbundið ferli sem endaði með því að Mar- iana fékk starfið og átti að byrja í lok júnímánaðar þegar kaffihúsið opnaði í fyrsta skipti. “Auðvitað koma einhverjar efasemdir í hug- ann þegar samskipti fara að mestu leyti í gegnum netið. Maður hefur heyrt allskyns óhugnanlegar sögur. Allir vinir mínir og fjölskyldumeð- limir sögðu að ég væri galin að fara. Pabbi var sá eini sem studdi mig og hvatti mig til að leita á vit ævintýr- anna sem ég svo gerði,“ segir hún ákveðin. Fékk bakþanka í millilendingu Áður en Mariana vissi af var júní- mánuður kominn og tími á að halda til Íslands. „Ég keypti mér miða aðra leið, sem ég veit ekki alveg af hverju ég gerði, því plan- ið var að vinna frá lok júní og út september. Það er líka pínu fynd- ið að hugsa út í það í dag að þeg- ar ég kvaddi pabba minn á flugvell- inum í lissabon þá var það mjög kumpánlegt. Við vorum auðvitað bæði með það í huga að ég væri að koma aftur eftir sumarið,“ seg- ir Mariana sem minnist þess einn- ig að í millilendingunni í london hafi hún átt áhugavert augnablik með sjálfri sér. „Ég fékk hálfgert kvíðakast þegar ég beið í london eftir fluginu til Íslands. Ég hugsaði hvað í ósköpunum ég væri búin að koma mér í og íhugaði alvarlega að taka næsta flug aftur heim til lissa- bon,” segir hún hlæjandi og hristir hausinn. “Ég náði sem betur fer að róa mig niður og áfram til Íslands fór ég. Þar tók Haffi á móti mér,” segir hún um ferðalagið og grín- ast með að adrenalínið hafi komið henni til landsins. Tengir ömmur við eitthvað gott Mariana segir að sumt sé einung- is hægt að læra af reynslunni. Hún minnist þess að þegar hún hitti Hafþór í fyrsta skipti að hún hafi ætlað að faðma hann því þannig gerði maður í Portúgal. „Ég var á leiðinni að faðma hann en þá réttir hann hendina út í handaband. Ég auðvitað átta mig á að nú væri ég í nýju landi og þyrfti að læra nýja siði og venjur,“ segir hún og bros- ir. Hafþór skutlaði Mariönu á nýja heimilið sitt yfir sumartímann í Borgarnesi. Þar kom hún sér fyr- ir og sendi skilaboð á vini og ætt- ingja að hún væri komin heil á húfi. „Ég man hvað það var mikil kyrrð yfir öllu fyrstu nóttina mína. Það var líka mjög skrítið að venj- ast dagsbirtunni á kvöldin. Þegar ég lét vita af mér sagði einn vina minna í Portúgal að ég ætti að setja stól við útidyrahurðina svo að það kæmist örugglega enginn inn, sem ég svo gerði,” segir hún hlæjandi. „Ég vissi auðvitað ekki þá hversu öruggt Ísland er. Þetta er eitthvað sem maður lærir bara með því að upplifa sjálfur með því að búa á staðnum. Í Portúgal myndi mað- ur aldrei skilja eftir ólæst. Hérna er það frekar algengt þá sérstak- lega yfir daginn þegar fólk er á þeytingi.“ Næsta dag mætti Mar- iana til vinnu í Kaffi Brák. Þar hitti hún Ingu Guðjónsdóttir, mömmu Helgu og ömmu Hafþórs. „Þeg- ar ég hitti Ingu þá vissi ég að allt væri í stakasta lagi. Ég tengi ömm- ur bara við eitthvað sem er gott, þannig eftir það náði ég að slaka á, njóta og kynnast fólkinu og starf- inu.“ Ekki tilbúin að snúa heim „Sumarið 2016 var æðislegur tími. Ég kynntist frábæru fólki og í dag álít ég það sem fjölskyldu mín hérna á Íslandi,“ segir hún. Þegar fór að halla á seinna hluta sumars- ins fann Mariana fyrir því að hún væri ekki alveg tilbúin að snúa aftur til Portúgals og ákvað því að reyna að lengja dvölina og athuga með starf yfir veturinn. „Það vildi svo heppilega til að það opnaðist staða við innritun í Hótel Húsafelli þarna um haustið. Ég sendi inn umsókn með hjálp Helgu og komst í við- tal. Eitt leiddi af öðru og ég fékk starfið mér til mikillar ánægju. Það var vissulega erfitt að fara frá Kaffi Brák því þetta var svo skemmtlegur tími og skemmtilegt samstarfsfólk. En mér var vel tekið í Húsafelli og þar tók á móti mér fleira frábært fólk sem tók mér með opnum örm- um og gerði flutninginn auðveldan. Það hjálpaði líka að ég væri á sama svæðinu og því ekki langt að sækjast ef ég saknaði vina minna í Borgar- nesi,“ segir Mariana. Líkar vel við Ísland Ísland verður að teljast ólíkt Portú- gal. Hér búa um 350 þúsund manns á móti 10 milljónum í Portúgal. Hér er meðalhitinn að sumri til 12 gráður á meðan Portúgal státar af um 22 gráðum. Nú eru tvö ár liðin síðan Mariana kom fyrst til Íslands og hún hefur engin plön um að flytja aftur til Portúgals á næstunni. „Mér líkar vel við Ísland. Það getur stundum verið erfitt að aðlagast en það er mikilvægt að vera með opinn hug og vilja kynnast menningunni í því landi sem maður flytur til. Ég elska að reyna að tala íslensku. Til dæmis þegar Íslendingar koma á hótelið þá tala ég bara íslensku. Fólk sýnir mikla þolinmæði og finnst gaman að maður sé að reyna. Maður þarf bara aðeins að leggja sig fram og þá kemur þetta,“ seg- ir hún bjarstýn. „Mér finnst sjálfri mjög gott þegar fólk leiðréttir mig með beygingu og slíkt, þannig læri ég. Ég vil tala tungumálið rétt en ekki einhverja bjagaða útgáfu. Ég elska þegar fólk reynir á íslensku- kunnáttuna mína.” segir Mariana glöð í bragði. Mariana býr nú ásamt kærasta sínum, Borgfirðingnum Fjölni Jónssyni, á Kleppjárnsreykjum þar sem þau voru fyrir ekki svo löngu að festu kaup á sínu fyrsta heimili. glh Elskar þegar reynir á íslenskukunnáttuna Rætt við Mariönu Mendonça frá Portúgal sem nú er flutt í Borgarfjörðinn Mariana hóf starfsferil sinn hér á landi á Kaffi Brák í Borgarnesi sumarið 2016. Mariönu líkar vel að búa á Íslandi. Hér er Mariana lengst til vinstri í hópi glaðra starfsmanna Hótel Húsafells með köku í tilefni þess að gestir hótelsins í gegnum Booking.com gáfu því 9,3 í einkunn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.