Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 201818 Fjölmennt var á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal sem fram fór um liðna helgi. Áætlað er að gestafjöldi hafi þrefaldast frá síð- ustu hátíð ef marka má mætingu í morgunverðarboð í Dalabúð á laugardaginn. Fjölbreytt dagskrá var í boði alla helgina og það var mikið ánægjuefni þegar langþráður sólardagur lét sjá sig á laugardaginn en dagskrá fór að mestu fram utandyra. Keppt var í lokagreinum Vestfjarðavíkingsins á hátíðinni og fjórða árið í röð var það Ari Gunnarsson sem hampaði titlinum. Það þurfti hvorki meira né minna en sterkasta mann heims til að afhenda verðlaunin, en Hafþór Júlíus Björnsson mætti til að hvetja strákana áfram og krína Vestfjarðavíkinginn 2018. Með- fylgjandi myndir eru frá dagskrá laugardagsins: sm Langþráðir sólardagar mættu á Heim í Búðardal Það þótti hressandi að byrja laugardaginn á froðurennibraut slökkviliðsins. Frá samsýningu Idu Maríu og Steinu Matt, handverks- og ljósmyndasýningu. Nikkolína sá um að skemmta gestum með tónlist í opnum morgunverði í Dalabúð. Fjölmenni lagði leið sína í morgunverðinn í Dalabúð en þangað komu þrefalt fleiri gestir en á seinustu hátíð. Veltibíllinn sló í gegn hjá unga fólkinu en þar var stöðug biðröð meðan dagskrá stóð yfir. Vestfjarðavíkingurinn 2018 lauk keppni í Búðardal á bæjarhátíðinni. Sterkasti maður heims, Hafþór Júlíus Björnsson, afhendir Ara Gunnarssyni Vestfjarðavíkingi 2018 sigurlaunin. Björgvin, Ólafur og Matthías að gera sig klára fyrir lasertag á leikskólalóðinni. Mæðginin Unnur Ásta Hilmarsdóttir og Hilmar Jón Ás- geirsson voru meðal þeirra sem sýndu mikil tilþrif í kassabíl- arallýi KM þjónustunnar. Dalahestar buðu upp á hestaferðir fyrir unga fólkið við Dalabúð en fyrr um daginn var Leikhópurinn Lotta með sýningu. Það var fjölmenni sem fylgdist með lokagreinum Vestfjarðavíkingsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.